Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.2.2009 | 12:37
Tíðindalítið á norðurslóðum
Séð héðan frá miðbaug virðist allt með kyrrum kjörum norður undir heimskautsbaug. Tiltölulega átakalítið nema nokkrir herðir torfasynir hrella Davíð í Seðlabankanum.
Héðan er allt gott að frétta. Það er regntími og hann slettir úr sér annað slagið, venjulega einu sinni á dag í svona hálftíma. Þess á milli sól og blíða. Einu tíðindin eru að það fjölgaði í heimili hjá bloggara en lítil mús hefur verið að trítla um á kvöldin. Það var ekkert annað að gera en kalla til Terminator sem vonandi verður búinn að vinna sitt verk þegar heim er komið í kvöld. Það verður í seinna lagi þar sem golfið bíður eftir vinnu.
Ekki hefur orðið vart við neina herði torfa hér um slóðir, nema stórir hópar fara um miðborgina með lúðrablæstri og trommum. Einhver skilti eru með í för en ekki vitað hvað á þeim stendur. Kreppan er ennþá víðsfjarri Afríku, en það gæti verið svikalogn.
10.2.2009 | 18:15
The Bessastada farmer
Bessastaðabóndinn hann bullar mikið núna
Hann er að verða vitlaus því vitið vantar í frúna
Það gerir ekkert til það gerir ekkert til
Þau fara á skíði um miðvetrarbil
10.2.2009 | 10:21
Bessastaðabullarinn
Þetta fer að verða pínlegt fyrir Íslendinga. Það er farið að fjúka í flest skjól og ástandið fer sí-versnandi. Bessastaðakóngurinn bullandi við erlend glanstímarit og viðskiptablöð, um málefni sem koma embætti hans ekkert við. Davíð kóngur neitar að yfirgefa Seðlabankann, þrátt fyrir að traust bankans innan- sem utanlands sé við frostmark. Stjórnvöld opna gluggann til að heyra hvað skríllinn á götunni vilji gera og virðast ekki hafa sjálfstæða skoðun og alls ekki geta tekið skynsamlegar ákvarðanir.
Allt vekur þetta athygli erlendis og enn eykst vantraust á efnahagsmálum Íslendinga. Er Íslendingum alls varnað?
![]() |
Þjóðverjar fái engar bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2009 | 05:21
Diana Wallis og ESB
Diana Wallis er mikill Íslandsvinur. Bloggari hefur átt með henni fund og lesið það sem hún hefur skrifað um ESB og hugsanlega aðild Íslands að sambandinu.
Það er hinsvegar ömurlegt að fylgjast með fólki sem tekur þátt í þessari umræðu með fordómum, upphrópunum og frösum. Málið er allt of mikilvægt fyrir Íslendinga til að kasta þannig til höndunum um þetta málefni. Allir ættu að geta kynnt sér málið að einhverju ráði en ekki láta mata sig með einhliða áróðri til að þjónkast þröngum hagsmunahópum.
Diana Wallis er fullviss um að Íslendingar myndu ná ásættanlegri lendingu í samningum um sjávarútvegsmál. Einnig myndu þeir við inngöngu skapa sér leiðtogahlutverk innan ESB á því sviði. Enda myndu þeir verða lang-stærsta fiskveiðiþjóðin innan Sambandsins, en Danir númer tvö.
Á þessari síðu er grein þar sem möguleikum á samningum í sjárútvegsmálum er lýst með góðum rökum. Reyndar var sú grein sett inn á Evrópuvef Sjálfstæðisflokksins og þar þurfti að rökstyðja enn frekar það sem fram var sett. En menn geta ekki búist við að leiðtogar ESB gefi Íslendingum fyrirfram loforð, áður en þeir sækja um. Þannig ganga kaupin ekki fyrir sig á eyrinni.
Málið snýst um að Íslenska þjóðin búi við efnahagslegt öryggi í góðum samskiptum við viðskiptaþjóðir sínar (75% er innan EES), samstíga þeim þjóðum sem deila með okkur gildum og menningu.
![]() |
Styður aðildarumsókn Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2009 | 13:01
Birtir yfir Bessastöðum
Stórskemmtileg frásögn er af viðtali Bessastaðarbóndans og spúsu hans við Franskt glanstímarit birtist á visi.is í dag. Þar kemur fram að húsfreyjan á Bessastöðum var fyrir löngu búin að gera sér grein fyrir efnahagaástandi þjóðarinnar. Sennilega meinti hún ekkert með að ,,Ísland væri stórasta land í heimi" Hún hefur sennilega ætlað að segja ,,skuldir Íslands eru stórastar í heimi"
Þetta er mjög skemmtileg umfjöllun en reyndar lenda þau hjónin í nokkrum átökum sín á milli í viðtalinu. Ólafur marg- reynir að fá konu sína til að tala varlega og biðlar til blaðamanns að birta ekki það sem hún er að segja. Hún segir að svo mikið sé af húsum á Íslandi að engin hætta sé á að einhverjir missi heimili sín. Færi sig bara yfir i næsta hús, enda sé allt fullt af tómum húsum. Nú og þeir sem eigi ekki fyrir brauði geti bara borðað kökur. Það þarf svona lausnir í dag.
Kannski þessi aðalþjóðlega hefðarkona gæti verið svona nokkurskonar ,,Guiding light" okkar Íslendinga. Hún er greinilega mjög vel að sér í hagfræði og reyndar mjög vel tengt alþjóðlega. Ef til vill gæti hún tekið yfir í Seðlabankanum. Ekki bara að hún drekki te með Mrs. Brown í Bretlandi heldur er hún beintengt inn í innsta kerfi Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins. Hringdi reyndar þegar 2005 til að biðja um hjálp fyrir þessa vesalings þjóð sem ekki kann fótum sínum forráð.
En spurningin sem vaknar er af hverju hún útskýrði ekki málin fyrir bónda sínum sem var fram að hruni haustið 2008, aðal aflvaki útrásarvíkinga og sá um tengslanet þeirra erlendis. Fremstur meðal jafninga í útrásinni og engin sporgöngumaður í þeim efnum.
Það birtir yfir Íslandi þegar ljósið skín af Bessastöðum (guiding light) og einu áhyggjur bloggara eru vinir hans við Skerjafjörð, að þau fái ofbirtu í augun við ósköpin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.2.2009 | 14:59
Enn um Davíð konung
Sjálfstæðismenn verða að láta af pólitísku þrasi um Davíð Oddsson. Þetta er að stór skaða flokkinn og virðast flestir aðrir en forystumenn flokksins koma auga á þá staðreynd. Sjálfstæðismenn fengu tækifæri í rúma hundrað daga til að láta til sín taka og segja af bankastjórn SÍ sem hafði gert stærri mistök í peningamálastjórnun en hægt var að sætta sig við. Til viðbótar var formaður bankastjórnar með endalausar pólitískar yfirlýsingar sem hæfði engan vegin hans stöðu og var eitt og sér nægjanlegt til að láta hann fara. Traust bankans hafði beðið skipsbrot og engin vettlingatök dugðu til að endurreisa það.
Þess í stað lýsti fyrrverandi forsætisráðherra margoft yfir stuðningi við Davíð, sem því miður er orðin tákngerfingur fyrir bankahrunið. Það er ein megin ástæðan, ásamt því að vilja ekki bera ábyrgð á hruninu, fyrir því að Sjálfstæðismenn eru nú utan ríkisstjórnar. Aldrei hefur þjóðin þurft jafn mikið á styrkri stjórn að halda og óskiljanlegt hvernig flokkforystan hefur forgansraðað í þessum málum.
Forysta Sjálfstæðisflokksins ætti að líta vestur yfir haf til BNA og taka Obama sér til fyrirmyndar. Nýbakaður forseti hikar ekki við að taka ábyrgð á mistökum sem honum og hans mönnum verður á. Hann tekur af allan vafa og segir hreint út ,,ég klúðraði málunum"
Þetta leggst vel í Bandaríkjamenn og þeir treysta honum fyrir vikið.
Það er löngu komið nóg af stuðningi forystu Sjálfstæðisflokksins við Davíð Oddsson. Það sjá allir í gegnum þetta og ekki hægt að slá ryki í augu almennings. Davíð var góður forsætisráðherra og kom mörgum mikilvægum breytingum á í okkar samfélagi. En það er algerlega á hans ábyrgð hvernig er komið fyrir honum. Bréfið frá Jóhönnu Sigurðar er vel orðað og ekkert við það að athuga. Þetta er ekki pólitískt einelti.
5.2.2009 | 05:18
Mein-Baugur á íslenskum hagsmunum
![]() |
Glitnir gjaldfellir lán Baugs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 10:25
Hvalveiðar
Ítarleg umfjöllun var um hvalveiðar Japana í BBC í gærkvöldi. Umfjöllunin var að sjálfsögðu ekki hlutlaus þar sem BBC hefur markað sér ákveðna stefnu gegn hvalveiðum. Ekki var leitað sjónarmiða Japana en langt viðtal við forkólf andstæðinga hvalveiða.
Hann sagði að hvalir suðurhafa séu eign þeirra þjóða sem að þeim liggja og Japanir séu þeir einu sem vilji stunda veiðar. Aðrar þjóðir kjósi að leyfa dýrunum að synda frjálsum um höfin og alls ekki að veiða þau. Farið var löngu máli um þá ,,fáránlegu" afstöðu Japana að veiðarnar væru í vísindaskyni, enda vissu menn allt um hvali í dag og engu við þá þekkingu að bæta. Hvort eða væri fengist engin vitneskja frá dauðum hvölum og því væri um fyrirslátt að ræða. Japönum var lýst sem villimönnum vegna hvalveiða sem ekki væri hægt að stunda mannúðlega og hefðu ekkert með matvælaöflun að gera.
En þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Mikilvægi hvalkjöts fyrir þjóðina er mikið og snerta grunnhagsmuni. Japan er tiltölulega lítið land með 200 milljón íbúa og takmarkað ræktunarland fyrir allan þann fjölda. Þeir líta á hvalveiðar sem mikilvæga þjóðarhagsmuni og þrátt fyrir að matvælaöryggi hafi ekki verið forgangsatriði undanfarin 50 ár, þá geti það breyst. Miklir óvissutímar eru framundan sem ógni þjóð eins og Japönum sem þurfa að treysta á innflutning matvæla og hvalkjötið gæti því skipt miklu máli. Svona líkt og sumir hafa litið á sauðkindina fyrir Íslendinga.
Íslendingar þurfa að taka saman hugsanlegar hvalveiðar sínar í framtíðinni. Áætla t.d. hundrað hrefnur og 20 stórhvali sem veidd væru árlega. Reikna út hvað þessar veiðar legðu til landsframleiðslu þjóðarinnar og núvirðisreikna langt fram í tímann. Ef horft er nægilega langt til framtíðar gæti þessi upphæð orðið stjarnfræðilega há.
Ef við sækjum síðan um inngöngu í ESB, en bloggari sér enga aðra raunhæfa leið fyrir Íslendinga, og krafa Sambandsins væri að landinn legði niður hvalveiðar, þá væri hægt að benda á útreikninga á tilleggi hvalveiða til landsframleiðslu. Síðan að setja fram þau rök að um sameiginleg ákvörðun ESB ríkja sé að ræða og því væri sanngjarnt að aðildarþjóðir skiptu með sér kostnaðinum við hvalveiðibanni.
Fyrir vesalings fólkið í ESB, sérstaklega Bretar og Hollendingar, sem ekki hafa náð góðum nætursvefni í áraraðir út af þeim barbarisma sem hvalveiðar eru, væri greiðsla á 200 til 300 milljörðum króna, smá upphæð. Enda myndi hún deilast niður á rúmlega 300 milljónir manna. Lítið réttlæti væri hinsvegar að láta minnstu þjóð ESB bera kostnaðinn af því að skapa vellíðan og góða samvisku fyrir allan fjöldann. Þá gætum við sagt eins og Churchill forðum: ,,aldrei hafa jafn fáir gert jafn mikið fyrir jafn marga"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 15:52
Geir Haarde og BBC
Langt viðtal við Geir Haarde hefur gengið á fréttavef BBC í allan dag um fjármálakreppuna. Það er ekki annað hægt en vera ánægður með viðtalið og Geir er algerlega frábær talsmaður Íslands. Bæði er enskan hjá honum óaðfinnanleg og ekki síður rakasemdafærsla og útskýringar. Kurteis og vandaður og að öllu leiti fullkominn talsmaður Íslands. Ekkert af þessu kemur á óvart þar sem honum er þetta lagið og þekking á hagfræði ekki dregin í efa.
Það sem kom á óvart í viðtalinu var hversu auðmjúkur hann var og viðurkenndi mistök ríkistjórna undanfarin ár. Að þeir, sjálfstæðismenn, hefðu leyft bankakerfinu að vaxa landsmönnum yfir höfuð og skort á eftirlitsstofnunum sem hefðu átt að taka á vandanaum.
Hvers vegna hefur Geir ekki sagt þetta við íslenska fjölmiðla? Það er nákvæmlega það sem þurfti að gera. Sjálfstæðismenn verða að viðurkenna mistök sín til að ná einhverri sátt við þjóðina og verða treyst til að stjórna málefnum hennar í framtíðinni. Ef Geir hefði átt svona viðtöl við fölmiðla heima á Íslandi undanfarna mánuði væri staðan önnur í pólitíkinni en raun ber vitni.
30.1.2009 | 07:17
Það er engin önnur leið fær
Íslendingar eiga engan annan raunhæfan möguleika en sækja um í ESB og seinna inngöngu í evrusamstarfið. Nauðsynlegt er að nota þann meðbyr meðan stækkunarstjóri Sambandsins, Íslandsvinurinn og Finninn Olli Rhen, er við stjórnvölin. Svíar eru að taka við formennsku í ESB sem eru okkur hagstætt, en erfiðara verður að eiga við Belga sem eru næstir í röðinni.
Það eru þrjár leiðir til fyrir Íslendinga í gjaldmiðlamálum. Nota krónuna, sem er blindgata þar sem engin mun hafa traust á henni. Einhliða upptaka gjaldmiðils sem er villuljós. Engin möguleiki er að taka þá áhættu sem því fylgir þar sem þjóðin væri berskjölduð fyrir efnahagslegum þrengingum og enga peningamálastjórn. Upptaka evru eftir inngöngu í ESB. Sem er eina raunverulega leiðin ef Íslendingar vilja halda uppi öflugum utanríkisviðskiptum.
Sjálfstæðismenn sem berjast gegn þessu hafa ekki bent á neina aðra raunhæfa leið en virðast hafa inngöngu nánast eins og um trúaratriði væri að ræða. Klisjan um að Íslendingar verði að afsala sér umráðaréttinum yfir auðlindum okkar stenst ekki skoðun. Einhverra hluta vegna fást Sjálfstæðismenn ekki til að ræða þau mál efnislega og málefnalega. Nota nánast samskonar frasa og andstæðingar kvótans hafa gert í gegnum tíðina.
Nú blasir alvaran við Íslendingum. Þeir verða að varpa frá sér mikilmennskunni sem komið hefur þjóðinni í þau vandræði sem hún er í. Takast á við málin af auðmýkt og taka ákvörðun sem bætir lífsgæði þjóðarinnar, en hugnast ekki bara þröngum hagsmunum minnihlutahópa
![]() |
Fengjum forgang inn í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 23
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 287444
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar