3.7.2014 | 11:57
Grein í Fiskifréttum 3. júlí 2014
Sjávarútvegur og byggðastefna
Verðmætasköpun í sjávarútvegi
Íslendingar standa sig ekki vel þegar kemur að framleiðni í samfélaginu og erum við þar á pari með suðurlöndum í samanburði, langt að baki hinum norðurlöndunum. Framleiðni er undirstaða verðmætasköpunar og lífskjör verða ekki bætt nema með kerfisbreytingum stjórnvalda.
Sjávarútvegur stendur upp úr þegar kemur að verðmætasköpun, hvort sem miðað er við sjávarútveg annarra landa eða aðrar starfsgreinar hérlendis. Með skýrri stefnu stjórnvalda í sjávarútvegsmálum þar sem hvatning væri til fjárfestingar, nýsköpunar og markaðssetningu á íslenskum fiski, væri enn hægt að bæta verðmætasköpun greinarinnar. En því miður er ríkisstjórnin stefnulaus þegar kemur að sjávarútvegsmálum og ráðherrar hóta útgerðinni nýjum lagasetningum vilji hún ekki axla ábyrgð á byggðastefnu stjórnvalda. Ríkið heldur á einum stærsta kvóta á Íslandsmiðum, 30,500 tonna þorskígildi, sem ekki hefur dugað til að snúa við byggðaþróun samfélaga sem eru í vanda. Núverandi stjórnvöld ætla að auka þennan kvóta enn frekar.
Sjávarútvegur og byggðastefna
Framundan eru miklar áskoranir í íslenskum sjávarútvegi og lykilatriði að honum sé búið umhverfi til að standast aukna erlenda samkeppni. Um þetta þarf að byggja pólitíska sátt í landinu og síðan snúa sér að öðrum þáttum sem geta aukið velmegun og verðmætasköpun þjóðarinnar. Með skuldugan ríkissjóð og krefjandi verkefni í heilbrigðis og lífeyrismálum er ekkert annað í stöðunni til bæta hér úr ef við viljum miða lífskjör okkar við aðrar norðurlandaþjóðir.
Það er ekkert náttúrulögmál að sjávarútvegur beri ábyrgð á byggðastefnu í landinu. Skoða þarf hvort betra sé að aðstoða byggðir með uppbyggingu á nýjum atvinnugreinum, í stað þess að einblína á byggðakvóta. Hóflegt veiðigjald gæti runnið í markaðssetningu á íslenskum fiski, í rannsóknir og þróun og hóflegur hluti gæti runnið í fjárfestingasjóð til að aðstoða byggðir í vanda. T.d. kostar 400 tonna byggðakvóti um 100 milljónir króna, og í raun meira ef litið er til þeirrar sóunar sem pólitísk úthlutun veldur. Þannig gæti sjávarútvegurinn hjálpað til að framfylgja byggðastefnu án þess að draga úr verðmætasköpun greinarinnar.
Tækifæri í laxeldi á Íslandi
Í Færeyjum eru botnfiskveiðar og vinnsla rekin með neikvæðri framlegð og hefur verið svo meira og minna um árabil. Öðru máli gegnir um laxeldi í Færeyjum en ársframleiðsla þar er komin upp fyrir 70 þúsund tonn. Engin atvinnugrein í Færeyjum skilar betri afkomu, þ.e.a.s. vergum hagnaði og launagreiðslur í fiskeldi eru rúmlega sex milljarðar króna og er þessi atvinnugrein undirstaða útflutnings þjóðarinnar með 40% hlutdeild. Á meðan störfum í sjávarútvegi hefur fækkað hefur störfum við eldi fjölgað, en um 750 manns höfðu atvinnu við fiskeldi í fyrra, á sama tíma voru starfandi 1.500 sjómenn. Athygli vekur að þar sem fiskeldi hefur tekið yfir störf í hefðbundnum sjávarútveg hafa laun hækkað.
Framleiðsla í fiskeldi á Íslandi var í fyrra um átta þúsund tonn en gert er ráð fyrir nærri þrettán þúsund tonnum í ár. Landfræðilega mun laxeldi framtíðarinnar byggjast upp á svæðum sem átt hafa í mestum byggðavanda. Á Íslandi er gert ráð fyrir að fiskeldi í sjó fari í 40 - 50 þúsund tonn á næstu 15 - 20 árum sem gera verðmæti upp á 30 milljarða á ári. Gætu verið tækifæri fyrir íbúa Dýrafjarðar og Önundarfjarðar í slíkri framtíðarsýn?
Það eru spennandi tímar framundan og mikil tækifæri fyrir íslendinga í fiskeldi. Gangi vonir manna um laxeldi eftir er staða íbúa á Vestfjörðum öfundsverð. Stjórnmálamenn þurfa að tryggja framgang fiskeldis á Íslandi en leyfa sjávarútveg að blómstra og skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 285747
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.