27.8.2015 | 15:57
Sjávarútvegur í kröppum dansi
Viðskiptaþvinganir Vesturveldanna
Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að ræða um innflutningsbann Rússa á matvæli frá Íslandi, en um slíka hagsmuni þjóðarinnar er að ræða og mörgum spurningum ósvarað um tilurð og vegferð þessa máls. Að vel athuguðu máli settu Vesturveldin viðskiptaþvinganir á Rússa sem ekki var ætlað að beinast gegn almenningi né fyrirtækjum, heldur valdaklíkunni í Moskvu. Þessar aðgerðir voru vel úthugsaðar og fyrir hefur legið mat á viðbrögðum Rússa, sem brugðust við með banni á innflutningi matvæla frá þeim löndum sem stóðu að þvingunaraðgerðum. Í upphafi var Ísland ekki á bannlista Rússa, sem vakti reyndar nokkra undrun á sínum tíma.
Innflutningsbann á Íslenskar matvörur
Mikilvægasta hlutverk ríkisvaldsins er að gæta öryggi þjóðarinnar og það verður ekki gert hvað Ísland varðar nema með vestrænni samvinnu sem hefur verið hornsteinn utanríkisstefnu Íslands frá stofnun lýðveldisins. Hinsvegar vekur aðgerðarleysi íslenskrar utanríkisþjónustu í öllu þessu máli undrun, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Var ekki skoðað hvaða afleiðingar meðreiðin gæti kostað Íslenskt samfélag, þar sem Rússland er eitt mikilvægasta útflutningsríki landsins? Miðað við gríðarlega hagsmuni sjávarútvegs á mörkuðum í Rússalandi var ekki talin ástæða til að ræða málin við vinaþjóðir okkar og finna leið til að komast hjá tjóni upp á tugi milljarða króna vegna tapaðra markaða? Eins rækilega og það kom fram fyrir rúmu ári síðan að menn voru undrandi yfir að Ísland væri ekki á bannlista Rússa, var þá ekki ástæða til að bregðast við og skoða allar leiðir til að koma í veg fyrir lokun markaða í Rússlandi? Sváfu menn algjörlega á verðinum og ráku ráðalausir að feigðarósi á slíkri ögurstundu?
Hlutverk ríkisvaldsins
Hér hefur verið minnst á mikilvægasta hlutverk ríkisvaldsins en það á einnig að halda upp lögum og reglum í samfélaginu. Því ber m.a. að tryggja sjávarútvegi starfsskilyrði með almennum reglum til að tryggja þjóðinni hámarks afraksturs fiskveiðiauðlindarinnar. Slíkt er gert með því að tryggja sjálfbærni veiða og reyna að hámarka verðmætasköpun, m.a. með kvótakerfinu. Stjórnmálamenn hafa reyndar oftar en ekki viljað ganga lengra og oftar en ekki tekið ákvarðanir sem ganga gegn þessum grundvallar forsendum. Alls kyns afsláttur frá samkeppnisreglum er gefinn til að auka sátt í sjávarútveg, en slíkt er alltaf á kostnað verðmætasköpunar og bitnar þannig á lífskjörum þjóðarinnar. Í síðustu ríkisstjórn vildu menn setja reglur um hvernig ætti að vinna uppsjávarfisk, þar sem stjórnvöld treystu ekki greininni til að taka ákvörðun um hagkvæmustu vinnslu. Settar eru reglur notkun veiðarfæra, stærð skipa, vélarstærð o.s.f. þar sem stjórnmálamenn telja sig betur komna til að taka ákvarðanir um hver eigi að veiða, hvað, hvar og hvernig. Þetta er kallað ráðstjórn!
En stjórnvöld eiga einmitt að skapa greininni starfskilyrði og þar skiptir utanríkisþjónustan miklu máli í að tryggja markaðsaðgengi fyrir íslenskan sjávarútveg. Í þessu máli hefur hún fengið falleinkunn og hefðu hausar verið látnir fjúka fyrir minni mistök en hér hafa átt sér stað.
Utanríkisráðherra
Nokkrum dögum áður en Rússar settu Ísland á bannlistann fullyrti utanríkisráðherra í fjölmiðlum að ekkert væri að gerast í þessum málum og menn biðu bara átekta, og var frekar á honum að skilja að allt væri í stakasta lagi. Getur verið að ári eftir að Rússar setja innflutningsbann á matvælum frá Vesturlöndum, þar sem öllum til undrunar að Ísland var ekki með, að utanríkisráðuneytið hafi ekkert verið að aðhafast og látið sleggju ráða kasti?
Þegar ljóst var að Ísland var komið á þennan lista og stórtjón blasti við er eðlilegt að hagsmunaaðilar bregðist við og gagnrýni beinist að ráðherranum. Í stað þess að bregðast við og upplýsa þá um málatilbúnað, þá er útgerðarmönnum hótað að svipta þá aðgengi að auðlindinni! Það var skoðun ráðherrans að útvegsmenn sem ekki gerðu sér grein fyrir mikilvægi vestrænnar samvinnu væru ekki nógu ábyrgðarfullir til að nýta fiskveiðiauðlindina!
Það er semsagt í hans valdi að ákveða hverjir fá að veiða og ef þeir haga sér ekki vel verður kvótinn tekinn af þeim? Skilningsleysi þeirra á stefnu stjórnvalda geri þá óábyrga og óhæfa til að nýta fiskveiðiðiauðlindina! Andstæðingar markaðsbúskapar ríða ekki við einteyming þegar þeir hafa jafn öflugan stuðningsmann í hagsmunagæslu sinni gegn íslenskum sjávarútveg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.