Slæmt heimsmet Íslendinga

Þetta heimsmet Íslendinga er aðeins af hinu slæma.  Þetta er vont fyrir skattgreiðendur, afleitt fyrir neytendur og vont fyrir bændur.  Bændur á Íslandi, margir hverjir, lepja dauðann úr skel þar sem markaðsbúskapur fær ekki að njóta sín.  Þetta er einhver misskilin rómatík að nauðsynlegt sé fyrir okkur að framleiða flest alla landbúnaðarafurðir sjálfir.  Miklu nær væri að nota mannafla í arðbærari störf og flytja inn frá fátækum löndum, t.d. Afríkuríkjum, sem sárlega þurfa á viðskiptunum að halda.
mbl.is Hæstu landbúnaðarstyrkirnir á Íslandi að mati OECD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Takk fyrir þetta Jóna. Ég hef einmitt hugsað mikið um þetta atriði.  Grænmeti og ávextir eru fluttir með flugi sem kostar töluverða losun á gróðurhúsalofttegundum.  En gróðurhúsaáhrif og möguleikar mannsins til að hafa áhrif á þau eru ágreiningsefni og langt því frá að allir séu sammála hvað það varðar.

Ég held hinsvegar að menntun og þekking muni leysa það vandamál.  Mikil þróun á sér stað á því sviði.  Hinsvegar má ekki gleyma því að þörf Afríkumanna á viðskiptum við ríkar þjóðir eru miklar.  Við eigum að kaupa af þeim matvörur sem illa hentar að framleiða á köldu landi eins og Íslandi.  Það hagnast allir á alþjóðaviðskiptum, bæði þeir sem flytja út og þeir sem flytja inn.  Það er úrelt að horfa á heiminn í einungruðum einingum sem flokkað er niður með menningu eða tungumálum. 

Gunnar Þórðarson, 29.10.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 19
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 283746

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband