Leiðar í Vesturlandi apríl 2017

Borgarleg réttindi og lýðræði hefur alltaf verið undirrituðum hugfengið og hefur litið á það sem mikilvægustu málefni stjórnmálanna, enda forsenda hamingju og efnahag almennings. Það er ekki sjálfgefið að þjóðir búi við þau skilyrði og þarf ekki að líta langt til að sjá hörmungar ofríkis, né fara langt í sögunni til að minna okkur á ógnir einræðis. Bókin „Veröld sem var“ eftir Stefan Sweig ætti að vera skyldulesning til að minna okkur á hversu hratt heimurinn getur breyst til hins verra og ógnir alræðisins tekur við. Það þarf stöðugt að hlúa að réttindum borgaranna og lýðræðis og berjast fyrir tilvist þeirra.

Þetta blað er gefið út til að upplýsa íbúa Ísafjarðarbæjar um hvernig meirihluti bæjarstjórnar treður á réttindum minnihlutans, sem þó gætir hagsmuna meirihluta kosningabærra manna. Án þess að bera starfshætti Í listans við þær ógnir sem vitnað er til hér að ofan, er rétt að benda á að mjór er sérhver vísir og mikilvægt að hlúa að lýðræði og virðingu fyrir minnihlutanum.

Eins og fram kemur í þeim greinum sem birtar eru í blaðinu virðist meirihlutinn taka sér viðhorf útrásarvíkings til fyrirmyndar „Ég á þetta og ég má þetta“. Viðhorfið virðist vera hjá Í listanum að þar sem þeir séu í meirihluta þurfi ekki að taka tillit til minnihlutans. Ekki sé þörf á að fara að viðurkenndum leikreglum að mál séu borin upp á bæjarstjórafundum, rædd þar síðan sé gengið frá þeim í sátt áður en málum er skilað til embættismanna til að framkvæma þau.  Það eru hinar lýðræðislegu leikreglur að meirihluti ráði og ekkert við því að segja.

Að einhverju leyti er um þekkingarleysi fulltrúa meirihlutans að ræða en oftar en ekki er um allgert tillitleysi og yfirgang að ræða. Mál sem hafa umtalsverð áhrif á stöðu bæjarsjóðs eru einfaldlega rædd í lokuðum hópum og án kynningar í bæjarstjórn eða bæjarráði. Bæjarstjórinn hefur ítrekað sagst vera bæjarstjóri Í listans og bætt við að hann hafi mikil völd þar sem hann sé pólitískt kosinn, sem er í meira lagi umhugsunarvert og ný skilgreining á skyldum æðsta embættismanns bæjarins.

Það er spurning hvort fyrirkomulag eins og Í listinn sem hefur meirihluta í bæjarstjórn sé góð lausn fyrir bæjarbúa? Engin þörf á að ræða málin við samstarfsflokk og ekkert bakland sem getur veitt aðhald. Gæti verið að fyrirferðamiklir einstaklingar taki völdin og ráði för? Svona lítil útgáfa af því sem tæpt er á hér í upphafi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband