26.6.2014 | 16:00
Frásögn í sjómannablaði Vesturlands 2014 III
Beðið milli vonar og ótta á Hóli í Bolungarvík
Það voru gleðitíðindi þegar við fréttum að Sólrún væri komin að gúmbjörgunarbátnum - það er ekki hægt að þræta fyrir það" sagði faðir Grétars, Hálfdán Örnólfsson í viðtali við Morgunblaðið daginn eftir slysið. Það var opið fyrir bátabylgjuna í útvarpinu heima og þar heyrði dóttir mín, Kristín, þegar tilkynnt var að Svanur hefði sokkið og mennirnir væru komnir um borð í gúmmíbjörgunarbát. Það dimmdi yfir, er þessi fregn kom og líðanin hjá okkur var ekki góð, þótt við reyndum að vera sæmilega róleg. Við fylgdumst með með því sem fram fór á bátabylgjunni í allan dag og heyrðum þegar kallað var í gúmmíbátinn, en heyrðum aftur á móti ekki í honum. Þegar fregnin kom um að Sólrún væri búinn að finna hann þá létti okkur mikið"
Í þá daga var algengt að fylgjast með fjölskyldu og ástvinum á sjónum í gegnum bátabylgjuna, 2182, í útvarpinu. Mánudagurinn 29. janúar 1969 líður Kristínu Hálfdánsdóttur seint úr minni. Hún var tólf ára gömul og hafði fengið hettusótt og var því ein heima á Hóli. Þennan dag hafði pabbi hennar beðið hana endilega að hlusta á bátabylgjuna fyrir sig og fylgjast með hvernig gengi hjá Grétari syni sínum á sjónum. Hálfdán hafði áhyggjur þar sem veðurspáin var slæm og búast mátti við slæmu veðri þennan dag.
Kristín kveikti á útvarpinu og kom sér vel fyrir í stofunni heima á Hóli og fylgdist samviskusamlega með bátunum, stundum þurfti að leggja eyrun upp að útvarpinu til að heyra því misjafnlega heyrðist í mönnum. Þess á milli lá hún á stofugólfinu og las í bók. Allt í einu heyrir hún mjög skýra rödd Hálfdáns Einarssonar á Sólrúnu þar sem hann tilkynnti að heyrst hafi neyðarkall frá Svaninum. Báturinn væri sokkinn og mennirnir hefðu komist í gúmmíbát og nú þyrfti að hefja skipulega leit strax. Hann sagði að veðrið færi versnandi og stutt væri í myrkur því þyrftu allir bátar að tilkynna hvar þeir væru til að geta hafið skipulega leit.
Við þessar fréttir brá Kristínu mikið, hentist niður í símann og innan skamms var öll fjölskyldan komin heim og sat saman steinþegjandi við útvarpið þar sem þau hlustuðu á skipstjórana tala saman um leitina. Í fyrstu var fjölskyldan bjartsýn, en síðar dofnaði vonin eftir því sem leið á daginn og þegar Hálfdán skipstjóri sagði í stöðinni að nú væri komið myrkur og veðrið svo slæmt að líkur væru á að leit yrði hætt í bili , þá fór Kristín að hágráta. Hún upplifði að Grétar bróðir hennar og áhöfn hans hefðu hlotið sömu örlög og sjómennirnir á Heiðrúnu sem fórust árið áður og þau sömu og áhafnir á Traustanum og Freyjunni frá Súðavík ásamt Svaninum frá Hnífsdal. Þögnin í stofunni að Hóli var þrúgandi og enginn sagði neitt en sama hugsunin sótti þó að öllum. Svo leið dálítil stund og allt í einu heyrðist til Hálfdáns Einarssonar segja að hann teldi sig hafa séð rautt ljós á stjórnborða og ætlaði að skoða það nánar. Svo kom hann aftur og sagðist næstum því hafa keyrt á gúmmíbátinn, hann væri við hliðina á þeim og þar væru allir skipbrotsmenn heilir á húfi.
Það er ekki erfitt að ímynda sér gleðina sem braust út í stofunni á Hóli þegar fjölskyldan faðmaðist og fullvissuðu síðan hvort annað um að allan tímann hefðu þau verið sannfærð um að báturinn myndi finnast. En það liðu tveir dagar áður en þau sáu Grétar sem var veðurtepptur inn á Ísafirði og þegar samfundir loksins urðu var þetta allt orðið svolítið óraunverulegt. Kristínu er það minnisstætt hversu sár hún var yfir því að Grétar bróðir hennar kæmi ekki strax heim að Hóli, en faðmlagið sem hún fékk við endurfundinn gleymist aldrei og þá vissi hún að þessi martröð væri á enda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 285747
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.