28.10.2016 | 09:46
Uppboðsleið - Lýðskrum í kosningabáráttu
Uppboðsleið
Viðreisn vill fara uppboðsleið við úthlutun aflaheimilda á Íslandsmiðum til að auka tekjur ríkisins og nota til innviðauppbyggingar. Í stuttu máli telur flokkurinn að íslensk þjóð sé hlunnfarin og útgerðin skili ekki sanngjörnu afgjaldi fyrir nýtingu á auðlindarinnar. Miðað við umræðuna mætti halda að íslenskur sjávarútvegur sé endalaus uppspretta auðs og málið snúist aðeins um hugmyndaflug til að ná honum til ríkisins. Sem dæmi skrifar virtur fræðimaður grein í Fréttablaðið 24. ágúst s.l. og fullyrðir að Færeyingar hafi fengið í uppboði á aflaheimildum fimmfalt verð fyrir þorskkílóið miðað við Íslendinga, 24 sinnum meira fyrir makrílkílóið og 25 sinnum meira fyrir kíló af síld. Þetta eru engar smá tölur ef haft er í huga að íslenskur sjávarútvegur hefur verið að greiða frá 5 til 10 milljarða á ári í veiðigjöld og ættu því að vera margir tugir milljarða?
Fræðin og tölulegar staðreyndir
Í Fiskifréttum var grein nýverið eftir Sigurð Stein Einarsson um reynslu Rússa og Eista af uppboðsleið. Niðurstaðan er hrollvekjandi og ætti ein og sér að duga til að henda slíkum hugmyndum fyrir róða. Undirritaður tók þátt í útgáfu skýrslu 2014 þar sem reiknað var út hve há veiðigjöld mættu vera til að útgerð frystitogara gæti fjárfest í nýjum skipum og búnaði. Niðurstaðan var skýr, byggð á hlutlægum staðreyndum. Ef hugmyndir síðustu ríkistjórnar um veiðigjöld hefðu náð fram að ganga hefði enginn fjárfest í skipi og enginn hefði getað rekið útgerð á Íslandi. Í greiningu framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Fiskifréttum nýverið kemur fram að skilaverð á makríl er um 122 krónur. Hlutur sjómannsins er því um 40% af því eða 44 krónur. Ef útgerðin hefði greitt 66 kr/kg, sem er nálægt hugmyndum Viðreisnar, fyrir veiðiheimildir þá væru eftir 12 krónur til að greiða olíu, veiðarfæri, viðhald, löndunar og flutningskostnað ásamt fjármagnskostnaði.
Uppboð á aflaheimildum
Ef aflaheimildir verða boðnar upp til skamms tíma í senn mun enginn fjárfesta í nýju skipi. Þá myndi borga sig að kaupa gamla Pál Pálsson þegar sá nýi kemur, losna við fjármagnskostnaðinn og reyna að ná sem mestu upp á sem skemmstum tíma. Að sjálfsögðu myndi aðeins dýrasti fiskurinn veiðast þar sem standa þyrfti undir leigugjöldum, eins og reyndin var hjá Rússum. Enginn myndi fjárfesta í nýjum skipum ef fullkomin óvissa ríkti um hvort aflaheimildir fengjust á næsta ári.
En þá er bara að leigja til lengri tíma, t.d. 10 ára, segja Viðreisnarmenn! Tökum sem dæmi að aflaheimildir hefðu verið boðnar upp í upphafi síðasta árs. Þá ríkti mikið góðæri í sjávarútvegi. Síðan þá hefur einn mikilvægasti markaður Íslendinga, Rússland, lokast vegna ákvarðana ríkisins. Breska pundið hefur hrunið sem er einn mikilvægasti gjaldmiðill sjávarútvegsins. Skeiðarmarkaður í Nígeríu er nánast lokaður vegna gjaldeyrisvanda heimamanna og loðnan er horfin. Allt þetta hefur gerst á tæpum tveimur árum og má fullyrða að miklar áskoranir séu fyrir íslenskan sjávarútveg að takast á við þennan vanda. Ef útgerðin hefði boðið há verð fyrir aflaheimildir á þessum bjartsýnistímum; hvernig myndu menn bregðast við því nú? Láta þetta allt fara á hausinn og byrja upp á nýtt? Eða mun RÍKIÐ bregst við öllum óvæntum áskorunum sem upp koma? Til dæmis ef fiskvinnsla á Suðureyri nær ekki í eitt einasta kíló á uppboðinu? Mun RÍKIÐ koma í veg fyrir að öflugustu útgerðirnar, sem hafa yfir allri virðiskeðjunni að ráða frá veiðum til smásölu, geti leigt allar veiðiheimildir?
Jaðarverð
Til að útskýra fyrir sérfræðingum Viðreisnar hvernig þetta virkar þá er jaðar- verð/kostnaður mikilvægt hugtak í hagfræði. Ef flugfélögin myndu selja alla sína miða á verði þeirra ódýrustu, þar sem er verið að fylla í síðustu sætin, þá færu þau öll lóðbeint á hausinn. Sá litli hluti kvótans sem leigður er milli manna segir ekkert um hvert raunverulegt verðmæti heildarkvótans er, eins og sérfræðingar Viðreisnar halda fram. Oft ganga þessi leiguviðskipti út á að láta frá sér eina tegund til að fá aðra sem hentar betur, sem er grundvallaratriði til að hámarka verðmætasköpun í sjávarútvegi. Eða til að leigja til sín þorsk til að geta stundað aðrar veiðar þar þorskurinn er meðafli. Eins og með flugfélögin er búið að gjaldfæra fjárfestingakostnað og því um jaðarkostnað að ræða við leiguna.
Íslenskur sjávarútvegur
Íslenskur sjávarútvegur gengur vel og hefur ótrúlega aðlögunarhæfni til að bregðast við áföllum eins og þeim sem dunið hafa yfir undanfarið. Íslenskur sjávarútvegur á heimsmet í verðmætasköpun sem er mikilvægasta málið. Það er hörmulegt að stjórnmálamenn sem kenna sig við markaðsbúskap tali fyrir því að snúa til baka til ríkisafskipta þar sem sporin hræða í íslenskri útgerðarsögu.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 285820
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kallarðu það þá ekki ríkisfskipti þegar sjávarútvegsráðherra gefur út rúmlega 200 þúsund tonna aflaheimildir í þorski eftir 32 ára "stofnvernd" á vegum Hafrannsóknarstofnunar?
Og þessi "ráðgjöf" er um - eða innan við- helmingur þess þorskafla sem við drógum á land í 3 og 4 mílna fiskveiðilögsögu UM ÁRATUGASKEIÐ !
Fiskifræðingur sagðist við upphaf kvótakerfisins geta LOFAÐ 500 þúsund tonna jafnstöðuafla ef farið yrði eftir ráðgjöf fiskifræðinganna.
Hvað heldurðu að landsþekktir skipstjórar og aflamenn hefðu sagt fyrir 100 árum ef einhverjir fræðingar hefðu misst út úr sér orðið "jafnstöðuafli" í þeirra áheyrn?
Hvenær lærðu útvegsmenn að bera sér í munn orðin "stöðugleiki" og "rekstraröryggi" - hvenær hættu þeir að forðast það að gera sig að viðundri í umræðu um eigin rekstur?
Hefur enginn fullorðinn sjómaður sagt þér frá því Gunnar Þórðarson fordómalaus frelsisunnandi og viðskiptafræðingur að auki með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum að auki að nú um nokkur ár (eftir að strandveiðar hófust) að það er fordæmalaust góðæri á öllum fiskimiðum á grunnslóð?
Er þér það ljóst að ef aflaheimildir í botnfiski yrðu tvöfaldaðar eins og sjálfsagt væri við núverandi ástand....
þá yrðu aflaheimildirnar sem stórútgerðirnar hafa selt og veðsett og reiknað sér til eignar á efnahagsreikningum -
VERÐLAUSAR !
Hvort finnst þér líklegra að pólitíska fjármalaspillingin (sem alþjóðlegir álitsgjafar telja að sé þjóðarvá á Íslandi) sé í Handprjónasambandinu, eða þar sem mestir hagsmunir liggja - hjá stórútgerðum með milljarðatugi í reikningsfærðum aflaheimildum?
Árni Gunnarsson, 28.10.2016 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.