Það er engin önnur leið fær

Íslendingar eiga engan annan raunhæfan möguleika en sækja um í ESB og seinna inngöngu í evrusamstarfið.  Nauðsynlegt er að nota þann meðbyr meðan stækkunarstjóri Sambandsins, Íslandsvinurinn og Finninn Olli Rhen, er við stjórnvölin.  Svíar eru að taka við formennsku í ESB sem eru okkur hagstætt, en erfiðara verður að eiga við Belga sem eru næstir í röðinni.

Það eru þrjár leiðir til fyrir Íslendinga í gjaldmiðlamálum.  Nota krónuna, sem er blindgata þar sem engin mun hafa traust á henni.  Einhliða upptaka gjaldmiðils sem er villuljós.  Engin möguleiki er að taka þá áhættu sem því fylgir þar sem þjóðin væri berskjölduð fyrir efnahagslegum þrengingum og enga peningamálastjórn.  Upptaka evru eftir inngöngu í ESB.  Sem er eina raunverulega leiðin ef Íslendingar vilja halda uppi öflugum utanríkisviðskiptum.

Sjálfstæðismenn sem berjast gegn þessu hafa ekki bent á neina aðra raunhæfa leið en virðast hafa inngöngu nánast eins og um trúaratriði væri að ræða.  Klisjan um að Íslendingar verði að afsala sér umráðaréttinum yfir auðlindum okkar stenst ekki skoðun.  Einhverra hluta vegna fást Sjálfstæðismenn ekki til að ræða þau mál efnislega og málefnalega.  Nota nánast samskonar frasa og andstæðingar kvótans hafa gert í gegnum tíðina.

Nú blasir alvaran við Íslendingum.  Þeir verða að varpa frá sér mikilmennskunni sem komið hefur þjóðinni í þau vandræði sem hún er í.  Takast á við málin af auðmýkt og taka ákvörðun sem bætir lífsgæði þjóðarinnar, en hugnast ekki bara þröngum hagsmunum minnihlutahópa 


mbl.is Fengjum forgang inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandið þykist ætla að hjálpa okkur í efnahagsmálum en er síðan ekki að hjálpa sínum eigin aðildarríkjum.

The Economist skrifaði á dögunum að ef Ísland sækti um inngöngu í Evrópusambandið eins og staðan í efnahagsmálum okkar er í dag yrði vaðið yfir okkur. Sambandið myndi einfaldlega hagnýta sér veika stöðu okkar út í ystu æsar.

Í frétt Vísir.is um ummæli Olli Rehn er haft eftir honum að innganga Íslands yrði hvalreki fyrir Evrópusambandið. Og þar liggur hundurinn grafinn, við eigum miklar auðlindir sem sambandið vanhagar sárlega um. Evrópusambandið er engin góðgerðastofnun.

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 09:04

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sjálfstæðið er ekki til sölu!

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 09:04

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Í fyrsta lagi er umræðan um að ESB löndin séu áköf í að fá Íslendinga inn stórlega ýkt.  Ég held að fólk verði að koma út úr kassanum og sjá málin í réttu ljósi.  ESB er ekki eins slæmt og margir vilja láta og engin dæmi þess að Sambandið gangi gegn grundvallarhagsmunum aðildarríkja.  ESB er byggt á samstarfi en ekki kúgun.

Hvað er fólk að meina þegar það segir að ESB sé ásælast auðlindir okkar.  Við höfum undirgengist allar tilskipanir hvað varðar auðlindir, fyrir utan sjávárútveg og landbúnað, og ekkert mun breytast við inngöngu.  Allt bendir til að hægt sé að ná ásættanlegum samningum um sjávarútveginn og bendi ég á grein mína hér framar, sem einnig var birt á Evrópuvef Sjálfstæðismanna.  

Það hættulegasta í heimsbúskapnum í dag, hvað kreppuna varðar, er einmitt einangrunarhyggja stjórnvalda.  Þegar ber á þessu t.d. í BNA sem skilyrða björgunarpakka sinn við að kaupa og nota Ameríska framleiðslur.  Það var megin ástæðan fyrir því hvað kreppan á þriðja og fjórða áratugnum varð djúp og alvarleg.

Íslendingar eiga alls ekki að einangra sig heldur þvert á móti að dýpka alþjóðlega samvinnu.

Gunnar Þórðarson, 31.1.2009 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 283915

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband