30.1.2009 | 07:17
Það er engin önnur leið fær
Íslendingar eiga engan annan raunhæfan möguleika en sækja um í ESB og seinna inngöngu í evrusamstarfið. Nauðsynlegt er að nota þann meðbyr meðan stækkunarstjóri Sambandsins, Íslandsvinurinn og Finninn Olli Rhen, er við stjórnvölin. Svíar eru að taka við formennsku í ESB sem eru okkur hagstætt, en erfiðara verður að eiga við Belga sem eru næstir í röðinni.
Það eru þrjár leiðir til fyrir Íslendinga í gjaldmiðlamálum. Nota krónuna, sem er blindgata þar sem engin mun hafa traust á henni. Einhliða upptaka gjaldmiðils sem er villuljós. Engin möguleiki er að taka þá áhættu sem því fylgir þar sem þjóðin væri berskjölduð fyrir efnahagslegum þrengingum og enga peningamálastjórn. Upptaka evru eftir inngöngu í ESB. Sem er eina raunverulega leiðin ef Íslendingar vilja halda uppi öflugum utanríkisviðskiptum.
Sjálfstæðismenn sem berjast gegn þessu hafa ekki bent á neina aðra raunhæfa leið en virðast hafa inngöngu nánast eins og um trúaratriði væri að ræða. Klisjan um að Íslendingar verði að afsala sér umráðaréttinum yfir auðlindum okkar stenst ekki skoðun. Einhverra hluta vegna fást Sjálfstæðismenn ekki til að ræða þau mál efnislega og málefnalega. Nota nánast samskonar frasa og andstæðingar kvótans hafa gert í gegnum tíðina.
Nú blasir alvaran við Íslendingum. Þeir verða að varpa frá sér mikilmennskunni sem komið hefur þjóðinni í þau vandræði sem hún er í. Takast á við málin af auðmýkt og taka ákvörðun sem bætir lífsgæði þjóðarinnar, en hugnast ekki bara þröngum hagsmunum minnihlutahópa
Fengjum forgang inn í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 285833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Evrópusambandið þykist ætla að hjálpa okkur í efnahagsmálum en er síðan ekki að hjálpa sínum eigin aðildarríkjum.
The Economist skrifaði á dögunum að ef Ísland sækti um inngöngu í Evrópusambandið eins og staðan í efnahagsmálum okkar er í dag yrði vaðið yfir okkur. Sambandið myndi einfaldlega hagnýta sér veika stöðu okkar út í ystu æsar.
Í frétt Vísir.is um ummæli Olli Rehn er haft eftir honum að innganga Íslands yrði hvalreki fyrir Evrópusambandið. Og þar liggur hundurinn grafinn, við eigum miklar auðlindir sem sambandið vanhagar sárlega um. Evrópusambandið er engin góðgerðastofnun.
Hjörtur J. Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 09:04
Sjálfstæðið er ekki til sölu!
Hjörtur J. Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 09:04
Í fyrsta lagi er umræðan um að ESB löndin séu áköf í að fá Íslendinga inn stórlega ýkt. Ég held að fólk verði að koma út úr kassanum og sjá málin í réttu ljósi. ESB er ekki eins slæmt og margir vilja láta og engin dæmi þess að Sambandið gangi gegn grundvallarhagsmunum aðildarríkja. ESB er byggt á samstarfi en ekki kúgun.
Hvað er fólk að meina þegar það segir að ESB sé ásælast auðlindir okkar. Við höfum undirgengist allar tilskipanir hvað varðar auðlindir, fyrir utan sjávárútveg og landbúnað, og ekkert mun breytast við inngöngu. Allt bendir til að hægt sé að ná ásættanlegum samningum um sjávarútveginn og bendi ég á grein mína hér framar, sem einnig var birt á Evrópuvef Sjálfstæðismanna.
Það hættulegasta í heimsbúskapnum í dag, hvað kreppuna varðar, er einmitt einangrunarhyggja stjórnvalda. Þegar ber á þessu t.d. í BNA sem skilyrða björgunarpakka sinn við að kaupa og nota Ameríska framleiðslur. Það var megin ástæðan fyrir því hvað kreppan á þriðja og fjórða áratugnum varð djúp og alvarleg.
Íslendingar eiga alls ekki að einangra sig heldur þvert á móti að dýpka alþjóðlega samvinnu.
Gunnar Þórðarson, 31.1.2009 kl. 06:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.