Haust á norðurhveli

Gunni í golfiÞað er farið að hausta hér í Colombo og komið myrkur rúmlega sex að kveldi.  Tæpir tveir mánuðir í vetrarsólstöðu þegar sólinn nær 22.5° suður fyrir miðbaug.  Ég var seinn fyrir úr vinnunni í dag og skokkaði því á þakinu þar sem útséð með að ná dagskímu í Viktoríugarði.  Ég hlustaði á ,,Hell race out" með Eagles í þetta sinn.  Einhverra hluta vegna koma vinir mínir Margrét Gunnars og Jón Sigurpáls upp í hugann þegar ég heyri þessa tónlist.

Það var komið þreifandi myrkur rúmlega hálf sjö þegar markmiði hlaupsins var náð.  Aðeins vestan við norður sást Venusvagninn greinilega og Pólstjarnan að sjálfsögðu í hánorðri.  Ég sá ekki betur en Venus væri á leiðinni í norðri einnig. 

Það hefur orðið smá bið á sögustundinni en það kemur til af betra ritskoðunarkerfi.  Það var aldrei meiningin að meiða með þessum sögum sem gerðust fyrir rúmum þrjátíu árum og betra að hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum.

Einnig verður minni tími í sögur þar sem ég er byrjaður á meistararitgerðinni minni.  Kominn með leiðbeinanda og hugsanlega samstarfsaðila sem eru innlendir og erlendir aðilar sem áhuga hafa á efnistökum.  Ég ætla að taka fyrir virðiskeðju sjávarútvegs á Sri Lanka.  Mjög áhugaverð stúdía og gæti komið að góðu gagni í framtíðinni.  Ritgerðin verður skrifuð á ensku enda hugsuð fyrir alþjóðlegan markað. 

Jafnframt er það golfið þessa stundina.  Samkvæmt leiðsögn andlegs leiðtoga míns í golfinu, Jóa Torfa, fer ég tvisvar í viku til kennara og spila síðan á laugardögum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband