Ömurleg skrílslæti

Það er ömurlegt að horfa upp þennan skríl vaða uppi með ofbeldi gegn yfirvöldum og nú einstakling.  Ekki þekki ég Tryggva neitt en þó honum hafi orðið á í lífinu er þetta allt of langt gengið.  En það þýðir lítið að rökræða við skrílinn því hann skilur slíkt ekki.  Ég hef megnustu fyrirlitningu á svona ofstæki og tel þetta til vansa fyrir alla þá sem nálagt því koma.  Tryggvi og fjölskylda hans eiga alla mína samúð í þessu máli.
mbl.is Tryggvi hættur í Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nidur

Ég er alveg sammála þér.

Nidur, 18.12.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: corvus corax

Þessi "skríll" sem þú kallar er fólk sem fyrir tilverknað manna eins og m.a. Tryggva Jónssonar hefur tapað fjármunum og kemur til með að borga þjófnaðinn sem slíkir hafa framið með því að láta greipar sópa um fjármuni almennings í landinu. Og sami "skríll" hefur aldrei haft í frammi ofbeldi, þau átök og ofbeldi sem upp hafa komið eiga upptök sín hjá lögreglunni en ekki mótmælendum. Og svo er ömurlegt til þess að vita að fólk eins og þú sjálfur skuli gefa skít í þá sem þora að mótmæla því að láta traðka á sér endalaust. Það er greinilegt hvaða rassasleikjuflokki þú ert í.

corvus corax, 18.12.2008 kl. 10:29

3 Smámynd: Hin almenni borgari

bíttu í þig Gunnar!

Þessi maður og aðrir eiga að taka afleiðingum gjörða sinna.

Hin almenni borgari, 18.12.2008 kl. 10:43

4 Smámynd: Þórður Runólfsson

Hvort skyldi í raun hafa haft meiri endanleg áhrif skrílsleg umfjöllun Kastljós eða skrílsleg mótmæli fólksins í bankanum?

Þórður Runólfsson, 18.12.2008 kl. 10:43

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jæja Hr. fordómalaus! Hefyrðu reynt að rökræða við þingmanna og ráðherra skílinn sem geri síðustu fjárlög?

Þú og þínir líkar eruð skríllinn í þjóðfélaginu.

Engin samuð hér til Tryggva. Hann ætti að sýna fjölskyldu sinni meiri ábyrgð enn að vera glæpamaður.

Óskar Arnórsson, 18.12.2008 kl. 10:45

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Skríll ? - undrandi Gunnar á "dómi" þínum - þú ert jú á vegum utanríkisþjónusutu í kærleikslandinu Uganda og vonandi með þitt á hreinu sem og  þína skatta í skilum hér heima ef einhverjir eru

Jón Snæbjörnsson, 18.12.2008 kl. 10:47

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú ert greinilega í öðrum heimi Gunnar.

Magnús Sigurðsson, 18.12.2008 kl. 10:48

8 Smámynd: Nidur

Ef að þessi "skríll" eða mótmælendur hafa tapað svona mikið af peningum út af þessum manni þá á að sýna fram á það með sönnunum, ekki vaða uppi og neyða menn úr störfum sínum.

Þið talið um greiðslubyrði og annað án þess að vita nokkuð um hvað það er sem verið er að taka lán fyrir. Og þessi almenningur sem búið er að ræna af öllum peningum þið "mótmælendur" og aðrir íslendingar tókuð þátt í þessu og berið jafn mikla ábyrgð og ríkistjórnin og bankar.

Ég viðurkenni að ég tók lán, ekki 1 ekki 2 heldur 3. En það er mér að kenna ekki einhverjum bankastarfsmanni. Einnig var ég með í peningarmarkaðsjóð, en það er líka mér að kenna.

Ef ég hef tapað einhverjum peningum þá er það mér sjálfum að kenna.

Ekki segja að ég láti traðka á mér, þetta var mitt val og ég verð bara að standa undir því.

Nidur, 18.12.2008 kl. 10:48

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er það ekki nokkuð djúpt í árinni tekið, jafnvel soldið fordómalegt,  að kalla það skrílslæti þó menn mótmæli því að dæmdur maður sitji í þessu starfi á tímum þegar ríður á að menn njóti trausts í fjármálaheiminum?

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.12.2008 kl. 10:52

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég fordæmi þennan Gunnar Þórðarson, og hann er í opinberu embætti hjá Íslandi!

Hann á að segja af sér tafarlaus. Hann er óhæfur! Fordæmdur frá og með nú...

Óskar Arnórsson, 18.12.2008 kl. 11:03

11 Smámynd: HUGI

Glæðahundur, dæmdur þó allt lögfræðistóð Baugs reyndi að verja hann, hafði ekki efni á sláttuvél fyrir sumarbúðstaðinn sinn, lét íslenska neytendur borag allt SUKKIÐ. ENGA SAMÚÐ ÍSLENSKRAR-ALÞÝÐU SKILIÐ.

HUGI, 18.12.2008 kl. 11:37

12 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Jæja Gunni minn, rotturnar finna á sér þegar skipið er feigt. Það er þeirra náðargáfa. Þær forða sér áður en ósköpin dynja yfir. Þú hafðir rænu á að forða þér úr landi áður en ósköpin dundu yfir, og deilir því ekki kjörum með okkur sem erum að sökkva með skipinu, gamli félagi.Engum er alls varnað, og þó Tryggvi hafi verið þér hugstæður, þá var hann rangur maður á röngum stað núna. Þú skalt sleppa því að tala niður til okkar samlanda þinna, og marg kalla okkur skríl. Allir hafa sína galla, og efalaust finnast þeir líka hjá þér. Þú ert sprottinn úr sama jarðvegi og þessi skríll sem þú talar um. Þú þværð ekki af þér uppruna þinn, þó þú þykir stærri á heimaslóðum Idi Amins sáluga. En vegni þér vel.

Stefán Lárus Pálsson, 18.12.2008 kl. 11:45

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hressilegt komment frá Stefáni Lárus. Svona líkar mér!

Óskar Arnórsson, 18.12.2008 kl. 12:07

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Og þessi "niður"! Hvaða viðrini er þetta eiginlega?

Óskar Arnórsson, 18.12.2008 kl. 12:28

15 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Maðurinn kynnir sig sjálfur á haus bloggsins, hefur að því er virðist ekki verið  rótfastur, all nokkuð skólaður, frekar einstrengingslegur í skoðunum að því er virðist, kynnir sig alla vega þannig sjálfur. Vann um tíma á somu stofnun og hann við eftirlitsstörf, en hef ekkert nema gott um hann að segja frá þeim tíma. En upphefðin kemur víst að utan, að sagt er.

Stefán Lárus Pálsson, 18.12.2008 kl. 13:39

16 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Það er litlu við þetta að bæta.  Viðbrögð ykkar lýsa ykkur betur en undirrituðum.  Ég get samt ekki orða bundist af því að Göbbels var nefndur hér fyrir framan.  Ég er viss um að þegar nasistar réðust gegn gyðingum hafi menn notað svipaða aðferðarfræði og röksemdir og þið annars ágæta fólk.  Sannleikanum er hver sárreiðarstur

Gunnar Þórðarson, 18.12.2008 kl. 13:54

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er mjög einkennilegt hvernig sumir bloggarar finna þeim sem mótmæla við og inni í byggingum opinberrar stjórnsýslu allt til foráttu.

Hinsvegar sjást þessir sömu bloggarar aldrei mótmæla einkavinavæðingu og krosseignartengslum fjárglæframannanna, sem höfðu það eina marmið að svíkja út milljarða á milljarða ofan af lánsfé.

Þetta þýfi eru nú skattgreiðendur landsins rukkaðir um, gamalmenni, konur og börn, en þjófarnir ganga lausir.

Ég er sjálfur ekkert hrifinn af því að annar hver maður virðist vera farinn að taka lögin í sínar hendur. Mér finnst samt forgangsröðin hjá þessum bloggurum mjög skrýtin.

Theódór Norðkvist, 18.12.2008 kl. 15:20

18 Smámynd: Aliber

Undarlegt hvað stuðningsmenn aktivista eru alltaf orðljotir, er það töff kannski? Læti fremur en innihald?

Aliber, 18.12.2008 kl. 16:48

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Sannleikanum verður hver sárreiðastur" er frasi sem hægt er að nota og misnota.

Þú misnotar hann Gunnar minn!

Þessi færsla þín er alveg í steríó við stjórnendur Íslands, þannig að ég persónulega er búin að úrskurða þig óhæfan í það sem þú ert að vinna við..

Theódór! Mótmæli eru ekki að taka lögin í sínar eigin hendur. Enn ég myndi vilja það! Mynda þjóðstjórn með vopnuðum öryggisvörðum ef lögreglan reyndi bara að koma nálægt.

Fá hana frekar í lið með þjóðstjórn, eða taka afleiðingunum. Það þarf að rukka nokkra menn um 5000 milljarða, það er skuldin sem við búum við núna og fer hækkandi...

...það er fyrir löngu búið að finna upp hjólið í afbrotafræði og ég er slarkfær í henni þó ég lyki ekki prófi...

Það á ekki að mótmæla inn í opinberum byggingum. Það á að henda toppunum út...tjara og fjaðrir væri við hæfi... 

Aliber: Þú alhæfir að "aktivister" séu orðljótir. Þekkir þú nokkra? Myndin af þér, er af svipuðu dýri og ég hef gaman af að veiða... ;) og éta...

Óskar Arnórsson, 18.12.2008 kl. 18:14

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Óskar það sem ég hafði í huga þegar ég talaði um menn sem taka lögin í sínar eigin hendur voru þeir sem grýttu snjóboltum í Jón Ásgeir.

Það er rangt að ráðast á menn úti á götu, sama hversu alvarlega glæpi þeir hafa framið. Ef þeir ganga lausir. Sem er að sjálfsögðu afglöp hjá yfirvöldum.

Theódór Norðkvist, 18.12.2008 kl. 19:02

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Theódór! 'eg er alveg sammála að vera ekki að henda snjóboltum í sakamenn. Það á að handtaka hann..! Algjörlega sammála þínum orðum! ;)

Óskar Arnórsson, 18.12.2008 kl. 19:49

22 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Halló þú góði maður. Kallar þú okkur samlendinga þína skríl. Þó ég hafi ekki tekið þátt í þessum mótmælum þá nota ég ritað mál sem mótmæli hérna á blogginu þ.e. mínu. Ert þú í alvöru að aumkva þig yfir menn sem hafa : Sett Ísland á hausinn, rænt okkur mannorðinu, skuldsett okkur, börn okkar og barnabörn um ókomna framtíð. Ef svo er þá hef ég megnustu fyrirlitningu á þínum skoðunum, svo ég noti þín orð.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:14

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjörlega sammála þér Sólveig! 100%!

Óskar Arnórsson, 20.12.2008 kl. 02:53

24 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Jæja Gunnar, það viðist sem þú eigir þér "formælendur fáa" eins og sagt er á góðri íslensku, þegar þessi mál eru til umræðu. Við það verður þú víst að sætta þig, að geta ekki alltaf ratað um fjölförnustu stíga skoðana fólksins sem þú kallar skríl. Já hver er sinnar gæfu smiður, og enginn er spámaður í sínu föðurlandi, segja gömul spakmæli. Vonandi verða þín jól gleðileg í Kampala, óra vegu frá því rotna samfélagi sem Ísland hýsir í augnablikinu. Svo tökum við þetta mál af dagskrá. Gleðilega jólahátíð,  kveðjur til allra í Uganda, Stefán Lárus.

Stefán Lárus Pálsson, 22.12.2008 kl. 14:44

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Stefán Lárus segir allt sem segja þarf. Kristinn Haukur kemur með góðan punkt. Göbbels var ekki alki. Hann var kókaínisti.

ALLIR marskálkar Hitlers voru eiturlyfjaneytendur.....Það er alla vega skjalfest og staðfest..svo var þessi Hitler ekki alveg eins og fólk er flest...hvað svo sem var að honum... 

Óskar Arnórsson, 22.12.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband