Geir Haarde og BBC

Langt viðtal við Geir Haarde hefur gengið á fréttavef BBC í allan dag um fjármálakreppuna.  Það er ekki annað hægt en vera ánægður með viðtalið og Geir er algerlega frábær talsmaður Íslands.  Bæði er enskan hjá honum óaðfinnanleg og ekki síður rakasemdafærsla og útskýringar.  Kurteis og vandaður og að öllu leiti fullkominn talsmaður Íslands.  Ekkert af þessu kemur á óvart þar sem honum er þetta lagið og þekking á hagfræði ekki dregin í efa. 

Það sem kom á óvart í viðtalinu var hversu auðmjúkur hann var og viðurkenndi mistök ríkistjórna undanfarin ár.  Að þeir, sjálfstæðismenn, hefðu leyft bankakerfinu að vaxa landsmönnum yfir höfuð og skort á eftirlitsstofnunum sem hefðu átt að taka á vandanaum.

Hvers vegna hefur Geir ekki sagt þetta við íslenska fjölmiðla?  Það er nákvæmlega það sem þurfti að gera.  Sjálfstæðismenn verða að viðurkenna mistök sín til að ná einhverri sátt við þjóðina og verða treyst til að stjórna málefnum hennar í framtíðinni.  Ef Geir hefði átt svona viðtöl við fölmiðla heima á Íslandi undanfarna mánuði væri staðan önnur í pólitíkinni en raun ber vitni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 285834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband