Kafli 2 - Sikiley og Grikkland

messina.jpgNś lį leišin til Sikileyjar og viti menn aš fljótlega eftir komu okkar til eyjarinnar fréttum viš af hópi Ķslendinga į vegum Śtsżnar.  Viš įkvįšum aš kķkja ķ heimsókn og var okkur tekiš vel, en nokkrir gamlir Ķsfiršingar voru ķ žessum hópi.  Farastjórinn frétti af žessum vķkingum og kallaša okkur į sinn fund.  Žaš var sjómannadagur framundan og spurningin hvort viš gętum séš um dagskrį fyrir landkrabbana.  Hann bauš okkur ķ stašin aš fara į landsleik milli Ķslands og Möltu ķ fótbolta sem yrši daginn eftir ķ Palermo. 

Viš slógum til en sjómannadagurinn var eftir tvo daga sem gęfi okkur hęfilegan tķma til aš undirbśa, en hluti įhafnarinnar hafši reynslu af slķku frį feršum Bonnżar viš sólarströndum Spįnar.  Fótboltaleikurinn var mikil vonbrigši.  Ķslenska lišiš lék illa og tapaši fyrir Möltu, į velli sem var nįnast ķ einhverjum bakgarši ķ Palermo.  Maltverskir įhorfendur voru sérlega ruddalegir og žess sérstaklega getiš ķ hérašsblöšunum daginn eftir.  Viš vorum hįlf beygšir eftir upplifunina en framundan var įbyrgšarmikiš hlutverk og undirbśningur žegar hafin.  Hįtķšarhöldin yršu haldin viš sundlaug hótelsins sem Ķslendingarnir gistu į.  Viš įkvįšum aš hafa stakkasund, froskalappahlaup, fótboltamót og ręšu fjallkonunnar įsamt įvarpi skipstjórans.  Viš skrifušum leikrit og ęfšum fyrir sjómannadaginn en skipstjórinn skyldi halda tölu sjómanna.

Hįtķšin sló eftirminnilega ķ gegn og var įhöfnin hyllt sem hetjur į eftir.  Heilmikil veisla tók viš og skemmtu menn sér vel, en sumir uršu aš ganga hęgt um glešinnar dyr žar sem feršinni yrši haldiš įfram daginn eftir.

corenthus.pngViš kvöddum skemmtilegan hóp og lögšum af staš sušur Messina sund milli Ķtalķu og Sikileyjar og sķšan stefn sušur fyrir odda Ķtalķu.  Sķšan var kśrsinn tekin į Corinthian skuršinn ķ Grikklandi sem er um į fimmta hundraš mķlna sigling.  Viš sįum Ķtalķu hverfa ķ morgunrošann daginn eftir og framundan var Ionian hafiš.  Įhöfnin var upp į sitt besta viš morgunveršarboršiš og margs aš minnast frį Sikiley.  En allt ķ einu hrundi tilveran.  Tóbakiš var į žrotum en reykingarmennirnir höfšu gleymd aš kaupa sķgarettur.  Sjįlfur var ég į góšri leiš aš įnetjast nikótķninu eftir aš vera hęttur aš reykja ķ fjögur įr.  Einn smókur hér og annar žar og var jafnvel farinn aš reykja heilu sķgaretturnar.  En einhvern veginn var ég ekki oršinn fķkill og gat žvķ lifaš įn tóbaks.  En žvķ var ekki aš heilsa meš restina af įhöfninni og mįtti sjį skelfingarsvipinn į žeim og hęgt aš ķmynda sér hvaš vęri framundan.

En skipstjórinn réši för og ekki yrši snśiš viš til aš kaupa tóbak.  Sjįlfum leiš mér įgętlega yfir žessu og įkvaš aš ég skyldi bara hętta žessu fikti og hętta alveg öllum reykingum.  Sólarhring seinna var tóbakiš bśiš og menn byrjašir aš leita aš stubbum śt um allt.  Žaš žyngdist brśnin į sumum og žegar grillti Kefallonia eyju vildu menn aš leitaš yrši aš höfn til aš kaupa tóbak.  En skipstjóranum leiš vel og framundan voru įstarfundir meš konunni ķ Aženu og žvķ neitaši hann stašfastlega aš stoppa į einhverri eyju til aš lįta undan einhverri nikótķnžörf.

Enn žyngdist brśnin į įhöfninni og žrįtt fyrir góšan byr var einhver fjandans hundur ķ mönnum.  Žaš var komin stķf vestan įtt og viš sigldum beggja skauta byr inn Choridnos fjöršinn žannig aš sauš į sśšum.  Ekkert er skemmtilegra en sigla svona og Bonny var komin į tķu mķlna ferš.  Samt var žetta röfl i mannskapnum og einn eftirmišdag var nįnast gerš uppreisn og menn neitušu aš ganga til verka.  Skipstjórinn algerlega einangrašur ķ afstöšu sinni og sį sķna sęng śtbeidda aš eitthvaš yrši aš ašhafast.  Hann sat viš stżriš og vindinn hafši heldur hęgt en góšur gangur į bįtum, kvöldsólin merlaši ķ haffletinum og fljótlega fór aš skyggja.  Žaš voru ljót hljóš sem komu śr lśkarnum og aldrei aš vita hverju menn gętu tekiš upp į.  Einhvern tķmann yrši skipstjórinn aš sofa og žį var vošinn vķs.

Ég snéri stefnu bįtsins rólega į bak og stefndi į staš sem virtist vera veitingastašur eša bar.  Engin höfn var į slóšum svo önnur rįš žurftu ķ stöšunni.  Ég feldi seglin um hundraš metra frį landi og lét akkeriš falla.  Ekki var męlt orš į mešan į žessu stóš en uppreisnarseggirnir komu nś upp til aš athuga hvaš Mr. Bligth vęri aš bauka.  Žeir sįu į eftir honum į nęrbuxunum meš plastpoka milli tannanna žar sem hann skutlapireus_802911.pngši sér ķ sjóinn og tók aš synda ķ land.  Žegar žangaš kom snaraši ég mér inn į barinn og baš um tvo sķgarettu pakka.  Tegundin skipti engu mįli, bara aš žęr innihéldu héldu nikótķn.  Sķšan synti ég um borš meš fenginn milli tannanna og įn žess aš segja orš fleygši ég pökkunum nišur ķ kįetuna.  Žaš heyršist braka ķ sellófóni og hviss ķ eldfęrum og fljótlega lišašist blįr reykur upp um lśguna og skyndilega heyršist kallaš meš glašvęrum rómi ,,hę Gunnsi, er ekki allt ķ góšu lagi"

Menn brostu śt aš eyrum žaš sem eftir var siglingarinnar inn fjöršinn, sem er rśmlega 150 mķlna langur, og einn morgun nįlgušumst viš innsiglinguna ķ Corinthos skuršinn.  Skuršurinn er grafinn ķ höndum fyrir langa löngu og er grķšarlegt mannvirki.  Viš žurftum aš koma viš į hafnskrifstofunni til aš greiša gjald fyrir feršina og sķšan fórum viš ķ gegnum hliš įšur en skuršurinn sjįlfur tók viš sem er rśmlega fimm mķlna langur.  Žaš var seinnipart dags žegar viš komum śt austan megin viš skuršinn śt ķ Eyjahafiš og stefnan žį sett į Piraeus sem er hafnarborg Aženu.   Žaš var mikil tilhlökkun hjį okkur Sverri aš hitta eiginkonurnar og ašrir voru hinir įnęgšustu og lišašist reykurinn śt į milli hlįtraskalla viš brandara stżrimannsins.

(framhald)


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Okt. 2018
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nżjustu myndir

 • 20161205- DSC2854
 • IMG_8134
 • DSCN0163
 • Flakagæði
 • DSCN0163

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (17.10.): 2
 • Sl. sólarhring: 2
 • Sl. viku: 26
 • Frį upphafi: 268324

Annaš

 • Innlit ķ dag: 2
 • Innlit sl. viku: 16
 • Gestir ķ dag: 2
 • IP-tölur ķ dag: 2

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband