Þungu en skemmtilegu fargi af létt

Það var notalegt að ýta á entertakkann áðan þegar ég sendi meistararitgerðina á Bifröst.  Það er rúmt ár síðan vinnan hófst og því lauk i dag.  Þungu en skemmtilegu fargi af mér létt.  Nánast allar helgar og flest kvöld í heilt ár hafa farið í herlegheitin.  Viðfangsefnið er Value Chain of Yellow-fin Tuna in Sri Lanka.  Ég dvaldi þar í landi í rúmt ár og fékk tækifæri til að vinna að ritgerðinni utan vinnutíma.  En það var gott að vinna þetta á Sri Lanka og landsmenn ótrúlega hjálplegir og samvinnuþýðir.golf_i_kandy_027_752653.jpg

Verkið snýst um hugðarefni mitt sem er sjávarútvegur.  Hinsvegar snýst verkið að litlu leiti um umdeildar skoðanir um fiskveiðakerfi þó á það sé drepið, en langt frá því að það sé aðalatriðið.  Þetta snýst meira um alþjóðavæðingu, hvernig heimsmarkaður brýtur sér leið inn á heimamarkað og hvernig heimamenn geta tekið þátt í spennandi hlutum.  Aukið arðsemi og framleiðni í þessari atvinnugrein.  

En það þarf að leita að nýjum verkefnum í þeirri útlegð sem ég hef verið.  Henni líkur reyndar í Júli á næsta ári þegar samningur minn við ÞSSÍ rennur út.  Hann verður ekki endurnýjaður, það er mín ákvörðun og nú er bara að bretta upp ermarnar og ráðast í að byggja upp Ísland.  Ekki að ég ætli að bjarga neinu en ég vil taka þátt í því.

Á laugardaginn hitti ég vinarhópinn í jólagufu í Bolungarvík.  Það verður heldur en ekki gaman.  Takast á um pólitík og ræða landsins gagn og nauðsynjar.

En fyrir utan vinnu og ritgerð hefur golfið fangað hug minn.  Ekki ætla ég að fara mörgum orðum um árangurinn en ánægjan er fölskvalaus.  En vonandi verður snjór heima þannig að hægt verði að skjótast á skíði.

Ég er sem sagt á heimleið í FRÍÍÍÍ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Már Þorsteinsson

Til hamingju með ritgerðina og vertu velkominn heim, þó að snjórinn sé á undanhaldi því miður.

Kv.

Gaui.Þ

Guðjón Már Þorsteinsson, 22.12.2008 kl. 13:52

2 Smámynd: Valdimar Birgisson

Til hamingju með áfangan.

Valdimar Birgisson, 27.12.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 283901

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband