Röng ákvörðun

Því míður er þetta röng ákvörðun og um dýrasta lánið að ræða sem ríkið tekur vegna kreppunar.  Ég væri ekki hissa á að raunvextir gætu verið svona 50 - 60%.  Þá miða ég við að ráðgjöf Hafró sé rétt (ég hef ekkert annað að miða við) og ef kúrfunni er fylgt um hvað við getum veitt í dag miðað við seinna þá erum við að tala um gríðarlega vexti.  Á sama tíma eru markaðir okkar hrundir með gríðarlegu verðfalli og birgðarsöfnun.  Þetta er vond ákvörðun og sýnir bara að stjórnmálamenn hafa ekki hugmynd um hvað skuli taka til bragðs.  


mbl.is Ákvörðun um aukningu vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Átt þú einhverja glerkúlu og töfrahatt?

Sigurður Þórðarson, 16.1.2009 kl. 15:45

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Nei og þess vegna treysti ég á Hafró til að áætla stofnstærðir á Íslandsmiðum.span.jajahWrapper { font-size:1em; color:#B11196; text-decoration:underline; } a.jajahLink { color:#000000; text-decoration:none; } span.jajahInLink:hover { background-color:#B11196; }

Gunnar Þórðarson, 17.1.2009 kl. 10:00

3 Smámynd: Hörður Ingólfsson

Umdeilanleg ákvörðun Einars mun reyna á skynsemi veiðiréttarhafana sjálfra, og hvort þeir hafi getu og vit til að ákveða sjálfir að geyma þessi 30 þús tonn óveidd. Sölutregðan og fullar frystigeymslur geta einnig þvingað útveginn til að stoppa. Það væri í stíl við önnur öfugmæli okkar tíma að loksins þegar nægur kvóti leyfir auknar veiðar verði dregið úr þorskveiðum af markaðsástæðum og fjárskorti.

Önnur og stærri saga er hvort þessi 30 þús tonn verði samstundis veðsett fyrir nýjum lánum, til þess að greiða af óbærilegum lánum, á meðan kvótaverðið leitar jafnvægis og hríðfellur.

Hvað þarf kvótaverðið annars að falla mikið til þess að nýliðun verði raunhæf á ný?

Hörður Ingólfsson, 20.1.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 285834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband