Verðum að standa við skuldbindingar okkar

Íslendingar verða að standa við skuldbindingar sínar hvað varðar IceSave reikningna. 

Í fyrsta lagi eru við skuldbundin í gegnum EES samninginn, að ekki megi mismuna borgurum eftir þjóðerni.  Með því að ábyrgjast innistæður Íslendinga í gömlu bönkunum, erum við skuldbundin til að gera slíkt hið sama gagnvart öðrum borgurum EES samningsvæðisins.  Þetta er ein af grunnstoðum ESB og hluti af fjórfrelsisreglunni.

Í öðru lagi erum við margbúin að undirgangast þetta og með ólíkindum að þjóð sem vill láta taka sig alvarlega í alþjóðasamfélaginu segi bara ,,við erum hætt við"

Íslendingar eru mjög háðir utanríkisviðskiptum.  Við megum alls ekki við því að einangrast út i miðju Atlantshafi.  Einu möguleikar okkar til að fá vind í seglin og stýra okkur út úr ógöngunum  með endurreyastu trausti meðal samfélaga þjóðanna.  Ekki að rústa því með því að gerast óreiðumenn.

Það er ekki að ástæðulausu sem engin stóð með okkur í IceSave málinu.  Ekki einu sinni frændur okkar á norðurlöndunum.  Það segir okkur hve slæmur málstaður okkar er, enn ekki að allar þjóðir Evrópu séu illmenni.

Í framhaldi verður þjóðin að leita nauðasamninga, en við getum alls ekki greitt erlendar skuldir okkar.  Það er hinsvegar heiðarleg leið út út ógöngunum.  Ekki vegur þorparans sem afneitar gildum sínum og virðingu fyrir réttu og röngu


mbl.is Opnast Icesave-málið að nýju?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skuldbindingar hverra? ÉG samþykkti aldrei þennan EES samning. ÉG samþykkti aldrei að gangast í ábyrgð vegna peningabrasks óviðkomandi fólks. ÉG samþykkti aldrei að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsókn eða Samfylkingunni umboð til að taka fjárhagslegar ákvarðanir fyrir mína hönd. Ég hef engar skuldbindingar að standa við gagnvart útlendingum.

Það er engin heiðarleg leið út úr þeirri aðstöðu að geta ekki greitt skuldir sínar. Annaðhvort er hægt að semja um þær og standa við samninginn eða þá að maður stendur ekki við sitt. Það er hinsvegar ekkert óheiðarlegt við að neita að borga skuldir annarra. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Já EES samningurinn var samþykktur á alþingi Íslendinga.  Það voru reyndar Sjálfstæðismenn og Kratar sem greiddu atkvæði með honum en Framsókn og Kommar á móti.  Við búum við fulltrúalýðræði en ekki að hver einstaklingur ákveði lög og reglur fyrir sjálfan sig.

Þegar Íslensk stjórnvöld ábyrgðust innistæður Íslendinga í gömlu bönkunum voru þeir um leið að ábyrgjast inneignir annarra þjóða innan EES.  

Ég get með góðri samvisku sagt að ég hafi ekki tekið þátt í þessu partí.  Ek um á 9 ára gömlum bíl og skulda um 6 milljónir í húseign minni á Ísafirði.  Ég hafði alla burði til að leyfa mér meira, en gerði það ekki.  En sem Íslendingur verð ég að fá timburmenn eftir þetta partí sem ég tók lítinn þátt í.  Ég er alveg sáttur við það en er stjórnmálamönnum reiður fyrir fyrirhyggjuleysi og sofandahátt.  Ég nenni ekki að pirra mig á útrásavíkingum en geri ráð fyrir að þeir fá sín málagjöld.  Margir eru ærulausir og aðrir blankir.  Ég vil hinsvegar geta búið vel á Íslandi í framtíðinni og til þess þarf þjóðin að njóta traust og byggja upp efnahag sinn.

Gunnar Þórðarson, 31.1.2009 kl. 06:48

3 identicon

Þegar ríkisstjórn er kosin á upplognum forsendum, þá eru kjósendur ekki ábyrgir. Samningar falla sjálfkrafa úr gildi ef samningaðilar leyna upplýsingum eða ljúga.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband