31.10.2007 | 14:36
Kafli 5 - Endurfundir
Endurfundir
Daginn eftir árásina birtust félagar okkar Daddi og Nonni, sem við höfðum ekki heyrt né séð síðan á rauðu ljósi í Mílanó. Það voru miklir fagnaðarfundir og frá mörgu að segja. Sögur þeirra félaga eru efni í kafla útaf fyrir sig en nauðsynlegt er að sækja þær í uppsprettu sagnarbrunnsins, þeirra sjálfra. Reyndar höfum við hlegið að þessum sögum í gegnum átatugi en rétt er að hafa þetta eftir þeim sjálfum.
Kvöldið sem þeir félagar birtust var heilmikil kynning hjá forráðamönnum samyrkjubúsins um nýskeða atburði og öryggismál sjálfboðaliðanna (voluntears), Erlendir starfsmenn ganga undir því starfsheiti enda launin á kibbutz nánast engin. Sjálfboðaliðarnir voru allra þjóða kvikindi,ungt fólk í ævintýraleit sem kom til að njóta dvalarinnar þar sem séð er fyrir helstu þörfum og leggja á sig hóflega vinnu í staðin. Á fundinum var farið í gegnum hertar öryggisreglur og áttum við að setja upp vaktir á nóttinni til að verja gettóið, en hverfi sjálfboðaliðanna gekk undir því nafni.
Það rann upp fyrir okkur ljós á þessum fundi að margir á honum voru undir áhrifum illgresis sem ekki verður nefnt hér á nafn. Salla rólegir og algerlega afslappaðir þrátt fyrir undangengna ógnaratburði og alvarleika umræðu fundarins. Þar skárum við okkur úr fjöldanum ásamt mörgum öðrum að sjálfsögðu.
Ein markverðasta saga þeirra félaga sem ég tek mér hér leyfi til að segja frá var rómatísk nótt sem Daddi átti upp á dekki á skemmtiferðaskipinu Apallonia sem þeir félagar komu með frá Aþenu til Haifa í Ísrael. Þetta var frönsk gyðja, ástrík með mikinn eldmóð, og hún varð umsvifalaust ástfanginn af þessum mikla víking frá Íslandi. Hjalti sem alls ekki var í neinum trúlofunarhugleiðingum minntist ekki orði á hver áfangastaður hans væri í Ísrael og taldi víst að kveðjustund að morgni væri það síðasta sem hann sæi af hinni frönsku þokkagyðju. Reyndar var hann svolítið ánægður með sig og taldi ævintýri við öldurgjálfur Miðjarðarhafsins undir tunglskini í næturkyrrð, væri ekkert annað en notaleg minning.
Síðdegis daginn eftir vorum við fjögur að leika okkur með frisbí disk og skutluðum honum á milli okkar. Allt í einu hnippir Nonni í mig og bendir á dyraskörina á kofa rétt hjá okkur þar sem tvær stúlkur sitja, og hvíslar að mér að þarna sé sú franska komin. Við ákváðum að gera svolítið at í Dadda og byrjum að kasta diskinum eins nálægt stúlkunum sem sátu þarna og fylgdust af athygli með leik okkar. Allt í einu var þetta svo fyndið að við Nonni byrjum að hlægja. Hláturinn stigmagnaðist samhliða því sem frisbídiskurinn fór nær og nær skotmarkinu. Hjalti vildi endilega vita hvað væri svona fyndið og spurði okkur ítrekað hvers vegna við værum að hlæja. ,,Leyfði mér að hlæja með strákar. Hvað er svona fyndið?" Ekki bætti þetta úr og við bókstaflega engdust um af hlátri en allt í einu hittum við með diskinn á milli fóta þokkagyðjunnar. Hjalti hljóp og greip diskinn en þegar hann leit upp var ekki nema tvær tommur á milli andlita þeirra.
Hjalti varð alveg brjálaður og hljóp eftir okkur Nonna, sem áttu fótum okkar fjör að launa. Hann var naut sterkur og ekki fyrir okkur að komast í hendurnar á honum reiðum. Það var óskaplega erfitt að hlaupa með hláturinn kraumandi niður í sér en hræðslan varð yfirsterkari og við komumst undan meðan reiðin svall í æðum Hjalta.
Þokkagyðjan hafði einhvernvegin fundið út hvert för draumaprinsins var heitið og var búin að finna hann. Hún varð góð vinkona okkar þó ekki næði hún ástum Hjalta. Seinna kom hún til Íslands og heimsótti okkur og vann hjá Þórði Júl í saltfisk sumarið 1975. Hún er ein vænsta manneskja sem ég hef kynnst um ævina og síðast frétti ég af henni giftri bakara í Austurrísku Ölpunum.
Írarnir
Þarna voru tveir vinir frá Írlandi, Paul og John. Þeir voru að sjálfsögðu ekkert fyrir illgresis og tókst með okkur góður vinskapur. Eins og frönsku stöllurnar enduðu þeir á Ísafirði þar sem þeir unnu í tæpt ár í saltfiski hjá Þórði Júl. Ég hef hitt þá nokkrum sinnum síðan en langt er um liðið síðan síðast.
Þeir voru kaþólikkar frá Dublin. Ekkert sérlega trúaðir en vildu hafa vaðið fyrir neðan sig varðandi guð álmáttugan. Á Írlandi fóru þeir á hverjum sunnudegi í kirkju, svona ef hann væri nú raunverulega til. Hinsvegar væri lítið á sig lagt ef þeir kæmust að því eftir þetta líf að ekkert tæki við, en annars biði Himnaríki eftir þeim.
Þeir voru miklir business menn og fundu fljótlega út góða fjáröflunarleið. Á hverju föstudagskvöldi, daginn fyrir sabath, sem er sunnudagur gyðinga, var heilmikið um að vera í klúbbhúsi sjálfboðaliðana. Mikið um gleðskap og fjör þar sem spiluð var lífleg tónlist, enda staðurinn vel sóttur þessi kvöld. Þeir keyptu bjór í verslun samyrkjubúsins, sem var mjög ódýr, og seldu svo á þreföldu verði í klúbbhúsinu. Bjórinn seldist eins og heitar lummur og peningarnir streymdu inn í Íranna.
Gyðingarnir voru fljótir að koma auga á þetta og vildu nú fá að komast í viðskiptin. Einn föstudag var Írunum tilkynnt að héðan í frá myndi stjórn samyrkjubúsins sjá um söluna. Jafnframt yrðu seldar súkkulaðikökur, sem fara sérlega vel með áður nefndu illgresi.
En það þurfti starfsmenn og var undirritaður einn af þeim sem varð fyrir valinu. Fljótlega eftir að barinn opnaði var sú stefna tekin að veita frítt af guðaveigunum. Mikil eftirspurn var og ánægja viðskiptavinanna var mikil. Allt gekk út á met tíma og voru birgðir ,,uppseldar" löngu fyrir miðnætti. Þetta var í fyrsta og síðasta skipti sem kibbutzinn tók að sér barinn á sjálfboðaliðsklúbbnum á Shamir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég bíð alltaf spenntur eftir næsta kafla.
Ívar Pálsson, 1.11.2007 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.