2.11.2010 | 08:29
Stígum varlega til jarðar í breytingu á stjórnarskrá
Stígum varlega til jarðar í breytingu á stjórnarskránni
Markmið stjórnarskrárinnar er að endurspegla þjóðarvilja ásamt því að skapa umgjörð fyrir góð lífskjör íbúanna og tryggja mannréttindi með hófstilltu ríkisvaldi.
Stjórnarskráin er kjölfesta samfélagsins og hornsteinn skipulags ríkisins sem tryggir lýðræðislega stjórnarhætti og kemur í veg fyrir lagasetningu sem gengur gegn borgaralegum réttindum þegnana. Stjórnarskránni á ekki að hrófla við nema til þess séu ærnar ástæður og rétt að breytingar á henni séu vel ígrundaðar og hófstilltar. Það á ekki að breyta henni af því að hún sé ,,dönsk" eða gömul eða vegna pólitískra væringa í augnablikinu. En þarf að breyta stjórnarskránni? Svarið er hiklaust já en rétt að menn komi sér saman um það fyrst hverju þurfi að breyta og hvers vegna.
Beint lýðræði
Aukin krafa hefur orðið í lýðræðisríkjum um beina aðkomu íbúa að ákvörðunum (beint lýðræði) og fara þannig fram hjá kjörnum fulltrúum sínum (fulltrúa lýðræði). Það er mín skoðun að slíkt geti veitt stjórnmálamönnum aukið aðhald og komið í veg fyrir að teknar séu ákvarðanir gegn vilja þjóðarinnar. Gott dæmi um slíkt eru slæm vinnubrögð framkvæmdavaldsins í IceSave samningnum.
Setja þarf reglur þar sem ákveðið hlutfall kosningarbærra manna geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, sem myndi gera málskotsrétt forseta óþarfan. Setja þarf reglur um samþykktaskilyrði og eins að undanskilja mál sem ekki henta í þjóðaratkvæði, s.s. fjárlög og skattamál. Hér er um grundvallarrétt þegnanna að ræða og því full ástæða til að taka slíkar reglur inn í stjórnarskrá.
Valdsvið forseta
Miklar umræður hafa verið um valdsvið forsetans, sérstaklega hvað varðar synjunarvald hans til staðfestingar á lögum frá Alþingi og málsskotsrétt til þjóðarinnar. Fræðimönnum ber ekki saman um hvernig beri að túlka 26. grein stjórnarskrá og ríkir því óvissa um þetta mikilvæga mál í stjórnskipun lýðveldisins. Þessi mál hafa valdið miklum deilum í samfélaginu og nauðsynlegt að setja skýrari ákvæði um valdsvið forseta. Rétt er að benda á skort á leiðbeiningum í stjórnarskrá um myndun ríkisstjórnar og reyndar ekki minnst á lykilhlutverk hennar í stjórnskipuninni og stjórnarskráin hafi ekki fylgt þeirri þróun sem átt hefur sér stað s.l. öld.
Þrískipting valdsins
Þrískipting valdsins í; löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald er grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar. Töluverður styr hefur staðið um mörkin þarna á milli, sérstaklega milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds og talað er um ,,virðingu" Alþingis í því samhengi, þar sem margir telja að framkvæmdavaldið sýni Alþingi oft á tíðum yfirgang. Mörg dæmi eru um pólitísk átök vegna þessa á undanförnum árum. Einnig hefur verið bent á að flest frumvörp til Alþingis komi frá ráðherrum sem umfram þingmenn hafi aðgang að sérfræðingum úr sínum ráðuneytum til undirbúnings og ráðgjafar. Það er mín skoðun að engu þurfi að breyta í stjórnarskrá vegna þessa en bæta þurfi starfsumhverfi þingsins með aukinni sérfræðiaðstoð við samningu lagafrumvarpa, til að tryggja gæði þeirra og að þau samrýmist stjórnarskrá.
Landsdómur
Framkvæmd Landsdóms stenst ekki mannréttindakafla stjórnarskrár þar sem ,,sakborningur" nýtur ekki sjálfsagðra mannréttinda eins og stöðu sakbornings við rannsókn máls og spurning um aðlögun að reglum almenna dómskerfisins. Greina þarf á milli hinnar pólitísku og lagalegu ábyrgðar ráðherra. Það er bein ógn við lýðræðið ef ráðherrar eru saksóttir fyrir pólitíska stefnu eða stefnuleysi.
Þjóðkirkjan
Umræða hefur verið um þjóðkirkjuna þar sem á togast frelsi einstaklinga til trúariðkunar og mikilvægi kristilegrar menningararfleifðar fyrir samfélagið. Þrátt fyrir trúleysi er ég mjög íhaldsarmur í þessum málum og tel að hlúa þurfi að sameiginlegu gildismati þjóðarinnar sem hornstein siðvöndunar. 62 grein stjórnarskrárinnar má standa óbreytt en draga má úr afskiptum ríkisins og fjárhagslegum stuðningi við lútersku kirkjuna með breytingu á lögum. Stjórnarskráin tryggir að öðru leyti trúfrelsi í landinu.
Umhverfis- og auðlindamál
Ég er til umræðu um að taka þessa mikilvægu málaflokka inn í stjórnarskrána. Það verður þó að vera almennt orðalag þar sem við viljum tryggja skynsamlega nýtingu auðlinda í þágu þjóðarinnar og ekki sé gengið á náttúru landsins á kostnað komandi kynslóða. Ekki má nota stjórnarskrána til að leysa þau dægurmál sem uppi eru í samfélaginu. Við höfum löggjöf sem á að tryggja þau meginmarkmið sem hér eru nefnd og þeim á að breyta ef þjóðarvilji er til þess.
Að lokum
Ég vil standa vörð um stjórnarskrána og koma í veg fyrir að ráðist sé í breytingar á henni vegna pólitískra dægurmála. Stjórnarskráin er kjölfesta lýðræðis og lýðræðið tryggir síðan að henni sé fylgt. Stjórnarskrá án lýðræðis er marklaust plagg. Við þurfum því ekki síður að tryggja að stjórnarskráin sé það sem hún stendur fyrir og henni sé fylgt í stjórnskipun og lagasetningu. Lýðræði og þátttaka almennings í stjórnmálum tryggir það best. Stígum varlega til jarðar í breytingum á stjórnarskránni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessu Gunnar. Í mínum huga þarf að breyta stjórnarskránni mest í þá veru að aðskilja betur löggjafarvald og framkvæmdavald. Ekki setja inn einhver dægurmál eins og þú nefnir. T.d. þennan frasa um að allar auðlindir eigi að vera í eigu þjóðarinnar sem gengur ekki upp. Sjá:
http://www.steinisv.blog.is/blog/steinisv/entry/1107920/
Þorsteinn Sverrisson, 2.11.2010 kl. 15:50
Sæll Gunnar, þetta er nokkuð góð samantekt hjá þér, það er í raun ekki stjórnarskráin sem er vandamál, heldur túlkun hennar og einnig framkvæmd.
Varðandi beint lýðræði má vissulega skoða hvort hægt sé að auka möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum um ýmis málefni. Það eru þó margir sem vilja meina að beint lýðræði felist í breytingu á kjöri til alþingis, að um beina kosningu hvers fulltrúa verði að ræða. Þessi hugmynd er arfavitlaus, það sést best á þeirri kosningu sem fyrir dyrum stendur.
Valdsvið forseta er í sjálfu sér skýrt í núverandi stjórnarskrá, það er hins vegar ekki nógu skýrt hvernig meðhöndla skuli mál eftir að forseti hefur neytt réttar síns til að vísa lögum til þjóðarinnar. Á því þarf að taka. Vald forseta er nauðsynlegt, án þess mun lýðræðið ekki þrífast.
Landsdóm þarf vissulega að endurskoða, en alls ekki leggja af. Skilgreina þarf hvaða málefni falla undir hann og með hvaða hætti hann skal notast. Það er með öllu ófært að hægt skuli vera að nota hann í pólitískum tilgangi eins og gert var í vetur. Einnig þarf að búa svo um að leikreglur um þennan dóm fylgi almennu dómstigi, þegar bætt er úr vanköntum sem þar finnast muni þær úrbætur ganga sjálfkrafa yfir landsdóm.
Stjórnarskráin okkar er að grunni til mjög góð, vissulega má alltaf endurskoða hana en þá af mikilli varfærni.
Núverandi stjórnvöld leggja mikla áherslu á að stjórnarskránni verði breytt. Ástæður þess eru ekki til að byggja upp betra þjóðfélag, heldur til þess eins að hægt sé að koma okkur undir hæl ESB. Það er sorglegt en satt!!
Gunnar Heiðarsson, 2.11.2010 kl. 19:30
Kærar þakki fyrir málefnalegar athugasemdir. Ég tel nauðsynlegt að setja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur inn í stjórnarskrá. Ég tel það vera kall tímans enda hafa margar vestrænar þjóðir tekið þetta inn. Þá að tiltekinn fjöldi kosningabærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það hefur sýnt sig að mikil óvissa ríkir um valdsvið forseta hjá okkur. Einhvernvegin passar ÓRG ekki inn í myndina eins og hann hefur þróað embættið. Þetta minnir meira á konung en valdalausan forseta. Ég svona henti því á loft hvort málskotsréttur hans væri óþarfur ef ákvæði er um þjóðaratkvæðagreiðslu er sett inn?
Landsdómur stenst ekki mannréttindakröfur. Að hægt sé að ákæra án þess að ákærði fái stöðu vitnis er ekki gott. Einnig þarf að skerpa þessi skil milli lögbrota og pólitískra ,,mistaka". Það má ekki refsa ráðherra fyrir pólitíska skoðun og það að fylgja henni. Meðan það brýtur ekki gegn lögum.
Ég er sammála þér um að stjórnarskráin sé góð en kannski má einfalda orðalag og skerpa meiningar og draga úr óvissu í texta. Skýra það með einfaldari og skýrara orðalagi hvað átt er við þannig að ekki þurfi hámenntaða menn til að túlka það sem átt er við eða styðjast við óskýra hefð.
Ég er nú svona hallur undir Evrópu og get ekki tekið undir það síðasta. Hinsvegar þurfa menn að hafa á hreinu hvernig þjóð undirgengs yfirþjóðlegt vald. Við gerum það öllum alþjóðasamningum en þetta mætti skýra í stjórnarskrá. Eru þau lög og reglur sem við undirgöngumst í gegnum EES rétthærri en íslensk lög og jafnvel fremri stjórnarskránni?
Gunnar Þórðarson, 4.11.2010 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.