4.4.2009 | 04:33
Íslamistar og Naívistar
Það er ljóst að Tyrkir eru að hegna Dönum fyrir Múhameðsteikningarnar. Ég ætla rétt að vona að Íslendingar standi fast við hlið vina sinna í þessu máli. Hjá NATÓ eru ákvarðanir venjulega teknar samhljóða og því geta Tyrkir stoppað Rasmussen í að verða næsti framkvæmdastjóri NATÓ.
Þetta mun hafa áhrif á óskir Tyrkja til að komast í ESB enda sýna þeir enn og aftur að þeir eiga ekki samleið með þróuðum lýðræðisþjóðum og virða grundvallar mannréttindi eins og ritfrelsi.
En bloggar vill aðeins minnast á annað í sambandi við NATÓ. Á Alþingi kom fram hjá þingmönnum að Íslendingar ættu að notafæra sér ársfundinn til að ræða um aðgerðir Breta í IceSave máli og beitingu hryðjuverkalaga. Ég vona að þeir verði ekki það heimskir að misnota NATÓ enn og aftur fyrir slík mál. Virðingarleysi landans fyrir varnar og öryggismálum hefur áður komið okkur illa og nú þurfum við síst á því að halda að tapa þeirri litlu virðingu sem við kunnum að njóta meðal bandalagsþjóða samtakana.
Ekki samstaða um framkvæmdastjóra NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 285604
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þrýstingur í gegnum Nato virkaði ágætlega í sambandi við landhelgisdeiluna, en Icesave málið er annars eðlis sennilega. Það þarf a.m.k. að rannsaka það frekar sýnist mér, þó vissulega hafi það verið afar ósmekklegt af Bretum að setja á okkur þessi lög.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 05:50
Tyrkir eru aðallega andsnúnir Fogh vegna stuðningi hans við kúrdíska sjónvarpsstöð sem staðsett er í Danmörku en sendir út um allt. Heitir ROJ að mig minnir.
Hvað varðar Bretana og notkun á hryðjuverkalögunum að þá voru þau raunverulega viðskiptastríðsyfirlýsing, sem var mjög nálægt því að stöðva vörufluttninga til landsins og því ein sú stærsta ógn við öryggi landsins sem við höfum staðið frammi fyrir. Að slík öryggismál eru ekki viðeigandi í NATÓ segir okkur hversu gagnslaust það samband er til að taka á þeim öryggismálum sem snúa að Íslandi.
Héðinn Björnsson, 4.4.2009 kl. 12:16
Þrýstingur okkar vegna á NATÓ vegna landhelgismála á sínum tíma var Íslendingum ekki til sóma. Ekki skal gera lítið úr mikilvægi málsins en við misnotuðum okkur aðstöðu okkar þá, enda litnir hornauga æ síðan, sértaklega af Bandaríkjamönnum. Ég heimsótti NATÓ fyrir nokkrum árum og fastafulltrúi Íslands (staðgengill hans) sagði að aldrei hefði almennilega gróið um vegna þessa.
Héðinn það er ekki rétt hjá þér. Það kom greinilega í ljós á blaðamannafundi eftir NATÓ fundinn að það voru einmitt þessar teikniáningar sem málið snérist um hjá Tyrkjum. Þrýstingur frá ESB snéri hinsvegar ofan af fyrir þeim. Ólíkt Íslendingum eru Tyrkir tilbúnir að ganga langt til að komast að í þeim ágæta klúbbi.
Gunnar Þórðarson, 4.4.2009 kl. 14:37
Bretar beittu herskipum á varðskip okkar sem þeir hefðu aldrei þorað gegn öðru herveldi í máli sem þessu. Það var ekkert óeðlilegt að Íslendingar kvörtuðu yfir því framferði Breta. Það þótti djarft og sýndi nýja hugsun að færa landhelgina út í 200 mílur á þessum tíma. Ný hugsun sem varð öðrum þjóðum til eftirbreytni.
Með hvaða hætti hefur það lýst sér "að aldrei hefði almennilega gróið um vegna þessa"?
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.