Útflutningur á ferskum fiski

Fersk flakastykki er fullvinnsla

Íslendingar fluttu út ferskar fiskafurðir fyrir 54 milljarða í fyrra og um 7 milljarða af eldisfiski. Hluti af þessari framleiðslu er fluttur út með skipum en meirihlutinn með flugi, enda skiptir hraði á markað öllu máli þar sem líftími vöru er takmarkaður og kaupmaðurinn sem selur afurðir í smásölu þarf a.m.k. viku til að selja fiskinn. Segja má að fersk flakastykki sé fullvinnsla þar sem varan er ekkert frekar unnin áður en hún er afhent neytanda til sölu. Neytandinn er tilbúinn að greiða hærra verð fyrir ferskan fisk sem kemur beint úr köldum hreinum sjó og er lítið sem ekkert meðhöndlaður sem hráefni. Eðli málsins samkvæmt er hraði viðskiptanna mikill þar sem búið er að neyta fisksins innan tveggja vikna frá því að hann var veiddur, lítill sem engin lagerkostnaður og greiðslur berast fljótlega eftir að aflanum er landað. Íslendingar hafa náð miklum árangri á þessum markaði og hafa náð að aðgreina sig frá frystum og fullunnum fiski t.d. frá Kína.

Mikil tækifæri við flutning

Ein ástæða velgengni við útflutning á ferskfiskafurðum eru tíðar og beinar flugferðir víða um heim, en bara Icelandair flýgur til 44 áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum. Grundvöllur fyrir fluginu eru vinsældir Íslands sem ferðamannastaðar og þannig hafa opnast möguleikar á flutningi á ferskum fiski til fjölda borga beggja megin Atlantshafsins. Þessi útflutningur er hinsvegar vandasamur þar sem lítið má út af bera með líftíma vöru og eins eru miklar kröfur um stöðugan afhendingartíma. En hvernig skyldi okkur ganga að fást við þær áskoranir sem felast í löngu flugi, oft í tveimur leggjum og sumarhita sunnar á hnettinum?

Vörumerki í ferskfiskútflutning

Eitthvað af þessum fiski rennur út á tíma og þarf að farga en ekki liggja fyrir upplýsingar hversu mikið það er. Ef við gerum ráð fyrir að slík gæðarýrnun sé 5% væri tjónið um 3 milljarðar króna á ári. Það er því til mikils að vinna og ekki víst að þarna séu um mestu verðmætin að ræða. Í viðskipablaðinu í s.l. mánuði var viðtal við upplýsingafulltrúa Einkaleyfastofu þar sem hann gerði að umtalsefni mikilvægi þess að halda utan um verðmæti þekkingar og byggja upp vörumerki. Ef Íslendingar gætu byggt upp vörumerki í ferskfiskútflutningi gæti það skapað mikil verðmæti, rétt eins og nýtingaréttur í auðlindina er. En hvað þarf til að markaðssetja ferskan íslenskan fisk og skapa vörumerkjavitund um afurðina?

Fagmenn aðgreini sig frá skussunum

Fyrsta skilyrðið er að varan sé að einhverju leiti einstök! Ef íslenskir ferskfiskútflytjendur gætu ábyrgst 10 daga líftíma vöru, eftir afhendingu, væri varan einstök! Ef hægt væri að fullvissa markaðinn um að íslenskur ferskfiskur væri af betri gæðum og skilaði þannig auknu virði til neytanda, væri varan einstök og hægt að byggja upp vörumerki. En er hægt að segja að ferskur íslenskur fiskur sé einstakur og þekktur fyrir að vera betri en frá keppinautunum?

Verðmætasköpun með hugviti

Stutta svarið við því er því miður nei! Of mikið af framleiðslunni stenst ekki ýtrustu gæðakröfur. Ennþá er fiski landað á markað við hitastig langt yfir ákjósanlegu marki sem síðan er flakaður í ferskfiskútflutning. Mikið vantar uppá að kælikeðjan sé síðan í lagi í gegnum vinnslu, pökkun og flutninga sem dregur verulega úr gæðum og líftíma vöru, sem er viðskipavininum svo mikilvæg. Hvað er hægt að gera til að bæta þetta ferli og bæta stöðugleika í gæðum? Spurningin er sú hvort hægt er að setja staðla fyrir þessa framleiðslu og selja hana undir vörumerki. Enginn fengi að nota vörumerkið nema standa undir þeim kröfum sem atvinnugreinin myndi setja framleiðendum. Þeir sem ekki stæðust staðla yrðu þá að standa utanvið vörumerkið og örugglega selja á lægra verði til langs tíma litið. Með slíku vörumerki væri hægt að byggja upp mikil verðmæti fyrir iðnaðinn ásamt því að minnka það tjón sem óumflýjanlega fylgir slugshætti við framleiðslu á viðkvæmri vöru. Mikið hefur verið talað um nauðsyn þess að auka útflutning á hugviti frekar en bara auðlindum. Uppbygging á vörumerki og markaðssetning í framhaldi er einmitt gott dæmi um útflutning á hugviti sem gæti aukið verðmætasköpun í Íslenskum sjávarútvegi.

Gunnar Þórðarson viðskiptafræðingur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Gunnar. Þetta eru gríðarháar tölur, þar sem treyst er á flug, bíla, skip og keðju sem virkar í heild sinni. Vonandi nýtur ofurkælingin ykkar vinsælda. Þá stendur gæðamerki betur undir sínu.

Ívar Pálsson, 12.12.2016 kl. 14:17

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Athyglisvert hjá þér og mikið til í því sem þú segir. Það hefur magroft verið rætt ínnan greinarinnar um mikilvægi samstarfs og vottunar í þeim anda sem þú vekur athygli á hér. En því miður ekki ná menn saman og enginn veit hversvegna. En góð áminning hjá þér.

Baldvin Jónsson, 12.12.2016 kl. 14:34

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Því miður þá er keðja aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn, sem er ekki endilega alltaf sá sami. Núna er það samningar við sjómenn...

Ívar Pálsson, 14.12.2016 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 285820

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband