2.3.2009 | 18:52
Seinni ferð um Uganda
Að öllu óbreyttu leggjum við í nýja ferð í fyrramálið til Lake Kyoga til að heimsækja stæðiskrifstofur og löndunarstaði í kringum vatnið. Ef allt gengur að óskum verðum við komnir til baka á laugardag. Félagi minn Alfred er að leita að nýjum bílstjóra þar sem ég neita að fara með þeim fyrri aftur. Það er lágmarkskrafa að maðurinn kunni að keyra en sá sem ók okkur í fyrri ferðinni kunni það alls ekki. Tók af stað í öðrum gír og var kominn í fimmta á þrjátíu. Hann kveikti ekki ljósin þegar dimmdi fyrr en ég skipaði honum að gera það. Hann notaði ekki vinnukonur nema samkvæmt skipun og vildi helst vera á 170 km hraða.
Nei lífið er of gott til að hætta því með kunnáttulitlum bílstjóra á miklu meiri hraða en hann ræður við.
Í þessari ferð munum við aka í gegnum stærsta þjóðgarð Uganda, Murchison Falls. þar eru miklir fossar þar sem Níl steypist niður í þrönga gilskorninga með miklum drunum og látum. Ef ég man rétt var það Samuel Kaker sem fyrstur uppgötvaði fossana árið 1866. Þjóðgarðurinn er frægur fyrir dýralíf en þar eru fílar, flóðhestar, ljón, apar, gíraffar o.s.f.
Reyndar er ég búinn að bóka lúxustjald í Murchison Falls, með svölum yfir Níl, fyrir Stínu þegar hún kemur í heimsókn seinna í mánuðinum. Meiningin er síðan að ganga upp með fossunum og horfa yfir herlegheitin uppi á toppnum. Vonandi rekumst við ekki á ljón á leiðinni en lítil hætta er á fílum í fjallgöngu. Flóðhestarnir eru víst hættulegastir en þeir eru varla heldur í fjallgöngu um hábjartan daginn.
En hér er lífið golf fyrir utan vinnu og yfirleitt rennir maður sér við í klúbbnum, Uganda Golf Club, á leið úr vinnu og fer hálfan hring eða slær nokkrar kúlur á æfingasvæðinu. Bjórinn er ódýr í klúbbnum og ekki spillir grillað spjót af svínakjöti með djúpsteiktum matar-bönunum. Yfir átjándu holunni er risastórt auglýsingaskilti frá Toyota og í hvert skipti þegar skiltið kemur í ljós, svona við sextándu holu, dettur manni Beggi Óla í hug og jafnframt þyrstir mann í einn Tusker (góður Úganda bjór.
Sem sagt bankakreppan utan seilingar og áhyggjur víðs fjarri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 285618
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.