Íslamistar og Naívistar

Það er ljóst að Tyrkir eru að hegna Dönum fyrir Múhameðsteikningarnar.  Ég ætla rétt að vona að Íslendingar standi fast við hlið vina sinna í þessu máli.  Hjá NATÓ eru ákvarðanir venjulega teknar samhljóða og því geta Tyrkir stoppað Rasmussen í að verða næsti framkvæmdastjóri NATÓ.

Þetta mun hafa áhrif á óskir Tyrkja til að komast í ESB enda sýna þeir enn og aftur að þeir eiga ekki samleið með þróuðum lýðræðisþjóðum og virða grundvallar mannréttindi eins og ritfrelsi.

En bloggar vill aðeins minnast á annað í sambandi við NATÓ.  Á Alþingi kom fram hjá þingmönnum að Íslendingar ættu að notafæra sér ársfundinn til að ræða um aðgerðir Breta í IceSave máli og beitingu hryðjuverkalaga.  Ég vona að þeir verði ekki það heimskir að misnota NATÓ enn og aftur fyrir slík mál.  Virðingarleysi landans fyrir varnar og öryggismálum hefur áður komið okkur illa og nú þurfum við síst á því að halda að tapa þeirri litlu virðingu sem við kunnum að njóta meðal bandalagsþjóða samtakana.


mbl.is Ekki samstaða um framkvæmdastjóra NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þrýstingur í gegnum Nato virkaði ágætlega í sambandi við landhelgisdeiluna, en Icesave málið er annars eðlis sennilega. Það þarf a.m.k. að rannsaka það frekar sýnist mér, þó vissulega hafi það verið afar ósmekklegt af Bretum að setja á okkur þessi lög.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 05:50

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Tyrkir eru aðallega andsnúnir Fogh vegna stuðningi hans við kúrdíska sjónvarpsstöð sem staðsett er í Danmörku en sendir út um allt. Heitir ROJ að mig minnir.

Hvað varðar Bretana og notkun á hryðjuverkalögunum að þá voru þau raunverulega viðskiptastríðsyfirlýsing, sem var mjög nálægt því að stöðva vörufluttninga til landsins og því ein sú stærsta ógn við öryggi landsins sem við höfum staðið frammi fyrir. Að slík öryggismál eru ekki viðeigandi í NATÓ segir okkur hversu gagnslaust það samband er til að taka á þeim öryggismálum sem snúa að Íslandi.

Héðinn Björnsson, 4.4.2009 kl. 12:16

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Þrýstingur okkar vegna á NATÓ vegna landhelgismála á sínum tíma var Íslendingum ekki til sóma. Ekki skal gera lítið úr mikilvægi málsins en við misnotuðum okkur aðstöðu okkar þá, enda litnir hornauga æ síðan, sértaklega af Bandaríkjamönnum.  Ég heimsótti NATÓ fyrir nokkrum árum og fastafulltrúi Íslands (staðgengill hans) sagði að aldrei hefði almennilega gróið um vegna þessa.

Héðinn það er ekki rétt hjá þér.  Það kom greinilega í ljós á blaðamannafundi eftir NATÓ fundinn að það voru einmitt þessar teikniáningar sem málið snérist um hjá Tyrkjum.  Þrýstingur frá ESB snéri hinsvegar ofan af fyrir þeim.  Ólíkt Íslendingum eru Tyrkir tilbúnir að ganga langt til að komast að í þeim ágæta klúbbi.

Gunnar Þórðarson, 4.4.2009 kl. 14:37

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bretar beittu herskipum á varðskip okkar sem þeir hefðu aldrei þorað gegn öðru herveldi í máli sem þessu. Það var ekkert óeðlilegt að Íslendingar kvörtuðu yfir því framferði Breta.  Það þótti djarft og sýndi nýja hugsun að færa landhelgina út í 200 mílur á þessum tíma. Ný hugsun sem varð öðrum þjóðum til eftirbreytni.

Með hvaða hætti hefur það lýst sér "að aldrei hefði almennilega gróið um vegna þessa"?

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 285604

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband