Laun í fiskvinnslu

Dreifing hagnaðar
Umræðan um sjávarútveginn heldur á og verður síst málefnalegri en áður. Nú er verið að „gefa“ makrílkvóta og gleymist alveg að veiðigjöld eru lögð á allar veiðar atvinnumanna í sjávarútveg. Erfitt er að ímynda sér tvöfalt kerfi þar sem ríkið annarsvegar leigir kvótann og leggur síðan veiðigjöld á veiðarnar, fyrir utan skattgreiðslur af hagnaði. Rétt er að hafa í huga að veiðigjöld eru lögð á til að sneiða ofan af umframhagnaði, en eru ekki beinlínis til að auka tekjur ríkisins. Það eru auðvitað mjög góð tíðindi að svo vel gangi í íslenskri útgerð að ríkið telji nauðsynlegt að dreifa ofurhagnaði í sjávarútveg.
Hvað er ofurhagnaður?
Til að útskýra betur ofurhagnað er rétt að líta til olíulinda í miðausturlöndum þar sem kostnaður við að sækja olíuna er innan við fimm dollarar á fatið, en er selt á 80 til 90 dollara. Það hefur oftar en ekki verið þrautin þyngri að dreifa slíkum ofurhagnaði til almennings á sem bestan hátt. Ef um ofurhagnað er að ræða hjá útgerðinni, vinstri stjórnin lagði auðlindaskatt á vinnsluna líka, þá er spurningin hversu langt má ganga í að fleyta ofan af án þess að skaða rekstrarhæfi og samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs. Að gjaldtakan verði þjóðhagslega hagkvæm og snúist ekki um ímyndað réttlæti og umræða og ákvarðanir séu ábyrgar og byggðar á rökum frekar en pólitík eða tilfinningum.
Íslenskur sjávarútvegur í sókn
Íslenskur sjávarútvegur er einstakur í heiminum hvað varðar framleiðni og verðmætasköpun. Það má lesa m.a. í McKinsey skýrslunni sem gefin var út fyrir nokkrum árum. Þar kemur fram að helsta vandamál íslensks atvinnulífs sé lág framleiðni, sem er á pari við Grikkland, en sjávarútvegurinn skeri sig úr hvað það varðar.
En það er ekki bara að sjávarútvegurinn gangi vel heldur eru tækifærin mikil til framtíðar til að bæta gæði vöru og afhendingar til viðskiptavina ásamt því að skapa íslenskum sjávarafurðum samkeppnisforskot með aukinni kynningu og bættri markaðssetningu. Loksins eru fjárfestingar í geininni komnar á skrið, eftir áralanga stöðnun, sem átti sér frekar en annað pólitískar rætur. Með nýjum skipum og búnaði verða til enn meiri tækifæri til að sækja fram og auka verðmætasköpun í sjávarútveg.
Kvennastörf og lág laun
Það sem hinsvegar vantar í myndina er aukið réttlæti þegar kemur að kjörum fiskvinnslufólks. Sjómenn eru hátekjufólk, enda búa þeir við aflahlutakerfi sem tryggir hlutdeild í aukinni framleiðni. Fiskvinnslufólk, meirihluti konur, hefur hinsvegar ekki notið góðs af velgengni sjávarútvegs og eru láglaunastétt á Íslandi; og búa við helmingi lakari kjör er starfsbræður þeirra í áliðnaði.
Stórt iðnfyrirtæki í Svíþjóð stóð frammi fyrir átökum við starfsmenn sína á sama tíma og samkeppnisstaða þess fór hnignandi, með tapaðri markaðshlutdeild á heimsmarkaði. Ef laun yrðu hækkuð myndi það enn skerða stöðu fyrirtækisins gagnvart keppinautum. Niðurstaðan var samningur milli fyrirtækisins og starfsmanna að sameiginlega myndu þeir auka framleiðni og bæta á sama tíma gæði vöru og þjónustu. Starfsmenn fengju hinsvegar hlutdeild á árangri og niðurstaðan varð sú að launakjör þeirra tvöfölduðust á næstu árum á eftir. Ekki bara það heldur varð þetta eftirsóttur vinnustaður þar sem betri skilningur myndaðist milli aðila, báðum til framdráttar.
Einstakt tækifæri
Ef íslenskur sjávarútvegur gerði samning við fiskvinnslufólk um að bæta enn frekar framleiðni og þjónustu við viðskiptavini, gæti það skilað miklum verðmætum í framtíðinni. Að vísu má búast við að með aukinni tækni muni starfsmönnum fækka, en þekking þeirra aukast til að takast á við flóknari verkefni og laun þeirra myndu aukast verulega. Saman færu betri kjör fiskvinnslufólks og aukin verðmætasköpun ásamt því að með hærri launagreiðslum mun draga úr þörfum ríkisins til að fleyta ofurhagnaði af greininni. Ekki er hægt að ímynda sér betri dreifingu á ofurhagnaði en hækka laun starfsmanna en slíkt dregur ekki úr verðmætasköpun eða framleiðni og gæti aukið þá sátt sem er þjóðinni nauðsynleg í mikilvægustu atvinnugrein Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 21
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 283748

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband