18.12.2008 | 16:22
Þungu en skemmtilegu fargi af létt
Það var notalegt að ýta á entertakkann áðan þegar ég sendi meistararitgerðina á Bifröst. Það er rúmt ár síðan vinnan hófst og því lauk i dag. Þungu en skemmtilegu fargi af mér létt. Nánast allar helgar og flest kvöld í heilt ár hafa farið í herlegheitin. Viðfangsefnið er Value Chain of Yellow-fin Tuna in Sri Lanka. Ég dvaldi þar í landi í rúmt ár og fékk tækifæri til að vinna að ritgerðinni utan vinnutíma. En það var gott að vinna þetta á Sri Lanka og landsmenn ótrúlega hjálplegir og samvinnuþýðir.
Verkið snýst um hugðarefni mitt sem er sjávarútvegur. Hinsvegar snýst verkið að litlu leiti um umdeildar skoðanir um fiskveiðakerfi þó á það sé drepið, en langt frá því að það sé aðalatriðið. Þetta snýst meira um alþjóðavæðingu, hvernig heimsmarkaður brýtur sér leið inn á heimamarkað og hvernig heimamenn geta tekið þátt í spennandi hlutum. Aukið arðsemi og framleiðni í þessari atvinnugrein.
En það þarf að leita að nýjum verkefnum í þeirri útlegð sem ég hef verið. Henni líkur reyndar í Júli á næsta ári þegar samningur minn við ÞSSÍ rennur út. Hann verður ekki endurnýjaður, það er mín ákvörðun og nú er bara að bretta upp ermarnar og ráðast í að byggja upp Ísland. Ekki að ég ætli að bjarga neinu en ég vil taka þátt í því.
Á laugardaginn hitti ég vinarhópinn í jólagufu í Bolungarvík. Það verður heldur en ekki gaman. Takast á um pólitík og ræða landsins gagn og nauðsynjar.
En fyrir utan vinnu og ritgerð hefur golfið fangað hug minn. Ekki ætla ég að fara mörgum orðum um árangurinn en ánægjan er fölskvalaus. En vonandi verður snjór heima þannig að hægt verði að skjótast á skíði.
Ég er sem sagt á heimleið í FRÍÍÍÍ
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með ritgerðina og vertu velkominn heim, þó að snjórinn sé á undanhaldi því miður.
Kv.
Gaui.Þ
Guðjón Már Þorsteinsson, 22.12.2008 kl. 13:52
Til hamingju með áfangan.
Valdimar Birgisson, 27.12.2008 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.