23.6.2015 | 14:07
Laun í fiskvinnslu
Dreifing hagnaðar
Umræðan um sjávarútveginn heldur á og verður síst málefnalegri en áður. Nú er verið að gefa makrílkvóta og gleymist alveg að veiðigjöld eru lögð á allar veiðar atvinnumanna í sjávarútveg. Erfitt er að ímynda sér tvöfalt kerfi þar sem ríkið annarsvegar leigir kvótann og leggur síðan veiðigjöld á veiðarnar, fyrir utan skattgreiðslur af hagnaði. Rétt er að hafa í huga að veiðigjöld eru lögð á til að sneiða ofan af umframhagnaði, en eru ekki beinlínis til að auka tekjur ríkisins. Það eru auðvitað mjög góð tíðindi að svo vel gangi í íslenskri útgerð að ríkið telji nauðsynlegt að dreifa ofurhagnaði í sjávarútveg.
Hvað er ofurhagnaður?
Til að útskýra betur ofurhagnað er rétt að líta til olíulinda í miðausturlöndum þar sem kostnaður við að sækja olíuna er innan við fimm dollarar á fatið, en er selt á 80 til 90 dollara. Það hefur oftar en ekki verið þrautin þyngri að dreifa slíkum ofurhagnaði til almennings á sem bestan hátt. Ef um ofurhagnað er að ræða hjá útgerðinni, vinstri stjórnin lagði auðlindaskatt á vinnsluna líka, þá er spurningin hversu langt má ganga í að fleyta ofan af án þess að skaða rekstrarhæfi og samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs. Að gjaldtakan verði þjóðhagslega hagkvæm og snúist ekki um ímyndað réttlæti og umræða og ákvarðanir séu ábyrgar og byggðar á rökum frekar en pólitík eða tilfinningum.
Íslenskur sjávarútvegur í sókn
Íslenskur sjávarútvegur er einstakur í heiminum hvað varðar framleiðni og verðmætasköpun. Það má lesa m.a. í McKinsey skýrslunni sem gefin var út fyrir nokkrum árum. Þar kemur fram að helsta vandamál íslensks atvinnulífs sé lág framleiðni, sem er á pari við Grikkland, en sjávarútvegurinn skeri sig úr hvað það varðar.
En það er ekki bara að sjávarútvegurinn gangi vel heldur eru tækifærin mikil til framtíðar til að bæta gæði vöru og afhendingar til viðskiptavina ásamt því að skapa íslenskum sjávarafurðum samkeppnisforskot með aukinni kynningu og bættri markaðssetningu. Loksins eru fjárfestingar í geininni komnar á skrið, eftir áralanga stöðnun, sem átti sér frekar en annað pólitískar rætur. Með nýjum skipum og búnaði verða til enn meiri tækifæri til að sækja fram og auka verðmætasköpun í sjávarútveg.
Kvennastörf og lág laun
Það sem hinsvegar vantar í myndina er aukið réttlæti þegar kemur að kjörum fiskvinnslufólks. Sjómenn eru hátekjufólk, enda búa þeir við aflahlutakerfi sem tryggir hlutdeild í aukinni framleiðni. Fiskvinnslufólk, meirihluti konur, hefur hinsvegar ekki notið góðs af velgengni sjávarútvegs og eru láglaunastétt á Íslandi; og búa við helmingi lakari kjör er starfsbræður þeirra í áliðnaði.
Stórt iðnfyrirtæki í Svíþjóð stóð frammi fyrir átökum við starfsmenn sína á sama tíma og samkeppnisstaða þess fór hnignandi, með tapaðri markaðshlutdeild á heimsmarkaði. Ef laun yrðu hækkuð myndi það enn skerða stöðu fyrirtækisins gagnvart keppinautum. Niðurstaðan var samningur milli fyrirtækisins og starfsmanna að sameiginlega myndu þeir auka framleiðni og bæta á sama tíma gæði vöru og þjónustu. Starfsmenn fengju hinsvegar hlutdeild á árangri og niðurstaðan varð sú að launakjör þeirra tvöfölduðust á næstu árum á eftir. Ekki bara það heldur varð þetta eftirsóttur vinnustaður þar sem betri skilningur myndaðist milli aðila, báðum til framdráttar.
Einstakt tækifæri
Ef íslenskur sjávarútvegur gerði samning við fiskvinnslufólk um að bæta enn frekar framleiðni og þjónustu við viðskiptavini, gæti það skilað miklum verðmætum í framtíðinni. Að vísu má búast við að með aukinni tækni muni starfsmönnum fækka, en þekking þeirra aukast til að takast á við flóknari verkefni og laun þeirra myndu aukast verulega. Saman færu betri kjör fiskvinnslufólks og aukin verðmætasköpun ásamt því að með hærri launagreiðslum mun draga úr þörfum ríkisins til að fleyta ofurhagnaði af greininni. Ekki er hægt að ímynda sér betri dreifingu á ofurhagnaði en hækka laun starfsmanna en slíkt dregur ekki úr verðmætasköpun eða framleiðni og gæti aukið þá sátt sem er þjóðinni nauðsynleg í mikilvægustu atvinnugrein Íslands.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.7.2015 kl. 09:07 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 285825
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.