Sjávarútvegur í kröppum dansi

Viðskiptaþvinganir Vesturveldanna
Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að ræða um innflutningsbann Rússa á matvæli frá Íslandi, en um slíka hagsmuni þjóðarinnar er að ræða og mörgum spurningum ósvarað um tilurð og vegferð þessa máls. Að vel athuguðu máli settu Vesturveldin viðskiptaþvinganir á Rússa sem ekki var ætlað að beinast gegn almenningi né fyrirtækjum, heldur valdaklíkunni í Moskvu. Þessar aðgerðir voru vel úthugsaðar og fyrir hefur legið mat á viðbrögðum Rússa, sem brugðust við með banni á innflutningi matvæla frá þeim löndum sem stóðu að þvingunaraðgerðum. Í upphafi var Ísland ekki á bannlista Rússa, sem vakti reyndar nokkra undrun á sínum tíma.
Innflutningsbann á Íslenskar matvörur
Mikilvægasta hlutverk ríkisvaldsins er að gæta öryggi þjóðarinnar og það verður ekki gert hvað Ísland varðar nema með vestrænni samvinnu sem hefur verið hornsteinn utanríkisstefnu Íslands frá stofnun lýðveldisins. Hinsvegar vekur aðgerðarleysi íslenskrar utanríkisþjónustu í öllu þessu máli undrun, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Var ekki skoðað hvaða afleiðingar meðreiðin gæti kostað Íslenskt samfélag, þar sem Rússland er eitt mikilvægasta útflutningsríki landsins? Miðað við gríðarlega hagsmuni sjávarútvegs á mörkuðum í Rússalandi var ekki talin ástæða til að ræða málin við vinaþjóðir okkar og finna leið til að komast hjá tjóni upp á tugi milljarða króna vegna tapaðra markaða? Eins rækilega og það kom fram fyrir rúmu ári síðan að menn voru undrandi yfir að Ísland væri ekki á bannlista Rússa, var þá ekki ástæða til að bregðast við og skoða allar leiðir til að koma í veg fyrir lokun markaða í Rússlandi? Sváfu menn algjörlega á verðinum og ráku ráðalausir að feigðarósi á slíkri ögurstundu?
Hlutverk ríkisvaldsins
Hér hefur verið minnst á mikilvægasta hlutverk ríkisvaldsins en það á einnig að halda upp lögum og reglum í samfélaginu. Því ber m.a. að tryggja sjávarútvegi starfsskilyrði með almennum reglum til að tryggja þjóðinni hámarks afraksturs fiskveiðiauðlindarinnar. Slíkt er gert með því að tryggja sjálfbærni veiða og reyna að hámarka verðmætasköpun, m.a. með kvótakerfinu. Stjórnmálamenn hafa reyndar oftar en ekki viljað ganga lengra og oftar en ekki tekið ákvarðanir sem ganga gegn þessum grundvallar forsendum. Alls kyns afsláttur frá samkeppnisreglum er gefinn til að auka „sátt“ í sjávarútveg, en slíkt er alltaf á kostnað verðmætasköpunar og bitnar þannig á lífskjörum þjóðarinnar. Í síðustu ríkisstjórn vildu menn setja reglur um hvernig ætti að vinna uppsjávarfisk, þar sem stjórnvöld treystu ekki greininni til að taka ákvörðun um hagkvæmustu vinnslu. Settar eru reglur notkun veiðarfæra, stærð skipa, vélarstærð o.s.f. þar sem stjórnmálamenn telja sig betur komna til að taka ákvarðanir um hver eigi að veiða, hvað, hvar og hvernig. Þetta er kallað ráðstjórn!
En stjórnvöld eiga einmitt að skapa greininni starfskilyrði og þar skiptir utanríkisþjónustan miklu máli í að tryggja markaðsaðgengi fyrir íslenskan sjávarútveg. Í þessu máli hefur hún fengið falleinkunn og hefðu hausar verið látnir fjúka fyrir minni mistök en hér hafa átt sér stað.
Utanríkisráðherra
Nokkrum dögum áður en Rússar settu Ísland á bannlistann fullyrti utanríkisráðherra í fjölmiðlum að ekkert væri að gerast í þessum málum og menn biðu bara átekta, og var frekar á honum að skilja að allt væri í stakasta lagi. Getur verið að ári eftir að Rússar setja innflutningsbann á matvælum frá Vesturlöndum, þar sem öllum til undrunar að Ísland var ekki með, að utanríkisráðuneytið hafi ekkert verið að aðhafast og látið sleggju ráða kasti?
Þegar ljóst var að Ísland var komið á þennan lista og stórtjón blasti við er eðlilegt að hagsmunaaðilar bregðist við og gagnrýni beinist að ráðherranum. Í stað þess að bregðast við og upplýsa þá um málatilbúnað, þá er útgerðarmönnum hótað að svipta þá aðgengi að auðlindinni! Það var skoðun ráðherrans að útvegsmenn sem ekki gerðu sér grein fyrir mikilvægi vestrænnar samvinnu væru ekki nógu ábyrgðarfullir til að nýta fiskveiðiauðlindina!
Það er semsagt í hans valdi að ákveða hverjir fá að veiða og ef þeir haga sér ekki vel verður kvótinn tekinn af þeim? Skilningsleysi þeirra á stefnu stjórnvalda geri þá óábyrga og óhæfa til að nýta fiskveiðiðiauðlindina! Andstæðingar markaðsbúskapar ríða ekki við einteyming þegar þeir hafa jafn öflugan stuðningsmann í hagsmunagæslu sinni gegn íslenskum sjávarútveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband