29.1.2009 | 08:48
Verðum að standa við skuldbindingar okkar
Íslendingar verða að standa við skuldbindingar sínar hvað varðar IceSave reikningna.
Í fyrsta lagi eru við skuldbundin í gegnum EES samninginn, að ekki megi mismuna borgurum eftir þjóðerni. Með því að ábyrgjast innistæður Íslendinga í gömlu bönkunum, erum við skuldbundin til að gera slíkt hið sama gagnvart öðrum borgurum EES samningsvæðisins. Þetta er ein af grunnstoðum ESB og hluti af fjórfrelsisreglunni.
Í öðru lagi erum við margbúin að undirgangast þetta og með ólíkindum að þjóð sem vill láta taka sig alvarlega í alþjóðasamfélaginu segi bara ,,við erum hætt við"
Íslendingar eru mjög háðir utanríkisviðskiptum. Við megum alls ekki við því að einangrast út i miðju Atlantshafi. Einu möguleikar okkar til að fá vind í seglin og stýra okkur út úr ógöngunum með endurreyastu trausti meðal samfélaga þjóðanna. Ekki að rústa því með því að gerast óreiðumenn.
Það er ekki að ástæðulausu sem engin stóð með okkur í IceSave málinu. Ekki einu sinni frændur okkar á norðurlöndunum. Það segir okkur hve slæmur málstaður okkar er, enn ekki að allar þjóðir Evrópu séu illmenni.
Í framhaldi verður þjóðin að leita nauðasamninga, en við getum alls ekki greitt erlendar skuldir okkar. Það er hinsvegar heiðarleg leið út út ógöngunum. Ekki vegur þorparans sem afneitar gildum sínum og virðingu fyrir réttu og röngu
Opnast Icesave-málið að nýju? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skuldbindingar hverra? ÉG samþykkti aldrei þennan EES samning. ÉG samþykkti aldrei að gangast í ábyrgð vegna peningabrasks óviðkomandi fólks. ÉG samþykkti aldrei að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsókn eða Samfylkingunni umboð til að taka fjárhagslegar ákvarðanir fyrir mína hönd. Ég hef engar skuldbindingar að standa við gagnvart útlendingum.
Það er engin heiðarleg leið út úr þeirri aðstöðu að geta ekki greitt skuldir sínar. Annaðhvort er hægt að semja um þær og standa við samninginn eða þá að maður stendur ekki við sitt. Það er hinsvegar ekkert óheiðarlegt við að neita að borga skuldir annarra.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 09:26
Já EES samningurinn var samþykktur á alþingi Íslendinga. Það voru reyndar Sjálfstæðismenn og Kratar sem greiddu atkvæði með honum en Framsókn og Kommar á móti. Við búum við fulltrúalýðræði en ekki að hver einstaklingur ákveði lög og reglur fyrir sjálfan sig.
Þegar Íslensk stjórnvöld ábyrgðust innistæður Íslendinga í gömlu bönkunum voru þeir um leið að ábyrgjast inneignir annarra þjóða innan EES.
Ég get með góðri samvisku sagt að ég hafi ekki tekið þátt í þessu partí. Ek um á 9 ára gömlum bíl og skulda um 6 milljónir í húseign minni á Ísafirði. Ég hafði alla burði til að leyfa mér meira, en gerði það ekki. En sem Íslendingur verð ég að fá timburmenn eftir þetta partí sem ég tók lítinn þátt í. Ég er alveg sáttur við það en er stjórnmálamönnum reiður fyrir fyrirhyggjuleysi og sofandahátt. Ég nenni ekki að pirra mig á útrásavíkingum en geri ráð fyrir að þeir fá sín málagjöld. Margir eru ærulausir og aðrir blankir. Ég vil hinsvegar geta búið vel á Íslandi í framtíðinni og til þess þarf þjóðin að njóta traust og byggja upp efnahag sinn.
Gunnar Þórðarson, 31.1.2009 kl. 06:48
Þegar ríkisstjórn er kosin á upplognum forsendum, þá eru kjósendur ekki ábyrgir. Samningar falla sjálfkrafa úr gildi ef samningaðilar leyna upplýsingum eða ljúga.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.