27.1.2009 | 18:15
Sjálfstæðisflokkur í kreppu
Stefna Sjálfstæðiflokksins hefur ekki beðið skipbrot. Stefna sem byggir á einkaframtaki og frelsi en leggur þó áherslu á ,,stétt með stétt" og viðurkennir þannig að öll stöndum við saman að samfélaginu. Ísland verður ekki reist úr rústunum nema á stoðum þessarar stefnu. Kapítalisminn er ekki dauður og sá drifkraftur sem hann leysir úr læðingi er Íslendingum lífsnauðsynlegur núna.
Kapítalismi og einstaklingsfrelsi er ekki fullkomið, frekar en önnur mannanna verk. Kannski sem betur fer þar sem fullkomni heimur, án mistaka, er ekki eftirsóknarverður. Kreppur eru reyndar nauðsynlegar til að jafna jarðvegin og hleypa nýjum aðilum að. Annars byggju menn við ofurfursta sem í gegnum aldirnar hefðu safnað upp auði sem enginn gæti keppt við. Ein af megin stoðum frjálshyggjunnar er einmitt réttlæti, að allir hafi sama rétt til þroska sig og ná árangri. Hvort sem hann er svartur eða hvítur, karl eða kona. Í kreppum felast ný tækifæri og nýir menn komast að.
Það verður þó að viðurkennast að öllu má ofgera, eins og raunin er á Íslandi í dag þar sem kreppan hefur sett þjóðina á hliðina. En það er ekki hugmyndafræðinni að kenna, heldur slökum stjórnmálamönnum, sem ekki sáu við einstaklingum sem misstu stjórn á sjálfum sér í græðgi og gassagang. Því miður verður ekki hjá því komist að viðurkenna það voru einmitt Sjálfstæðismenn sem sváfu á þeirri vakt. Málið er sérstaklega slæmt þar sem öruggt má telja að bankakerfi landsins hefði hrunið, burtséð frá erlendri bankakreppu. Íslendingar flugu fram hjá síðasta flugvellinum um mitt ár 2006, og treystu á að eldsneytið dygði endalaust. Sá flugvöllur var síðasta vonin fyrir mjúka lendingu hagkerfisins, en eftir það beið bara nauðlending. Það má því segja að Sjálfstæðismenn hafi boðið Samfylkingunni með í vonlausan flugtúr sem ekki gat endað nema illa.
Ekki er gengist við feigðarflaninu og blórabögglar úti í heimi fundnir, t.d. húsnæðislán í BNA. Þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir og neitun allra seðlabanka heimsins um lán vegna þess að bankakerfið myndi kolsigla íslensku hagkerfi, var ekkert aðhafst og reyndar þjóðinni miskunnarlaust sagt ósatt um ástand og horfur. Seðlabankinn mokaði út hávaxtabréfum (jöklabréfum) til að halda uppi röngu gengi og halda uppi kaupmætti þjóðarinnar sem engar stoðir voru fyrir. Þeir sem voguðu sér að benda á flanið fengu bara skömm í hattinn og var bent á að fara í endurmenntun í hagfræði.
En það tekur steininn úr þegar kenna á Samfylkingunni algerlega um stjórnarslitinn með sömu afneitunni og áður. Það er alveg rétt að Samfylkingarmenn hafa verið eins og hauslausar hænur hlaupandi um allt. En þar liggur mikil ábyrgð hjá Sjálfstæðismönnum. Skortur á auðmýkt og viðurkenning á mistökunum hefur ekki legið fyrir. Engin framtíðarsýn og stefnumótun um hvernig eigi á ná henni. Hafi Samfylkingarmenn verið álíka vel upplýstir og fulltrúar og trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins er ekki að furða sig á viðbrögðunum.
Það hefur algerlega skort leiðtogahlutverk Sjálfstæðismanna. Að stappa stál í þjóðina og sannfæra hana um að erfið vandamál þjóðarinnar framundan verði leyst er allt sem þurfti. Þar með taldir þingmenn Samfylkingarinnar sem ekki vissu sitt rjúkandi ráð, undir orrahríð mótmælenda og forystulausir.
Það er hörmulegt til þess að hugsa að þjóðin skuli fá yfir sig vinstri stjórn vegna aðgerðar- og getuleysi Sjálfstæðismanna. Málið er að margir Sjálfstæðismenn eru miklu reiðari forystu sinni heldur en Samfylkingunni í dag. Viðbrögð Samfylkingarmanna eru að mörgu leyti skiljanleg miðað við þær aðstæður sem hafa ríkt. Það síðasta sem þjóðin þarf í dag er sósíalismi. Íhald og kratar byggja að miklu leyti á svipaðri hugmyndafræði. Hugmyndafræði sem nauðsynleg er til að byggja upp nýtt Ísland. Það skortir ekkert á megin stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir nýtt Ísland.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.