Back to Afrika

það er komið að því að haska sér til Afríku.  Fríið á Íslandi hefur verið aldeilis frábært með fjölskyldu og vinum yfir jól og áramót.  Það er alltaf jafn ánægjulegt að uppgötva að vinirnir hafa ekki gleymt manni og fyrirgefa útrásina.

Við brottför nú er bloggari fullur af áhyggjum af landi og þjóð.  Það versta er eftir og útlitið ekki gott.  Það er óskiljanlegt að forsætisráðherra skuli ekki skilja sinn vitjunartíma og stíga til hliðar.  Þjóðin er að fara á límingunum og hann skilur ekki hvers vegna.  Málið er einfalt að einhver verður að bera ábyrgð á því sem gerst hefur.  Allt bendir á Geir Haarde í því sambandi sem kennir yrtri aðstæðum um.  Flestum er það hinsvegar ljóst að Íslandi hefði hrunið óháð þeim ósköpum sem ganga á erlendis.  Íslendingar flugu fram hjá síðasta flugvellinum, þar sem hægt var að lenda mjúkri lendingu, árið 2006.  Eftir þann tíma var bara spurning hvenær eldsneytið þryti og lendingu með braki og brestum.  Þátt fyrir endalausar aðvaranir erlendra sérfræðinga og neitun seðlabanka um aðstoð var ekkert gert í málunum.  Þjóðin var hvött til að fá sér eitt kampavínglas í viðbót og hún fullvissuð um að kraftaverk væri í aðsigi.

Bloggari vonar að ástandið verði betra í júlí þegar hann snýr aftur til Íslands.  Það sem þarf nú fyrst og fremst er að skipta um forystu, ekki stjórnmálaflokka, og hreinsa til í kerfinu.  Auka traust Íslendinga og ekki síður erlendis.  Viðurkenna þá stöðu sem þjóðin er í og hefja uppbyggingu.  Íslendingar munu ekki ráða við það einir og sér.  Umsókn í ESB væri mikil hjálparhella í þessari stöðu og gæti stutt við laskaða krónu þar til hægt er að skríða í skjól með evru.  Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er villuljós i myrkri.

span.jajahWrapper { font-size:1em; color:#B11196; text-decoration:underline; } a.jajahLink { color:#000000; text-decoration:none; } span.jajahInLink:hover { background-color:#B11196; }


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 284040

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband