Vearing Prada

1001 nótt1001 nótt

Það er mikið að gera í vinnunni þessa daganna. Margir hlutir sem þarf að koma sér inn í og læra nýja aðferðafræði.  Það er því langur vinnudagur og minni tími til að blogga. Yfir því verður ekki kvartað enda með því reiknað og vonast til þess. Allt sem ég vonaðist til í þessu starfi var að takast á við krefjandi og áhugaverð störf og eru engin vonbrigði með það ennþá.

Ég er ósköp glaður að hafa vinnukonu þessa dagana. Koma þreyttur heim að skínandi hreinni íbúð með öllum fötum samanbrotnum og röðuðum inn í skáp. Kvöldmaturinn bíður inn í ískáp og bara að skella honum inn í örbylgjuofninn. Ég þarf að sjálfsögðu að greiða henni laun en hún er vel að þeim kominn. Reyndar var ég mjög heppinn að ráða Pam, sem talar ensku reiðbrennandi og því auðvelt að eiga við hana samskipti.

Sumir vina minna hafa komið að máli við mig og fundist líf mitt vera eins og í Þúsund og einni nótt. Þetta er auðvitað meðfæddur glannaskapur í mér þegar ég lýsi hlutunum og besta að koma þessu niður á jörðina.

Eins og ég sagði er vinnukonan á mínum vegum og ég greiði henni laun. Ég bý í stórri og notalegri íbúð á sjöundu hæð, sem myndi vera svipað stór á Íslandi fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Það  er reiknað með að fjölskylda mín geti verið hér og búið hjá mér en við erum fjögur í heimili á Ísafirði. Öryggið við að búa í svona íbúðarblokk þar sem fylgst er með öllum sem inn koma er nauðsynlegt. Allir erlendir erindrekar búa við þessar aðstæður hér og telst þetta vera standard. Sá sem gegnir stöðu sendiherra hér er einmitt að flytja úr stóru húsi í dýrasta hverfi borgarinnar í slíkt íbúðarhótel vegna öryggis en hann er með 14 ára dóttur sína með sér. Það má ekki gleyma því að á Sri Lanka eru herlög í gildi sem geta haft alvarlegar afleiðingar ef menn gæta sín ekki.

Sendiráðið hefur svo bíla til að skutla okkur til og frá vinnu og þangað sem við þurfum að fara vegna vinnu. Í dag fer ég að skoða fíla og þá er notast við einkabíla. Bílarnir eru algerlega nauðsynlegir í umhverfi eins og Colombo. Það er ekki fyrir hvern sem er að rata um rangala borgarinnar og lítið vit í að eyða dýrmætum tíma okkar í það. Bílstjórarnir leysa ekki okkar verkefni hér á Sri Lanka.

Þannig að við skulum koma okkur út úr ævintýrinu og inn í raunheima þó það sé ekki eins skemmtilegt að segja frá þeim.

PradaVearing Prada

Eitt er það sem fylgir því að búa í hitabeltinu er að maður fer aldrei í jakka. Stutterma skyrta er venjulegur klæðaburður karlmanna og alls ekki bindi. En það er galli á gjöf Njarðar því að nú vantar vasana til að geyma allt smádótið. Myndavél, farsíma, gleraugu, sólgleraugu o.s.fr. Við berum því töskur eins og konurnar heima. Við hefðum kannski átt að gera minna grín að eiginkonunum hvað þetta varðar því  ,,We are vearing Prada„

 

Fílaskoðun

Fílar 016Það er snemma morguns 11. ágústs og framundan ferð að skoða fíla með Ron og Dan. Sú ferð verður skráð seinna. Þetta eru góðir vinir Shirans, tengdasonar míns og hafa tekið mér sem fjölskdumeðlim síðan ég kom hingað. Samstarfsmaður minn hér sagði að ég hefði komist jafn vel inn í samfélagið hér á viku og venjulega gerist á einu ári. Þökk sé Auri og hennar móttökum þegar ég kom hingað.


Lífið í Colombo

Starfið á Sri Lanka 

tuk tuk 1Það væri auðvelt að miskilja skrif mín á þann hátt að lítið væri að gera í vinnunni og ég væri ekki sinna störfum fyrir forseta vorn og þjóð. En það er misskilningur og rétt að benda á að störf okkar hér eru flókin og vandasöm þannig að mestur tími minn hefur farið í að setja mig inn í málin. Í grófum dráttum gengur starfið út á að bæta lífsgæði fólks hér í sjávarútvegi, sem eru með fátækustu stéttum landsins. Þá erum við að tala um fátækt þar sem fólk hefur minna en 2 $ á dag í laun. Ekki spurningu um hvort foreldrar hafi efni á að kaupa fartölvu fyrir börnin sín.

Reyndar varð mér alveg um og ó þegar ég leit yfir þau verkefni sem ég á að bera ábyrgð á í starfi mínu og vissi varla hvar átti að byrja. Svo notuð séu myndhvörf þá má líkja þessu við að ætla sér að éta fíl og vita ekki hvar eigi að byrja. Bíta aðeins í rófuna eða naga hann í hnéð? Til að ráða betur við þetta mun ég fara á laugardaginn í boði Dan, lögfræðings Aury, til að skoða fíla. Eins gott að vita hvernig þessar skepnur líta út áður ég fer fræðilega að skera þær niður í steikur.

Ég mun semsagt láta það bíða aðeins að fjalla um starfið og segja frá því þegar ég er kominn betur inn í málin, frekar en að bulla eitthvað sem lítið mark er á takandi. Útskýra umhverfið og lífið hér til að byrja með og láta aðal atriðið sæta afgangi í bili.

Pólitíkin

Í pólitíkinni eru það stríðið og verðbólgan sem eru efst á baugi. Síðan 2003 - 2004 hefur verð á nauðsynjum hækkað mikið. Brauðið úr 3 kr. í 14 kr, 100 gr. af mjólkurdufti úr 80 kr. í 103 kr. og bensín úr 48 kr ltr í 70 kr. Kostnaður vegna varnarmála hefur farið úr 30 milljörðum kr. í 80 milljarða síðan 2003 en harðnandi átök við Tamila hafa þar mest áhrif.

Umferðin

Tuk tukÉg hef áður sagt frá því hvernig forsetin ferðast um en eðlilegar ástæður liggja fyrir slíkum ferðamáta. Það sem Tamilarnir hafa reynt að stilla sig inná er að mæta þessum bílalestum og sprengja sig upp um leið og þeir mæta bílnum sem forsetinn, eða einhver annar háttsettur embættismaður, er í. Þetta hefur verið reynt hér reglulega og hefur því miður oft kostað líf óbreyttra borgara. Til að útiloka þessa aðferð var ákveðið fyrir nokkrum mánuðum að allar götur í Colombo yrðu einstefnugötur. Engin kynning var gerð á þessu heldur vöknuðu menn upp einn daginn við breytinguna. Það var mikil handagangur í öskjunni næstu daganna á eftir þegar menn reyndu að rata í vinnuna eftir nýja kerfinu. En flestir eru þó á því að þetta sé til bóta. Umferðin gengur betur fyrir sig og flæðið er betra.

Það ver mikið búið að hræða mig á umferðinni hér í Colombo þar sem hún væri algjörlega vitfirrt og ruddaleg. Sri Lanka er með vinstri umferð að gömlum og góðum enskum sið sem gerir þetta svolítið erfiðara en umferðin er ekki svo slæm. Reyndar rennur hún ótrúlega ljúflega og stundum fimlega. Ökumenn eru eins og klettaklifrari sem er með öll skilningarvit á fullu við að stýra í gegnum öngþveitið og þar með heyrnina. Flautið er engin ruddagangur eða frekja. Það er stanslaust verið að gefa merki til næsta bílstjóra til að láta vita afsér en þetta hefur ekkert með dónaskap að gera. Ég ætla fljótlega að hefja akstur hér í borginni, algerlega óragur við að kasta mér út í öngþveitið óreiðuna sem virðist ríkja á götum bæjarins. Þetta er miklu betra en það lítur út fyrir að vera.

Það er rétt að segja frá fyrirbæri sem heitir túk túk og eru þriggja hjóla faratæki og eru notaðir hér sem leigubílar. Allar götur eru fullar af þessum fyrirbærum sem eru einskonar blanda af bíl og mótorhjóli. Allt tilheyrir þetta neðanjarðarhagkerfi þar sem engin ökumælir er og ekkert gefið upp til skatts. Verðið fyrir þjónustan ræðst af útliti (ríkur - fátækur) og hörku viðskiptavinarins í að prútta um verðið. Þessi tæki taka lítið pláss og henta því vel, sérstaklega þegar haft er í huga að engin opinber bílastæði eru í borginni.

Klúbbarnir

Picture 010Ég fór á Rótarýfund hjá Rotary Club of Colombo West í gær. Skemmtilegur fundur og maturinn eins og á fjögurra gafla veitingahúsi í París. Byrjað var á að hylla þjóðfánann en það er reyndar gert á hverjum morgni á öllum stofnunum á Sri Lanka. Síðan var ég látin koma upp og kynna mig og minn litla klúbb á Ísafirði. Ég notaði tækifærið og montaði mig af tengslum mínum við Sri Lanka og þeim ávexti sem af þeim hafa sprottið. Ritari og forseti klúbbsins buðu mér inngöngu og yrði hún afgreidd á stjórnarfundi nú í ágúst. Fundarstaðurinn er á Cinnamon hótelinu sem er í tveggja mínútna fjarlægð frá vinnustaðnum. Svona álíka langt eins og var að heiman yfir á Hótel Ísfjörð, þar sem Rótarýklúbbur Ísafjarðar fundar.

Um kvöldið var mér boðið út að borða á Colombo Swimming Club og gengið frá boði um inngöngu. Það er fínasti klúbbur bæjarins og er í tveggja mínútna gang frá skrifstofunni.

 

Hyde Park Corner

Picture 007Mér var bent á það í gær af vini mínum að í London stendur karlinn á kassanaum á Hyde Park Corner og heldur ræður yfir vegfarendum. Ég bý einmitt á Hyde Park Corner og má líkja blogginu mínu við að ég standi á kassa við hina rafrænu þjóðbraut og láti móðan mása. Besta mál ef einhver hefur gaman af því, þó ekki væri annar en ég sjálfur.

 

 

 

Vedda þjóðflokkurinn

innfæddirÍ dag 9. ágúst er alþjóðadagur innfæddra. Á Sri Lanka eru um eitt þúsund innfæddir, Vedda þjóðflokkurinn, og búa þeir í Oya National Park á austurströnd eyjarinnar. Tæplega 19% þeirra eru læsir og rúmlega 58% eru atvinnulausir. 41% vinna við landbúnað en tæp 9% hafa framfæri af veiðum. Tæp 2% vinna við ferðaþjónustu en það gæti aukist ef þeir byggju ekki á miðju átakasvæði. Vedda þjóðflokkurinn var fjölmennastur um þar síðustu aldamót þegar þeir voru 5000. Þeim hefur stöðugt fækkað síðan.


Klúbbar og kveðjustund

  Klúbbar í Colombo

Royal Colombo Golf ClubÞá er komið að klúbbunum hér í Colombo. Í gær var mér boðið til hádegisverðar í Royal Colombo Golf Club. Eftir stutt spjall við Club Captain var ekkert því til fyrirstöðu að gerast meðlimur. Nú er bara að byrja að æfa af kappi og ná niður forgjöfinni. Það er auðvelt þegar maður byrjar með fullt hús stiga.

Næst er það Rotaryklúbbur hér í borg. Á miðvikudag er mér boðið á fund á Cinnamon Grand hótel. Ég veit enn ekki hvað klúbburinn heitir en það verður gefið upp seinna.

Síðan er það Swiming Club of Colombo, sem er gamall enskur fyrirmannaklúbbur. Ekki er hægt að sækja um inngöngu, frekar en í Rótarý, heldur verður að mæla með þér af meðlim. Eitt af skilyrðum fyrir inngöngu er að viðkomandi komi ekki frá þjóð sem háð hefur styrjöld við Breta síðustu 100 árin. Ég heyrði einmitt sögu af því þegar bjóða átti Þóri Hinrikssyni í klúbbinn að honum var neitað vegna Þorskastríðsins. Það þurfti að beygja til reglur og tala menn til svo hann gæti orðið meðlimur. Vonandi hafa Bretar fyrirgefið Íslendingum þessa smán þannig að ég fái nú inngöngu í þennan rómaða klúbb.

Aury kvödd

GoflvöllurÍ gærkvöldi var svo komið að kveðjustundinni fyrir Aury. Vinir hennar buðu til veislu á Trans Asia hótelinu hér í Colombo. Enn eitt glæsihótelið, með lifandi indverskri tónlist í anddyrinu og flottheitin yfirgengileg. Allar tegundir af ferskum fiski, rækjum og humar lá á ís utan við veitingastaðinn, sem var tælenskur.

Þegar við förum út að borða þá er tilgangurinn ekki að borða sig saddan eða fá næringu. Þó það sé reyndar megin tilgangur með því að matast, per se. Hugmyndin er að njóta matarins og upplifa eitthvað sérstakt eða notalegt. Láta leika við bragðlaukana og ekki síður að tryggja umhverfi og félaga sem lætur manni líða vel. Hér var allt þetta fyrir hendi og skortir lýsingarorð til að útskýra upplifunina.

 

Tælenskur matur

Frænka ShriansMér dettur helst í hug að nota myndhvörf og maður ímyndi sér að hann ætli í gönguferð upp á Himmelbjerg í Danmörku. Lítill hóll sem ku vera grasi vaxinn og varla að maður taki eftir hækkuninni á leiðinn upp á toppinn sem er í um 200 metra hæð. En ferðin er raunverulega farin í heiðskýru upp á Hlöðufell, Snækoll eða verður ganga um Hornvík. Það sem fyrir augun ber er svo ótrúlega fallegt og upplifunin svo sterk að lýsingarorð skortir. Nema þá helst í bundnu máli. Ég treysti mér ekki til að yrkja um tælenska matinn í gærkvöldi en bragðlaukarnir fóru í íslenska fjallgöngu í björtu hlýju sumarveðri á Fróni. Það var dekrað við þá, þeim endalaust komið á óvart og þeim strokið og stundum fengu þeir hressilegt nudd.

Hópurinn var skemmtilegur og áfram fékk ég að njóta þess að vera í ,,fjölskyldunni" og vera tekið sem slíkum. Mikið spurt um Jón Gunnar, sameiginlegan erfingja okkar Aury og minnið í símanum mínum er að fylllast af númerum vina minna í Colombo.


Pólitík í hitabeltinu

Mount Lavinia

Hotel Mount Lavinia

Eftir heimsóknir til ættingja Aury og skoðun á húsinu hennar í Colombo var farið á Mount Lavinia Hotel þar sem við áttum stefnumót við Ron og Dan.

Þetta glæsilega hótel var byggt af landstjóra Breta á Sri Lanka, Sir Thomas Maitland, snemma á nítjándu öld. Hótelið heitir í höfuð á hjákonu hans sem hann byggði hús fyrir við hliðina á landstjórasetrinu og lét reyndar gera leynigöng á milli til að auðvelda heimsóknir í dyngju hennar. Lavinia var af portúgölskum ættum en Portúgalar voru fyrstir til að leggja Sri Lanka undir sig sem nýlendu. Þeir náðu reyndar aldrei hálendinu í Kandy undir sig frekar en Hollendingar seinna en Bretunum tókst að ljúka því verki árið 1815.

Hótelið er stórglæsilegt, byggt við ströndina í útjaðri Colombo og eftir góðan sundsprett í lauginni fengum við okkur hádegisverð á hlaðborði hússins, sem var dæmigerður Sri Lankan matur. Mikið af karrý, bæði fiskur og kjöt með hrísgrjónum og fersku salati. Útsýnið yfir ströndina er stórfenglegt og utan við gluggan rugguðu pálmatrén rólega í vestan golunni. Í fjarska mátti sjá World Trade Center turnana þar sem hafði skokkað fyrr um morguninn.

Meiri heimsóknir

Aury og brúðarmærÍ eftirmiðdaginn heimsóttum við Dr. K. Sivasubramaniam sem er fræðimaður á sviði fiskveiða og er sérhæfður í túnfiskum, komin á eftirlaun eftir langt starf fyrir FAO. Hugsanlega getur hann orðið að liði þegar kemur að öflun gagna fyrir meisaritgerðina sem ég stend frammi fyrir og mikill fengur í vináttu hans og væntanlegri hjálp.

Aury þekkir öll stórmennin í Colombo og eftir smá hvíld heima í íbúð er ég sóttur í kvöldverð. Nú á enn einu glæsihótelunum, Cinnamon Grand, með vini hennar og líflækni, ásamt eiginkonu. Með í för er vinkona Aury, milljarðamæringurinn Rohina sem þrátt fyrir sextíu árin heldur sér ótrúlega vel til, hlaðin skartgripum.

Hitabeltið

sunnudd 017Við kvöldverðin var mikið talað um hálendi Sri Lanka og sérstaklega Nuwara Elya þar sem Rohina á stóran og glæsilegan fjallakofa. Það er ákveðið að taka mig þangað en ég held ég bíði eftir heimsókn eiginkonunnar til Sri Lanka í þá ferð. En lýsingar þeirra á þessum dásamlega stað veita fyrirheit um skemmtilega ferð ósnortna náttúru upp í fjöllum eyjarinnar. Dýralíf er fjölskrúðugt þar með fílum, krókódílum, hlébörðum, öpum og hundruðum tegundum af fuglum. Á Sri Lanka eru yfir 540 tegundir af fuglum.

Ég reiknaði út í fljótheitum að miðað við staðsetningu Colombo, 7° Norður, er sólinn enn fyrir norðan okkur í hádegisstað. Það verður ekki fyrr en um 20. september að hún verður beint yfir höfði okkar en eftir það fer hún að halla í suður. 21. desember verður hún beint yfir 22° breiddarbaug suður í hádegisstað.

BlómÉg er sem sagt staddur í miðju hitabeltinu. Enda dýrlífið fjölskrúðugt og ekki síður flóran. Ég fór með Aury í morgunverð til vina hennar Surei og Bobby í morgun. Þau sömu og fyrsti kvöldverður minn var hjá á heimili í Colombo. Þau búa í skógi vöxnu hverfi borgarinnar þar sem skurðir og mýrlendi er sem eru ástæða þess að byggð er ekki þétt þar. Þau rækta all kyns blóm og tré og er litadýrðin ótrúleg. Stoltust eru þau þó af orkendíum sem þau hafa í bakgarðinum en þær voru reyndar ekki í blóma núna. Flestar jurtir blómstra mörgum sinnum á ári enda er lítill munur á árstíðum hvað hitastig varðar.

Sri Lanka pólitík

Blóm2Smá fréttir úr pólitíkinni hér á Sri Lanka. Ríkisstjórninni líkaði ekki hvað smávörukaupmenn hækkuðu vöruverðið og kostuðu með því verðbólgu og ólgu meðala þjóðarinnar. Þá var réðist ríkið í að opna 200 kaupfélög víðsvegar um landið til að tryggja samkeppni. Þetta er nú verðugt umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga hvort við getum náð niður verðbólgunni með svona handstýringu. Einhvernvegin minnir þetta á gamla tíma á Íslandi sem undirritaður saknar lítið. Ég sé þó fyrir mér að Vinstri grænir gætu tekið þetta upp í stefnuskrá og því er hugmyndinni hér með komið á framfæri.

 

Annars er pólitíkin hér í uppnámi þar sem einn stjórnarflokkurinn hefur bakkað út úr ríkisstjórn og eru atkvæði nú hníf jöfn í þinginu. Á Sri Lanka er franska mótelið notað þar sem forseti er kosinn sérstaklega og hann velur sér síðan ráðherra. Reyndar hefur hann sunnudd 021valið bræður sína til setu í mikilvægustu ráðherrastólunum, en hann treystir þeim reyndar best af öllum. Annar þeirra sem sér um varnarmál og bjó í BNA með lifibrauð sem skemmtikraftur (trúður). En það þarf ekki að vera honum til vansa þar sem miklir stjórnmálaskörungar hafa einmitt komið úr skemmtanabransanum. Regan er einn merkasti forseti Bandaríkjanna og óhætt að fullyrða að ekki veiti af Tortímanda til að stjórna fimmta stærsta hagkerfi heims, Kaliforníu. Engin venjuleg vettlingatök hafa dugað þar hingað til og ekki að sjá annað en Arnold Schwarzenegger höndli þetta vel.

 

Dagskráin

sunnudd 013Á mánudag er boðið til hádegisverðar í Konunglega golfklúbbinn sem vonandi leiðir til inngöngu síðar. Á miðvikudag er mér boðið á Rótarýfund á hótel Cinnamon Grand og bölva því nú að hafa ekki tekið með mér fána frá Rótarýklúbbi Ísafjarðar. engin


Að sprengja kultúrmúrinn

 

sendiráðiðÚti að skokka

,,Morning has broken" glymur í ipod-inum meðan ég þýt meðfram ströndinni frá Golfis hótelinu áleiðis að World Trade Center turnunum. Þetta er snemma í morgunsárið en árisulir Colombobúar eru þó mættir á þennan eina skokkstað bæjarins. Og hann er góður. Við hliðina brotar vestan aldan úr Indlandshafi á stöndinni og útifyrir sjást risa flutningaskip og olíuskip. Mér finnst gaman af slíkum skipum og sé hagvöxtinn fyrir mér. Það þarf ekki að afsaka flutningabíla á vegunum heima fyrir mér.

Eftir tvo kílómetra er komið að bannsvæði hersins og ekki annað að gera en snúa við og fara bara fleiri ferðir. Í þriðju ferð þjóta ungir menn úr róðraliði hersins framúr mér eins og ég standi kjurr. Þetta gengur ekki og nú er sprett úr spori. Ég held lengi í við þá en farinn að velta því fyrir mér hvar ég muni detta dauður niður af kappinu. En mér er borgið þar sem þeir halda á inn á bannsvæðið en ég VERÐ að snúa við. Eftir fjórar ferðir fram og til baka er ég sáttur og lít eftir bílstjóranum Kumara.

Redderingar

Þriðji dagurinn minn fór vel í Colombo. Tengdamóðir dóttur minnar sótti mig um ellefu leytið í vinnuna til að arrensera hlutum. Fyrst var farið í bankann til að opna reikning og þar voru að sjálfsögðu vinir hennar við stjórnvölin. Bankastjórinn og framkvæmdastjórinn tóku okkur út í hádegisverð á kínveskan matsölustað. Einhvernveginn var kínamaturinn betri þarna en ég hef áður fengið.

Það er nú tryggt að ég þarf aldrei að fara í biðröð í bankanum mínum þar sem ég fer beint inn til framkvæmdastjórans ef mig vanhagar um eitthvað. Reyndar kom í ljós að þetta útibú Commercial Bank þjónar einmitt sendiráði Íslands og ICEIDA.

Að komast inn í samfélagið

Það athyglisverðasta sem ég upplifði þó í gær var eftir síðdegisdrykk í klúbbhúsi atvinnulífsins með Aury og vinum hennar. Við vorum á leið út í bíl þegar umferðagatan tæmdist utan við klúbbinn. Ég gekk áleiðis að götunni en var stoppaður af hermanni með alvæpni. Allt í einu komu þrjár tvöfaldar raðir af mótorhjólum á fleygi ferð með alvopnaðan farþega að aftan. Síðan komu herjeppar og síðan brynvarður bíll og þar á eftir fleiri mótorhjól og síðan sjúkrabíll og fleiri herbílar. Þarna var varnarmálaráðherrann, bróðir forsetans, á ferð en þetta er nauðsynlegur ferðamáti æðstu manna af öryggisástæðum. Tígranir sitja stöðugt um líf þeirra og því nauðsynlegt að gæta fyllstu varúðar.

Þetta kvöld var snætt á því flottasta veitingahúsi sem ég hef komið á. Staðurinn er á indversku hóteli í miðbæ Colombo og ekkert til sparað að gera staðinn og umhverfið eins glæsilegt og hugsast getur. Aury hafði boðið fjórum góðum vinum sínum til að kynna okkur og vel fór á með hópnum. Það var einmitt þá sem ég uppgötvaði seinna undrið þennan dag. Ég hafði sprengt Kultúrmúrinn með því að fara í gegnum hann á ógnar hraða.

Milli mín og þessa fólks var bókstaflega engin spenna. Mér var tekið eins og ég væri einn af hópnum enda fjölskyldumeðlimur. Saman eigum við Aury einn einsárs gamlan og það dugar til að mér sé algjörlega treyst og komið fram við mig eins og ég hefði alist upp með þeim. Það er býsna notaleg tilfinning.

Meðan á borðhaldinu stóð spilaði indversk hjómsveit tónlist sem bókstaflega tók mann á flug. Maður sveif með tónunum sem voru ljúfir og notalegir. Meðal annars spiluðu þeir lag fyrir Aury um æskuslóðirnar í Anuradhapura þar sem móðir hennar býr nú.

Brennsla eftir veislur

Okkur var ekki til setunar boðið fram á kvöld þar sem næsti dagur yrði tekinn snemma. Ég hafði minnst á við skrifstofustjórann fyrr um daginn hvort bílstjórinn, Kumara, gæti skutlað mér um níu leitið eitthver þar sem hægt væri að skokka. Það var alveg sjálfsagt en níu væri allt of seint. Það væri ekki vit að hlaupa af stað seinna en klukkan sjö.

morgunmaturEftir hlaupið skutlaði Kumara mér í vinnuna en þar er ekki unnið á laugardögum. Ég skellti mér í sturtu sem fylgir skrifstofunni minni og næ hér þriggja tíma vinnu áður en Aury sækir mig til að hitta fleiri vini og vandamenn. Morgunmatinn hafði ég tekið með mér að heiman og læt fylgja hér með mynd af veislunni. Rauði ávöxturinn er einmitt rambutan sem ég smakkaði í fyrsta sinn í morgun og ekki olli hann mér vonbrigðum.

Í Tunguskógi

Í kvöld verður mikil veisla í Birkilaut eins og endranær á laugardegi fyrir verslunarmannahelgi. Yfirleitt hefur verið boðið upp á nautasteik en nú er brugðið útaf með austurlenskum karrýrétt. Þó ég sé fjarri góðu gamni þá veit ég að eldamennskan hjá Shiran mun gleðja bragðlauka fjölskyldu og bestu vina minna sem hafa möguleika á að mæta til þessarar veislu. Ég óska þeim og fjölskyldu minni góðrar skemmtunar og bið að heilsa.


Dagur 2

 

Formáli

Þegar ég réði mig hjá ICEIDA stóð til að ég færi til Afríku, nánar tiltekið til Malavi. Síðan fékk ég hringingu og var spurður hvort mér væri sama þó ég færi til Sri Lanka. Að sjálfsögðu fagnaði ég því þar sem tengsl mín við landið eru töluverð eins og áður hefur verið bent á. Það sem meira er að tengdamóðir dóttir minnar, sem er heimamaður þó hún búi á Íslandi, hefur dvalið hér í allt sumar og nú sér hún til þess að ég falli inn í samfélagið og aðlagist á mettíma.

Aury og PamHúshjálpin

Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Hvað gerir maður þegar ráða þarf þjónustustúlku og viðkomandi er í fjarbúð frá sinni heitt elskuðu eiginkonu? Til að allt verði nú í góðu lagi þarf að fylgja slíkri ráðningu fullt traust og álit einhvers sem er algjörlega treystandi í slíkum málum. Það besta við þessar aðstæður væri að láta tengdamóður sína velja þjónustustúlkuna, en slíkt er ekki mögulegt í mínu tilfelli.

Næst besta lausnin í málinu var alveg borðleggjandi, það er að láta tengdamóðir dóttur minnar um málið. Eftir hádegið í gær hittust þær hér á skrifstofunni, Aury og Pam Viere. Þær smullu saman og nú var farið að ræða hvernig ætti að hugsa um mig þannig að ég hefði það sem best. Hvernig morgunverð ætti að vekja mig upp með og hvað ég vildi borða þegar Pam sér um kvöldverð fyrir mig. Og síðan hvað vantaði í íbúðina í Hyde Park Residency til að fullnægja öllum þörfum mínum.

Innkaupin

Eftir úttekt á íbúðinni var farið út að versla allar nauðþurftir. Byrjað á pottum, pönnum, diskum og hnífapörum. Meðan ég ræddi við eiganda verslunarinnar um sjávarútveg, góðan vin Aury, sáu konurnar um innkaupin. Það eina sem ég lét mig varða var að bæta tappatogara á innkaupalistann. Að öðru leiti sáu konurnar um málið og hér með hef ég ,,aflært" innkaup. Rétt er að taka fram að ég var heltekin rauðsokkuveikinni heima. Látin skúra, vaska upp, þvo þvott og jafnvel strauja.

Aury krafist þess að borga reikninginn en ég varð þó að greiða henni eina evru sem ég átti í vasanaum. Í innkaupakörfunni var hnífur og slíkt má ekki gefa samkvæmt Búddisma, og því greiddi ég með skiptimyntinni.

Næst var það matarinnkaup og sama var þar uppi á teningnum, fyrir utan yfirheyrslu um hvað mér líkaði og hvað ekki. Það var greinilegt að konunum kom vel saman og tengdamóðir dóttir minnar hafði samþykkt Pam, og eiginkona mín getur treyst þeim dómi. Pam er sextíu og tveggja ára en talar ensku reiðbrennandi. Frænka skrifstofustjórans í sendiráðinu og því er traustið algjört. Hún þarf reyndar frí á sunnudagsmorgnum þar sem hún þarf að fara til kirkju, en ég get vel lifað við það.

Þetta var dásamlegt. Ég elti þær með körfuna án þess að hugsa nokkuð um innkaup og næst sá ég straubretti og straubolta bætast í safnið. Það er toppurinn í tilverunni að fá allt straujað af sér og koma á kvöldin að samanbrotnum skyrtum og buxum.

Heimsókn No 1

Um kvöldið var farið í fyrsta heimboðið til vina Aury. Þau verða fleiri þar sem næstu fjórir dagar eru þétt skipulagðir í að kynna mig og koma mér inní samfélagið.

Húsfreyjan, Sury, er sérfræðingur í skartgripum og eiginmaðurinn lögfræðingur og þau voru ásamt syni sínum og dóttir. Við áttum mjög notalega kvöldstund og maturinn var algjört hnossgæti. Frá því að ég steig fæti inn fyrir þröskuld hússins og þar til ég kvaddi var bara töluð enska. Heimilisfólkið talað ensku sín á milli til að láta mér líða sem best. Ég er ekki viss um að Íslendingar myndu gera það en okkur hættir til að skipta yfir á ilhýra íslenskuna þegar líður á kvöldið þó með séu erlendir gestir.

ávextirAf ávöxtunum skulu þið þekkja þá

Aury hafði tekið mig á markaðinn fyrir kvöldmatinn í gær til að kynna mig fyrir vinum sínum hjá Rathnayaka Food Center sem selja ávexti og grænmeti. Það er erfitt að lýsa ávöxtunum hér á Sri Lanka. Ég fékk að smakka ýmsa sem ég hef aldrei séð áður og bragðið er himneskt. Í morgun voru einmitt þessir ávextir á morgunverðarborðinu mínu. Mengosten er rauður ávöxtur á stærð við tómat, með þykkri leðurkenndri húð að utan en hvítur kjarni inn í sem lítur út eins og hvítlaukur. Og bragðið er ævintýralega gott. Síðan fékk ég það besta Mango sem ég hef nokkurn tíman smakkað. Einnig var þarna Ramuda sem er hvítur ávöxtur inni í gulum berki og í honum eru stórir svartir steinar. Þetta var eins og að vera kominn í Þúsund og eina nótt. Engin ávöxtur sem ég hef bragðað komst í hálfkvist við Ramuda. Enn á ég eftir að smakka Rambutan en nú er einmitt uppskeran á þeim eðal ávöxt. Hann er svo eftirsóttur að verðir gæta trjánna meðan uppskerutíminn er. Ávöxturinn er rauður á litin og með brodda eins og ígulker en í framtíðinni mun koma í ljós hvernig hann er að innan.

Verðir, löggur og hermenn

Talandi um verði. Ég held að annarhvor maður á Sri Lanka sé vörður, lögga eða hermaður. Búningarnir eru í öllum litum og gerðum en þeir eru alls staðar. Það eru tveir hér við hliðið á sendiráðinu. Gatan sem við erum við er lokuð með hliðum og a.m.k. fjórir hermenn með og alvæpni tvær löggur við hvorn enda. Reyndar er skrifstofa forsetans við hliðina á okkur og því er þetta mjög viðkvæmt svæði.

Ég hef áður sagt frá krákuverðinum en í öllum verslunum og öðrum þjónustumiðstöðvum er allt fullt af vörðum. Þrír verðir standa við hliðið þar sem ekið er að Hyde Park Residency. Í lobbíinu eru þrír verðir til viðbótar og sjálfsagt einn eða tveir á bílastæðunum í kjallaranum. En ástandið er reyndar ótryggt hér í landi og dregur þetta alld dám af því.


Fyrsti dagur á Sri Lanka

fáninnÞá er fyrsti vinnudagurinn í Colombo að baki. Ég lenti hérna að kvöldi þriðjudags og var sóttur á flugvöllinn af skrifstofustjóra sendiráðsins, Mr. Dias og bílstjóranum mínum Mr. Kumara. Þeir skutluðu mér upp í íbúðina sem verða heimkynni mín næstu tvö árin og er á 7. hæð á Hyede Park Resident í miðborg Colombo. Frábær íbúð, 160 m2með öllum hugsanlegum þægindum. Húsið og íbúðin minna svolítið á lúxushótel enda verustaður fyrirfólks hér í borginni.

Kumara er að verða mikilvægasti maðurinn í mínu lífi þessa daganna. Ég gæti ekki án hans verið. Hann sækir mig á morgnana og ekur mér heim á kvöldin. Fari ég á bar eða veitingahús eftir vinnu skutlar hann mér þangað og bíður eftir mér. Þurfi ég að komast í golf yfir helgina, sér hann um það.

Fyrsti dagurinn var ljúfur hér í sendiráðinu og mín beið rúmgóð og notaleg skrifstofa. Allt uppsett og tilbúið og komið á tölvusamband og bein símalína til Íslands (gunnar@iceida.is)

Sri LankaÉg ætla ekki að þylja upp upplýsingar um Sri Lanka en bendi á tengil Þróunarsamvinnustofnunar til upplýsinga.

Í hádeginu matreiddi ráðskona sendiráðsins kjúkling í karrý en um kvöldið var ákveðið að hitta landa okkar í friðargæslusveitunum. Eftir vinnu fórum við tveir Íslendingarnir sem vinnum í sendiráðinu á Gulf hotel sem er eitt það glæsilegasta í borginni, hér rétt hjá niður við sjóinn. Hótelið er í klassískum nýlendustíl og ekki laust við að manni líði eins og breskum nýlenduherra þegar þangað er komið. Þjónarnir bókstaflega stjana við mann og eru á hverju strái. Það merkilegasta þennan daginn upplifði ég einmitt á Gulf hotel. Það var krákuvörðurinn. Krákuvörðurinn stendur með langa leðuról í hótelgarðinum og heldur þessum fuglum frá gestunum og kemur í veg fyrir óþægindi af þeirra völdum. Það er ekkert til sparað að láta manni líða vel í þessu landi.

Seinna hittum við þrjá landa okkar á Gallery resturant sem var byggt upp á vinnustofu frægasta arkitekts Sri Lanka. Þau voru þrjú úr friðargæslusveitum Íslands og við tveir úr sendiráðinu sem jafnframt eru skrifstofur ICEIDA á Sri Lanka. Það eru átta Íslendingar að vinna fyrir SLMM (friðargæslan) og starfa við erfiðar aðstæður og oft hættulegar. Tveir borðfélagar þetta kvöldið voru að störfum í Colombo en sú þriðja var að koma úr hvíld frá Tælandi eftir margra mánaðar veru í norður Afganistan við friðargæslustörf þar.

Mér leið eins og skólastrák sem væri á fyrsta degi í heimavistaskóla þegar ég hlustaði á sessunauta mína þetta kvöld. Tveir höfðu unnið við friðargæslu í Bagdad og Afganistan og voru núna að fást við átökin á Sri Lanka. Þeirra beið ferð á ófriðarsvæðin á norð- austur hluta eyjarinnar, sem var vel undirbúin, enda hættuleg við vaxandi átök milli stjórnarinnar og Tamil Tígrana. Starf þeirra byggist mikið á að vinna með báðum aðilum, hafa traust þeirra til að afla sem bestra upplýsinga um ástandið og meta hvað er framundan. Meðal annars fáum við starfsmenn sendiráðins trúnaðarupplýsingar um ástandið á Sri Lanka þannig að við getum haldið okkur frá átökum eins og mögulegt er. Átökin gera starfið erfitt þar sem stór hluti af verkefnum okkar eru á þeim svæðum sem mestu átökin eru í dag.

Stúlkan í hópnum starfar við friðargæslu í Afganistan eins og áður segir og verður þar allavega næstu sex mánuðina. Hún hefur mikla reynslu og hefur meðal annars starfað í Afríku í tvö ár og talar fimm eða sex tungumál.

Við fengum okkur hestaskál á The Kriket Club sem er eins enskt og hugsast getur. Mér er sagt að vilji ég vera samræðuhæfur í þessu landi verði ég að fylgjast með þjóðaríþróttinni, Krikket, og skilja leikinn og fyljast með því sem þar er að gerast. Ég lærði á hafnarbolta í Kanada svo Krikket getur ekki verið svo flókið. Reyndar tekur einn leikur upp í heila viku en þolinmæðin er lykilorð hér á Sri Lanka.

ColomboÁ leiðina í vinnuna í morgun helli rigndi enda er tími vestur monsún síðsumars og á haustin. Besta veðrið er í desember og fram í apríl en þá er þurrt og bjart og sjórinn hér við suðurströndina verður heið blár og tær. Fyrsta verk mitt var að ráða húshjálp sem sjá mun um að halda íbúðinni hreinni, elda fyrir mig morgunmat og þvo og strauja. Það verða viðbrigði fyrir undirritaðan sem tekið hefur fullan þátt í húsverkum hingað til að sjá óhreinukörfuna breytast í straujaðar samanbrotnar skyrtur eins og um töfra væri að ræða. Ég held ég þurfi að aflæra alla þessa rauðsokkumenningu frá Íslandi meðan ég dvel hérna.


Reynsla frá Mexíkó

Á seinni hluta síðustu aldar bjó ég í tæp tvö ár í Mexíkó þar sem ég gegndi stöðu

Production Manager fyrir S.A. Nautico í Guyamas, Sonora. Fyrirtækið var að hálfu leiti í eigu Íslenskra aðila og var ég ráðin til að sjá um byggingu verksmiðju, uppsetningu á vélum og tækjum, uppsetningu framleiðslu- og gæðakerfa og ráðningu starfsmanna. Þetta var mikil lífsreynsla en það sem mér þykir vænst um var að eignast innlenda vini sem hjálpuðu til við að aðlagast ólíkri menningu. Ég skrifaði langa ritgerð um þessa reynslu í B.Sc námi á Akureyri, á ensku, en hér að neðan er útdráttur úr henni tekin út úr Power Point. 

Experience from Mexico
International Project

Mexico flag

 

 

 

 

Be Roman in Rome

  • Dont tray to change the Mexicans
  • Change your self

The difference
between the nations

Individualistic vs. Collectivistic

Mexicans
    • Scores high in Collectivistic
    • Teamwork and group responsibility
    • Member of the organization
    • Member of the family
    • Good working conditions
    • Member of the GROUP

 

  Icelanders

    • Scores high in Individualistic
    • Freedome in the job
    • Personal sense of accomplishment
    • Independant from the organization
    • Work goal, stess employees
    • Individual decision making

Large Power distance vs. Low Power distance

Mexicans scores high in Power distance.
    • Expect and accept power is distributed unequally
    • Highly vertical hierarchical pyramid
    • Person higher in hierarchy, more difficult to approach
    • Secretaries serve as gatekeepers
  • Icelanders score low in Power distance
    • Flatter hierachical pyramid. 
    • Subordinates and superiors are in more collaborative relationship
    • Hierarchy tends to be perceived as a distinction of task rather than of persons


Masculinity vs. Feminity

DavidMexicans and Icelanders similar in Masculinity!









Uncertainty Avoidance

  • Mexicans low in Uncertainty Avoidance
      • Lower stress
      • Punctuality is relative and not important
      • Rules are not important
  • Icelanders higher in Uncertainty Avoidance
      • More stress
      • Punctuality is resonable important
      • Rules are more important

Uncertainty Avoidance - The Mexican

A habit to misdirect - but why?

  • They dont want to admit they don´t know something
  • In there culture it is considered impolite to tell the trhuth, if it was expected to be an insult.
  • Saying "no" to a request is considered rude, but yes does not necessary be a conformation
  • Telling a lie is much better than telling someone something he does not want to hear
  • Better to tell a lie then to disturbe someone or hurt his feelings

The Mexicans and the Icelanders

  • The people are extremely methodic and easygoing but companionable
  • Never hear a Mexican raise his voice and seldom wave his hands around him
  • Wanting to get people´s attention, we raise our voices and put some power in it
  • The Mexicans are not used to such a fanaticism, only used there before killing someone
  • It is absolutely necessary for us to change this habit and slow down our blusterer

 stundvísi

  • The habit of the Mexicans unpunctuality
  • If a Mexican invites you for a dinner at eight a clock, you should not show up before nine or even ten.  It is even considered impolite to show up at the "right" time
  • Late is normal, but no mistake, it has nothing to do with laziness or recklessness
  • It is simply a habit of relaxed people

 

Collectivistic

The Mexicans
  • Getting acquainted in Mexico and making friends
  • Getting to know the inhabitants, socialize with in the  "in-groups"
  • Everything is so quiet and methodic
  • There is no need of arguing or have much communication, but just to meet and stay together makes them feel good
  • In the collective culture, the in-group has taken decisions beforehand

 

Individualistic

The Icelanders

  • We were used to argue about politic, singing or loudly disagree on soccer
  • In an individualist culture when people meet they feel a need to communicate

The Culture

  • Mexico, as a society has a strong group orientation
  • The typical Mexican is believed to value cooperation and harmony over competition between individuals.
  • The Mexican culture is characterized as preferring loyalty over efficiency as well valuing the personal more so than the professional
  • Keeping their face is important and it is important to show the Mexican executive respect in front of theirs subordinates 
  • Respect is strongly important and it is widely used to keep up discipline among the workers
  • Respect
  • Mexican colleague is extremely important to respect this placement 
  • Respect is vital to have a productive cooperation with Mexicans
  • If these matters are respected and intruders at least try to learn their language, Spanish, things will go much better
  • For a matter of success, these important issues should be taken seriously 
  • Cost of training a person beforehand is only a small amount of money compare with the expenses of someone's wrong doing in these matters 
  • Spoiling a good cooperation and a good working relationship because of stupidity and lack of acquaintance of native's cultural matters

 feminity


Á leið til Sri Lanka

Sri LankaNú styttist í brottför mína til Sri Lanka þar sem ég flýg til nýrra heimkynna mánudaginn 30. júlí. Fyrst til Frankfurt og þaðan í 11 tíma flug til Colombo, höfuðborgar Sri Lanka.

Í tilefni þess breyti ég útliti síðunnar og efnistökum, en hugmyndin er að segja frá lífi og starfi í þessu framandi landi.

Fyrir mig er það sérstök ánægja að tengdasonur minn er ættaður þaðan. Þó hann sé alinn upp á Íslandi og sé fyrst og fremst Íslendingur, þá er hann fæddur þar og á stóra fjölskyldu á Sri Lanka. Meðal annars á hann móður ömmu á lífi og hefur sterkar taugar til landsins.

Akur á Sri LankaÞað verður ánægjulegt að kynnast landi og þjóð en sérstaklega þessari fjölskyldu sem tengst hefur mér órjúfanlegum böndum, meðal annars með fyrsta barna barni mínu, Jóni Gunnari Shiransyni. 

Hvað tekur við?

Ég er ekki nýgræðingur í ferðalögum og  hef mikla reynslu af störfum erlendis og dvalið og unnið í eftirfararandi löndum:

Kanada, Rússlandi, Mexíkó, Íran og Ísrael.

MexíkóÉg gerði mörg mistök í starfi mínu í þessum löndum, aðallega vegna vanþekkingar, fordóma og geta ekki tekist á við ólíka menningu þessara þjóða.

Mér er vorkunn hvað það varðar en fram á unglingsárin er hlaðið inn á harða diskinn í okkur forriti sem ræður viðhorfum okkar og gildum. Í harðasta kjarnanum eru gildin (values) en þau eru ekki sýnileg og eru svo rótgróin okkur að við verður ekki vör við þau. Sem dæmi um gildi eru viðhorf til hugtaka eins og ljótt -fallegt, vont-gott, óhreint-hreint, eðlilegt-óeðlilegt raunverulegt-óraunverulegt o.s.fr. Við getum ekki breytt ásköpuðum gildum en þekking þar sem maður áttar sig á hlutunum hjálpar alltaf til að sigrast á þeim erfiðleikum sem fylgja langtíma dvöl og stafi í ólíku samfélagi. Það er einmitt mikilvægt að átta sig á því að menning er ásköpuð á meðan mannlegt eðli er meðfætt og persónuleiki er bæði meðfæddur og áskapaður.

ÍslandStarf mitt verður erfitt þar sem þróunaraðstoð er í sjálfu sér mjög flókið fyrirbæri. Ég mun starfa sem verkefnastjóri á sviði fiskimála á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Colombo, sem jafnframt er sendiráð Íslands á Sri Lanka. Starf mitt mun að mörgu leiti snúast um að skilja ólíka menningu íbúa Sri Lanka.

Ólík menning

Búast má við að menning Sri Lankabúa sé ólík okkar Íslendinga og starfshættir frábrugðnir. Það getur valdið miklum erfiðleikum hjá einstaklingum að takast á við slíka hluti og hefur oftar en ekki reynst ofjarl þeirra sem taka að sér störf erlendis. Margar rannsóknir hafa verið gerðar í þessum efnum, enda mikil aukning á flutningi starfsmanna milli landa á tímum hnattvæðingar. Fyrirbærið er kallað aðlögunarstreita sem flokkuð er í fimm þrep hér að neðan í réttri tímaröð:

Aðlögunarstreita

  1. Hveitibrauðsdagar
    1. Eftirvænting, spenna, áhugi á umhverfinu
  2. Kreppa
    1. Árekstrar, erfiðleikar, samskiptaerfiðleikar, óþolinmæði, pirringur, einmannleiki
  3. Bati
    1. Nær tökum á vandanum, skilningur á menningu og umhverfi, ánægja og gamansemi, jafnvægi og hugarró
  4. Aðlögun
    1. Nýtur verunnar, eignast vini, skilningur og skilgreiningar, markmið sett
  5. Áframhaldandi kreppa
    1. Einangrun, þunglyndi, vonleysi, ofnotkun örvandi efna

Ólík menning

Það getur verið gaman og spennandi að koma á nýjar slóðir og framandi menning vekur áhuga. En þegar vinnan tekur við og erfiðleikar sem tengjast ólíkum menningarheimum, þar sem minnstu atriði verða risa stór, tekur við kreppa. Kreppunni fylgir kvíði og vanlíðan þar sem viðkomandi hefur á tilfinningunni að hann ráði ekki við starfið og skilur ekki fólkið í kringum sig. Þessu getur fylgt skapgerðabreytingar hjá viðkomandi með reiðiköstum og pirring og jafnvel valdið svefntruflunum. Haldi þetta lengi á getur aðlögunarstreita valdið höfuðverk og veikindum og við tekur þunglyndi og fælni.

Venjulega verður þó bati þar sem menn ná tökum á ástandinu og eftir fylgir aðlögun þar sem skilningur á menningu eykst og vinátta myndast við heimamenn.

Í versta falli verður áframhaldandi kreppa hjá einstaklingi og þá er best að hypja sig heim.

 

Geert Hofstede

Var Hollenskur verkfræðingur sem síðar lagði stund á sálfræði. Hann vann úr merkilegri rannsókn á starfsmönnum IBM um allan heim, sem vinna við sömu fyrirtækjamenningu, hafa svipaða menntun og sinna sambærilegum störfum. Niðurstaðan var athyglisverð en hann flokkaði menningarhópa niður í eftirfararndi svið og setti á þá mælikvarða

  • Einstaklingshyggja vs. Samhyggjustefna (Individualism vs. Collectivism)
  • Ótti við óvissu (Uncertainty Avoidance)
  • Virðing fyrir valdi (Power distance)
  • Karlmennska vs. mýkri kvennlegir þættir (Masculinity vs. Feminity)

 

KarlmenskaEkki var útibú IBM á Íslandi þegar þessi rannsókn var gerð en reikna má með að við líkjumst öðrum norðurlandaþjóðum og jafnvel anglo saxneskum þjóðum eins og Bretum og Bandaríkjamönnum á sumum sviðum. Aðal atriðið er þó að þjóðir latnesku Ameríku og Asíu eru nánast eins ólíkar okkur og hugsast getur. Á morgun mun ég setja inn verkefni sem unnið var í meistaranámi mínu á Bifröst af reynslu minni frá Mexíkó. Það er skrifað á ensku en ég hef ákveðið að þýða það ekki heldur birta það eins og það kemur fyrir. Mexíkóar eru, samkvæmt rannsókn Hofstede, nokkuð líkir Asíubúum og eru eins langt frá Íslendingum í menningu og hugsast getur.

 

Menningarmunur

Hér koma nokkur atriði sem skipta máli um hvernig útlendingar líta á Íslendinga og eru mikilvæg til að ná árangri í starfi við ólíka menningu:

  • Kurteisisvenjur
  • Myndun vináttu
  • Lausn átaka og rifrildis
  • Val á foringja eða leiðtoga
  • Samræður
  • Afstaðan til fjölskyldunnar
  • Íslendingar hrósa sjaldan
  • Á Íslandi  eiga menn að standa sig
  • Orð skulu standa
  • Förum ekki í biðraðir
  • Eyðslusöm og örlát
  • Vinnan mikilvæg
  • Frjálslegar uppeldisvenjur Íslendinga

Tíminn:

Í iðnvæddum samfélögum er stundvísi mikilvæg. Í Mexíkó eru aðrir þættir mikilvægir.

Tungumálið:

Vestrænar þjóðir gefa skýr og stutt skilaboð. Mörg menningarsamfélög nota ekki ,,nei"

Vinnan:

Kalvinísk vinnusiðfræði Vesturlanda leggur áherslu á afraksturinn og er verkefnamiðuð. Í Latnesku Ameríku og Asíu er félagsleg tengsl á vinnustað mikilvæg.

Gjöfin:

Hvenær gefum við gjafir og hverjum.

Að vera Rómverji í Róm

Hvernig menn fást við þessi mál ræður því hvaða árangri þeir ná í ókunnu landi. Hvernig samskipti verða við innfædda ræður úrslitum árangurs. Það mikilvægasta í þessu öllu saman er að losa sig við fordóma og hroka. Ólík menning er ekkert ómerkilegri en okkar. Það getur verið efnahagslega betra að vera stundvís, svo eitthvað sé tilgreint, en kostir þess að lifa afslappað eru miklir. Ég áttaði mig á þessu í Mexíkó þar sem maður mætti tveimur tímum eftir að boðið átti að hefjast. Til þess var einmitt ætlast og það að mæta og láta óstundvísina sér í léttu rúmi liggja, borgaði sig margfalt í skemmtilegum félagskaps notalegs fólks.

Það er einmitt auðveldara að breyta sjálfum sér heldur en heilli þjóð. 


Hlöðufell

hlöðufell-Á laugardeginum 14. júlí var ekið vestur Dómadal og komið við á Hrafntinnuskerjum. Það var sjö km krókur eftir fjallavegi en heiðskýra og sólskin lék enn við okkur. Í þetta sinn var ekið austan megin Þjórsár þangað til komið var niður á þjóðveginn skammt austan Selfoss. Ferðinni heitið að Apavatni þar sem við áttu stefnumót við vini okkar Ívar og Gerðu. Við ætluðum að ganga á Hlöðufell sem er 1200 m hátt fjall suður af Langjökli.

Við stöldruðum við í Árnesi þar sem mesta bergvatnsá landsins, Sogið rennur saman við Hvítá og saman mynda þær Þjórsá.

Eftir góðan nætursvefn ókum við þrjú frá Apavatni, fram hjá Laugavatni en skömmu síðar er beygt til vinstri upp fjallveg sem liggur að Hlöðufelli.

 

HlöðufellHlöðufell er móbergsstapi en þeir verða til við eldgos undir jökli. Þá myndast gjóska sem með tímanum verður að móbergi en þegar gosið nær upp úr jöklinum byrjar að renna hraun ofan á gjóskunni.

Aksturinn upp að fjallinu er mjög skemmtilegur þar sem ekið er lengi eftir sandi sem liggur í upp Lambadalinn. Við stöðvuðum bílinn við fjallakofa Ferðafélags Íslands og lögðum á brattann.

Hlöðufell er hömrum girt og ekki heiglum hent að klífa það. En mikilvægt er að fara rétta leið sem liggur beint upp af hestarétt sem er skammt frá fjallakofanum. Eins og margir móbergsstapar er fjallið skriðurunnið þar sem hraunhellan á toppnum hrinur niður bratt móbergið. Þó fjallið sé bratt er þetta fyrst og fremst erfið en ekki hættuleg fjallganga.

 

Ívar í klettumTveir stallar eru á fjallinu og þegar við komum að þeim neðri, sem er í um 900 m hæð, tókum við ranga stefnu. Í stað þess að sveigja í vesturs fyrir klettanös þá tókum við hana á vinstri hönd. Fljótlega lentum við í mjög bröttum skriðum og síðan í klettabelti. Ívar fór fyrir hópnum og náði að lokum upp á brúnina en mér leist mátulega á að við eltum hann þarna upp. Ég bað Stínu að bíða meðan ég kíkti á aðra leið sem reyndist engu betri. En þegar á brúnina var komið sáum við vörðu um 30 metrum vestar. Þar var rétti uppgangurinn og var það létt verk að skjótast þar niður og leiðbeina konunni upp.

Síðan var ráðist á seinni stallinn sem nær í um 1100 metra hæð. Efst í brúninni er klettabelti en ekki hættulegt þar sem fast var undir fæti og góð handfesta. Þegar brúninni var náð sáum við toppinn í rúmlega kílómeters fjarlægð og hundrað metrum ofar. Það var þægileg ganga á sléttu hrauni og föstu malarlagi til skiptis.

 

Hvílst í klettumHitastigið var um 20° C og ekki skýhnoðri á himni. Víða hef ég séð fallegt og tilkomumikið útsýni en þetta sló allt annað út.

Það fyrsta sem maður tekur eftir er Langjökull með skriðjöklunum vestri og eystri Hagafellsjöklum. Jökulinn er svo nálægur að maður hefur á tilfinningunni að hægt sé að stíga á hann. Vestar er Þórisjökull (1350) og norðan við hann Geitlandsjökull (1395) og austar blöstu Jarlhettur við. Prestahnúkur  teygði sig upp milli Þórisjökuls og Langjökuls en Eiríksjökull var falin á bak við hábungu Langjökuls sem nær í 1420 metra hæð.

Í nærumhverfinu má sjá Högnhöfða, Skriðutinda og vestar má sjá Skriðu og Lágafell og í austri er Bláfell.

Kerlingafjöll blasa við í norðaustri, með Finnborgu og Snækolli. Norðar er Hofsjökull og sjást jökulskerin Hásteinar greinilega og yfir Múlajökul glittir í Arnarfell hið mikla.

Vatnajökull sást greinilega með Þórðarhyrnu (1742) og Bárðarbungu norðar sem losar 2000 metrana.

Stína í klettumSveinstindur sást vel í austri og Fögrufjöll austur af honum. Það glitti í Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul og norðar sáust glæsileg Tindafjöllin. Löðmundur skartaði sínu fegursta í sumarblíðunni en Háalda þekkist ekki úr þessari fjarlægð þar sem sérkennin eru ekki nægjanleg. Í suðri mátti sjá Heklu og austar sást niður á Flúðir, Selfoss og Hveragerði. Laugarvatn og Apavatn voru greinleg og speglaðist sólskinið í þeim. Í suðri grillti í haffötin í tæplega 50 km fjarlægð.

Í vestri var Skjaldbreiður og hafði maður á tilfinningunni að hún væri í seilingarfjarlægð. Það glitti í Þingvallavatn og lengra sáust Botnsúlur greinilega. Snæfellsjökull blasti við í vestri, formfagur og glæsilegur. Útsýnið náði sem sagt frá Snæfellsjökli og upp á Vatnajökul sem er nánast Ísland langsum.

 

ÍvarÁ leiðinni niður, neðan við fyrsta hjallann, mættum við pari á uppleið og í gantaskap sagði Ívar við þau að skilti væri nauðsynlegt þarna þar á stæði að bannað væri að snúa við. Útsýnið uppi væri svo frábært að engin mætti missa af því. Því miður sáum við síðar að þau höfðu einmitt snúið við og heykst á fjallgöngunni. En fjallið er auðveldara en virðist og uppgangan ekki eins hættuleg og á horfist í fyrstu.

Niður Lambadalinn sýndi hitamælirinn í bílnum 22°C í við Apavatn beið okkar heitur pottur og kaldur drykkur.

Á mánudeginum ókum við Stína heim á leið og ákváðum að fara Kaldadalinn yfir í Borgarfjörð. Enn var sama blíðan og nú blöstu sum fjöllin við okkur í austri  sem við höfðum horft á deginum áður í vestri. Þórisjökull, Prestahnúkur og reyndar Hlöðufellið sjálft. Þegar Jökuldalurinn er ekinn er farið á milli Oks og Þórisjökuls og fram hjá Prestahnúk og Eiríksjökli.

StínaDalasýslan var ekin og síðan var Kollafjarðarheiði farin yfir í Ísafjarðardjúp. Mælirinn sýndi yfir 20°C á háheiðinni þar sem góðkunningi okkar, Drangajökull, blasti við. Hrollleifsborg, Reyðabunga, Hljóðabunga og Jökulbunga. Upp rifjaðist ferð sem farin var um þessar slóðir um jónsmessuna s.l. Gott var að sjá afstöðu og fjarlægðir á milli þessara staða frá þessum sjónarhóli.

 

 

 

 

Lambadalur

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Í Landmannalaugum

Bláhnjúkur

BláhnjúkurÞað er um 5 tíma akstur í rólegheitunum úr Kerlingafjöllum í Landmannalaugar. Leiðin sem valin var lá í gegnum Flúðir og síðan ekið í gegnum Þjórsárdalinn og nyrðri leiðin tekin yfir hálendið á áfangastað. Við gáfum okkur samt tíma til að stoppa við Gullfoss og nutum þess að sitja við drunur fossins fagra í sólskininu.

Landmannalaugar og nágrenni er fallegasti staður landsins. Náttúrufegurðin er einstök með rauðum, bláum, grænum, gráum og svörtum litum. Maður þarf oft að klípa sig til að trúa eigin augum. Það ætti að gera heimsókn í Landmannalaugar að þegnskyldu á Íslandi. Engin fengi kosningarétt nema hafa upplifað einstaka náttúru og fegurð svæðisins. Það er hreinlega ekki hægt að upplifa sig sem Íslending án þess að heimsækja svæðið og ganga um það.

 

Tjaldið í LandmannalaugumVið komum á tjaldstæðið um eftirmiðdaginn og góður tími til að ganga á Bláhnúk sem rís í tæplega 1000 metra hæð yfir Landmannalaugum (570 m) Gangan er auðveld eftir góðum stíg sem liggur alla leið á toppinn. Veðrið var eins og best verður á kosið, heiðskýrt og 20°C. Útsýnið er stórkostlegt á toppnum og þar er skífa með örnefum náttúrfyrirbrigða sem þaðan sjást. Þar sem ferðinni var heitið á enn betra útsýnisfjall daginn eftir verður beðið með lýsingar á útsýni Bláhnúks sem þó nær frá Vatnajökli í austri, Hofsjökli í norðri og Heklu í austri. Hinsvegar er útsýnið yfir Landmannalaugar og nágrennis hvergi betra en af þessum tindi.

Þegar niður var komið var litið við í Fjallabúðinni (Mountain Mall) þar sem allar nauðsynjavörur fjallamannsins fást. Það sem gerir þetta skemmtilegt er að verslunin er staðsett í gömlu íshúsrútunni úr Hnífsdal. Þessi rúta sem um áraraðir ók starfsmönnum Hraðfrystihússins h/f til og frá vinnu liggur nú þolinmóð í hlutverki verslunar á fegursta stað landsins. Kaupmennirnir eru Ísfirðingar og enn aðrir voru að leysa þá af í sumarfríi.

RútanFleiri Ísfirðingar voru starfandi á svæðinu en landvörðurinn í Landmannalaugum heitir Palli og er sonur Ernis Inga. Hann var að koma frá því að merkja nýja gönguleið upp á Háöldu og spurði hvort við gætum prufukeyrt hana fyrir sig. Við hjónin vorum fýr og flamme til þess og samkvæmt leiðbeiningum áttum við að byrja á Laugarveginum, beygja til hægri þegar við sæjum gular stikur og síðan til vinstri þegar við kæmum að nýmáluðum rauðum stikum.

 

 

 

Háalda

Bent á LöðmundAllt gekk þetta eftir og toppnum var náð upp úr hádegi. Útsýnið er stórfenglegt og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur með hlýju og heiðskýru veðri.

Háalda er tæplega 1200 metra há og þar sést vel til allra átta. Í suðri er Torfajökull og Háskerðingur  og austar gnæfir Hrafntinnusker yfir. Lengra er Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull þar sem Fimmvörðuhálsinn liggur á milli.  Vel sést til Rjúpnafells í Þórsmörk og Tindafjallajökuls norðan við mörkina. Tindafjöll verða einn af næstu áfangastöðum mínum í fjallaferðum á Íslandi enda toga þessi glæsilegu fjöll í mann með tignalega tinda sína.

Í vestri er Hekla og nú sýndi hún sig topplausa og opinberaði glæsileika sinn með fannir niður undir miðjar hlíðar. Langjökull greinilegur í norðvestri og Hofsjökull austar með Hásteinum sem heilla fjallmann til heimsóknar. Arnarfell hið mikla sást vel en nær er eitt uppáhalds fjallið mitt sem var sigrað í fyrra, Löðmundur. Það er eitthvað einstakt og kynngimagnað við Löðmund þar sem hann vakir yfir Dómadal.

Vatnajökull var greinilegur með Þórðarhyrnu, Geirvörtum og Hágöngur sunnar en ógreinilega mátti sjá Bárðarbungu og Kverkfjöll norðar. Nær er Sveinstindur sem rís yfir Langasjó sem er eitt fallegasta svæði landsins. Ég fór í góðra vina hópi á Sveinstind fyrir tveimur árum og vorum við sammála um að þar drægjum við mörkin í virkjanaframkvæmdum. Ekki mætti hrófla við Langasjó.

Landmannalaugar 2007 012Það er erfitt að lýsa tilfinningum sem um mann fara við slíka sjónarveislu. Hvort sem litið var langt eða skammt. Nær sést vel yfir nágrenni Landmannalauga sem er eins og áður segir það stórkostlegasta í heimi.

Það er gleðirík ganga niður af Háöldu þar sem stefnt er á Laugarveginn suður undir Reykjadal. Fast undir fæti og stórkostlegt útsýni hvert sem litið er. Eftir að komið er inn á Laugarveginn hallar fljótlega undan fæti niður að Brennisteinsöldum, sem eru kafli út af fyrir sig. Litadýrðin er þannig að ef einhver listmálari málaði landslagið í réttum litum væri það kallað abstrakt. Það rýkur úr hverjum hól enda er svæðið eitt virkasta háhitasvæði landsins. Þegar komið er niður að stórum hver tókum við hægri beygju og stefndum niður í Grænagil. Það er réttnefni þar sem klettarnir eru raunverulega grænir en gilið endar þar sem uppganga hefst á Bláhnjúk. En sú ferð er að baki og nú er örstutt rölt eftir að tjaldstæðinu og þangað var komið sjö tímum eftir að gönguferðin hófst.

Landslag við LandmannalaugarÞað er notalegt að skella sér í laugarnar og láta þreytuna líða úr lúnum beinum áður en grillsteikinni er skolað niður með góðu rauðvínsglasi.

Um kvöldið fjölgar landsmönnum til muna í Landmannalaugum en mest er um útlendinga á virkum dögum. Á morgun er Laugarvegshlaupið og margir keppendur koma til að tjalda eða gista í Ferðafélagsskálanum nóttina fyrir hlaup. 140 keppendur tóku þátt að þessu sinni og undritaður lofaði sjálfum sér að vera með í þessu skemmtilega hlaupi frá Landmannalaugum í Þórsmörk fljótlega.

 

 

Stína við Brennisteinsöldur


Í Kerlingafjöllum

Í KerlingafjöllumFerðinni var heitið í Kerlingafjöll og eftir sjö tíma akstur frá Ísafirði komum við þangað um hálf tíu að kvöldi, í 17°C og glampandi sól. Við hjónin höfðum mælt okkur mót við góða vini okkar, Ívar og Gerði sem höfðu dóttur sína Heru með til að klífa Snækoll. Eftir gott grill og fá rauðvínsglös var snemma lagst til hvílu og safnað kröftum fyrir morgundaginn.

Á miðvikudeginum viðraði vel til fjallgöngu, skaf heiðskýrt og hlýviðri. Eftir stuttan akstur upp að Keis, þar sem skíðamenn fyrri ára nutu samvista meðan enn var nægur snjór í Kerlingafjöllum, hófst fjallgangan. Hækkunin upp á tindinn er um sex hundruð metrar og var ákveðið að fara lengri leiðina upp á Fannborg og ganga þaðan upp á Snækoll. Fyrst er gengið á snjó sem var býsna góður yfirferðar að þessu sinni, blautur en þéttur og því góð ístaða. Síðan er komið upp á göngustíg í brattri skriðu og gengið í suður skáhallt upp fjallið. Framundan í suðri birtist nú drottning Íslenskra fjalla, Hekla, og virtist hún dulúðug í fjarlægðinni, sveipuð mistri og með skýjaslæðu yfir toppnum. Hún minnti á austurlenska hefðarmær sem ekki vildi bera sig frekar fyrir okkur, heldur fela kollinn á bak við slæðuna. Og nú tók hvert augnkonfektið við af öðru þegar ofar dró í brekkuna og víðar sást yfir hálendi Íslands.

Stína og KerlingafjöllKerlingafjöll eru miðja Íslands og Snækollur er besti útsýnisstaður landsins. Þegar þangað var komið í tæplega 1500 metra hæð hefur maður fósturjörðina að fótum sér. Í heiðskíru og góðu skyggni sést víða um frá toppnum. Í austri er Hofsjökull með jökulskerin Tvísker og yfir Tungnafellsjökli gnæfir Arnarfell hið mikla. Lengra í burtu sést til Kverkfjalla í Vatnajökli og sunnar glittir í Sveinstind sem er í 75 km fjarlægð og ber við Þórisvatn. Nær og sunnar er Löðmundur í 64 km fjarlægð sem vakir yfir Dómadal. Í suðri er Hekla, eins og áður segir, en nær og vestar sést Búrfell vel. Í suð-vestri er Bláfell og norðan þess tekur við Langjökull. Yfir Langjökli í vestri gnæfir Eiríksjökull upp í 1680 metra hæð og norðar og nær er Hrútsfell. Lengst í norðri sést þokan sem liggur yfir sjávarsíðu norðurstrandarinnar um þessar mundir.

Hópurinn á SnækolliÍ næsta nágrenni er Loðmundur sem er tignalegur klettur í Kerlingafjöllum og þekkist víða langt að. Hann er heldur lægri en Snækollur og þykir ekki eins góður útsýnisstaður. Nær í austri er Fannborg og í fjarska sést niður í tjaldstæðið við þorpið í Kerlingafjöllum.

Þetta er æðislegt útsýni yfir fallegasta land í heimi. Hvergi sést í mannvirki, fyrir utan tjaldstæðið fyrrnefnda, og ekki að sjá að Íslandi hafi verið spillt. Þetta er betra en að vinna landsleik í knattspyrnu. Að hafa hálft Ísland að fótum sér gerir mann að Íslendingi. Ég er yfir mig ánægður með landið mitt.

 

 

Ívar ljósmyndariAllt þetta snart strengi í hjarta vinar míns Ívars sem ekki lærði bara á skíði í Kerlingafjöllum heldur lærði að meta íslenska náttúru. Eða eins og hann segir sjálfur; ,,að ÞRÁ Íslensku fjöllinn og jöklana". Hræður sagðist Ívar oft sakna Kerlingafjalla, fallegasta staðar á jörðinni. Í minningunni svífur hann niður allar skíðabrekkurnar hvort sem það er niður Fannborgu eða niður í Nigeríu. Sumar eftir sumar fór hann í Kerlingafjöll og naut fjallamennsku á skíðum og gleði og söngs á kvöldin. Til að gleyma aldrei hvað toppar Kerlingafjalla heita lærði hann eftirfarandi lag, sem hann nú söng hástöfum á toppi Snækolls.

 

 

Lag: Litla flugan

Loðmundur á litla Snót að vinu
lætur Snækoll fóstra Úril sinn
Vesturgnípa syndir í sólskininu
þar sit ég ein með skíðabúnað minn.
Einhvern tímann allar brekkur svif ég
óttalaus þótt Fannborgin sé brött
Einhvern tímann alla toppa klíf ég.
Ögmund, Mæni, Röðul, Tind og Hött.
og marga fleiri...
Ögmund, Mæni, Röðul, Tind og Hött.

Eftir góða fjallgönguEftir fjallgönguna var farið í heita pottinn í Kerlingafjöllum og látið líða úr þreyttum vöðvum eftir frábæra fjallgöngu. Síðan grillað og skrafað fram á kvöld í góðra vina hópi. Hetja dagsins var þó Hera sem ung að aldri var að ljúka við sína fyrstu fjallgöngu. En ef að líkum lætur verður það ekki sú síðasta.


Hálendi Íslands

Stína og KerlingafjöllÞað nálgast kveðjustund þegar haldið verður til Shri Lanka í tveggja ára útlegð frá Íslandi. Fyrir utan fjölskylduna þarf að kveðja góðan vinahóp og ekki síður landið góða Ísland. Besta land í heimi og það fallegasta. Stundum óska ég þess að nöldurseggirnir átti sig á því hvað við höfum hér á landi. Velmegun, ríkidæmi, lýðræði frelsi og fallegustu náttúru í heimi.

Til að kveðja landið mitt ásamt því að hitta góða vini okkar var haldið á hálendi Íslands. Byrjað í Kerlingafjöllum og síðan haldið á víðar. Stungið upp kollinum á háum fjöllum hingað og þangað þar til myndin af landinu verður eins og þrívíddarmynd í kollinum. Þegar veðurguðirnir leika við mann er hvergi betra að vera en á Íslandi.

Hér kemur listi yfir helstu fjöll sem ég hef klifið undanfarin ár til að njóta útivistar og komast í samband við landið mitt Ísland:

 

Gunnar við GullfossHvannadalshnúkur (2)

Eyjafjallajökull

Rjúpnafell

Löðmundur

Snækollur

Bláhnúkur

Háalda

Sveinstindur

Hlöðufell

Eiríksjökull

Baula

Snæfellsjökull

Drangajökull (5)

Eyrarfjall (3)

Ernir (2)

Sauratindar (3)

Reykjaneshyrna

Hekla

Kaldbakur

Vaðalfjöll

Þorsteinsþúfa (Geirólfsnúpur)

Straumnesfjall

Darri


Enn og aftur á toppinn

Gengið á Eyrarfjall

Ísafjörður2Mánudaginn 8. júlí gengum við Simbi félagi minn á Eyrarfjall við Ísafjörð. Fjallið er 725 metra hátt og gnæfir yfir Eyrinni á Ísafirði. Sannkallað bæjarfjall.

Það eru nákvæmlega sex ár síðan ég kom bók fyrir í vörðu á toppnum og koma að meðaltali þrír til fjórir á ári til að skrifa í hana. Það eru ekki margir miðað við útsýnið sem þarna er en ugglaust hefur skriðu klöngrið upp fjallið letjandi áhrif á Ísfiska fjallgöngumenn. Fyrir þá sem lesa þessar línur skal nú reynt að lýsa bestu leið á toppinn, en slík ferð er fær flestum og er ekki hættuleg, en svolítið erfið.

Best er að byrja við gömlu réttina utan til við Grænagarð. Þangað liggur vegslóði sem gott er að geyma bílinn á. Áður en lagt er af stað er gott að virða fyrir sér fjallið og ef Gleiðahjallanum er fylgt inn eftir firðinum kemur í ljós klettaborg mikil í sömu hæð en innar. Handan við smá gil kemur önnur minni sem liggur alveg við Hrafnagil en á milli þeirra er best að fara.

Í urðinniÞá er bara að halda af stað og best að halda upp utan til við Hrafnagilið og sveigja aðeins í austur til að losna við klettabelti næst Hrafnagili. Þegar komið er að áðurnefndum klettaborgum, sjást mjög vel frá Ísafjarðarbraut, er auðvelt að fara upp á milli þeirra. Upp á minni borginni, þeirri innri, er rétt að kasta mæðinni en hún er nokkuð slétt og grasi gróinn.

Nú þarf að fara yfir Hrafnagilið en 8. júlí var það á snjó. Þetta virkar bratt en er að öllu leiti hættulaust. Velja þarf góðan stað til að fara upp á brúnina innanvert við gilið og nú skána aðstæður nokkuð. Sveigt er aðeins inn fyrir og sést nokkuð vel hvar aflíðandi skriðu dæld liggur alla leið á toppinn dálítið fyrir innan gilið. Óljóst má sjá leifar af stiku 70 metrum neðan við brúnina en sú sem gnæfði við himinn á brúninni sjálfri er horfin. Nokkuð fast er undir fót síðasta spölinn og ekkert klifur nauðsynlegt. Passa bara að halda sig innan til við klettana sem eru upp af Hrafnagili.

Í klettunumÞegar við félagar komum á toppinn í þetta sinn var glampandi sól kl. 20:00, logn og 15° C hiti. Stutt ganga er út fjallið að tveimur vörðum á brúninni, sem reyndar sjást ef vel er gáð frá neðri bænum á Ísafirði. Í stærri vörðunni er kaffibrúsi frá Íshúsfélagi Ísfirðinga og þar er bókin góða til að skrásetja afrekið.

Útsýnið er ægifagurt frá þessum stað. Vel sést upp í Tungudal og Engidalur opnast vel á móti manni. Rétt glittir í Þóruskarð sem liggur yfir í Álftafjörð. Sauratindar gnæfa yfir umhverfinu enda hæstu tindar í kringum Ísafjörð, 856 metrar á hæð.

 

 

Gunnar við vörðunaVel sést yfir á Drangajökul en ganga þarf smá spöl til að sjá ofan í Hnífsdal og norður fyrir Eyrarfjall.

En Skutulsfjarðareyrin er það sem tekur athyglina og byggðin inn Seljalandsveginn og síðan Holtahverfið. Æskuslóðirnar við fætur mínar, Vinaminni og minning um búskap hjá Kitta Gauj á Hlíð. Þarna höfðu flest húsin nöfn eins og Skriða, Strýta, Litlabýli, Engi og Grænigarður. Partur af gamalli sveitahefð á Íslandi sem gaman er að halda í.


Ferð Hallgrímis bláskós um Strandir

Strandaferð 2007

HornstrandirÁrleg gönguferð Hallgríms Bláskós var um Árnes- og Kaldrananeshrepp og síðan norður á Strandir. Það vantaði fjóra upp á að liðið væri fullskipað en ýmislegt getur komið upp á hjá 18 manna hópi þannig að fólk eigi ekki heimangengt. Eitthvað hefur hirðskáldum hópsins fundist ástæða fjarvista að þessu sinni vera misjafnlega merkileg þar sem aðeins var samin vísa um annan helming Hallgrímingja.

 

Ráðherra í ríkisstjórn

Ræðir þorsk og löngu

Færir sjálfur mikla fórn

Og frestar strandagöngu

(Hanna Jóhannesdóttir)

Miðvikudagurinn 4. júlí

Hópurinn hittist í súpu á Laugarhóli í hádeginu hjá vini okkar Mathias hinum franska. Alltaf sama góða viðmótið á þeim bænum og ekki sveik fiskisúpan að þessu sinni frekar en endranær.

Það var byrjað að rigna eftir mánaðar sólskin og veðurútlit alls ekki glæsilegt en næst var ferðinni heitið í Kaldbaksdal þar sem gengið var upp dalinn að Fossum. Þetta er drjúgur spölur en vel göngunnar virði, enda fossarnir í dalbotninum eftirminnilegir og fallegir, og reyndar fossar niður allar hlíðar hvert sem litið er í dalbotninum.

Þetta var gleðirík ganga og næsti áfangastaður var Norðurfjörður þar sem slá átti upp tjaldbúðum.

Þegar þangað var komið var komin súldarfýla með vaxandi rigningu. Ekki glæsilegt til að tjalda og því var ákveðið að fá inni í sæluhúsi Ferðafélagsins í Norðurfirði. Þetta var skynsamleg ákvörðun enda komin úrhellisrigning um kvöldið.

Fimmtudagurinn 5. júlí

Fjallganga var fyrirhuguð að morgni en súld og þokufýla sem náði niður í hundrað metra hæð gerðu það lítt áhugavert. Því var ákveðið að halda sig nær sjávarborði og var fyrst rennt að Gjögri þar sem við keyptum okkur hákarl, harðfisk og rauðmaga. Það er mikilvægt að ferðamenn opni budduna á svona stöðum og auki hagvöxt á svæðinu. Við áttum skemmtilegt spjall við gamlan togarajaxl sem nú eyðir öllum sumrum á æskuslóðunum í Gjögri. Hann heitir Garðar og er alltaf á leiðinni norður í Reykjafjörð á Ströndum til að hitta gamlan félaga sinn Ragnar Jakobsson. Við lofuðum honum að skila kveðju okkar þegar þangað kæmi.

Í kirkjunni í TrékyllisvíkNæst var farið í Trékyllisvík og komið við í handverks- og safnahúsinu Kört. Þar blasir sagan við og ung stúlka sagði okkur sögur úr hreppnum og hvatti okkur meðal annars til að skoða báðar kirkjurnar á staðnum. Miklar deilur komu um á níunda áratug síðustu aldar í sókninni sem endaði með því að ný kirkja var byggð handan við götuna frá þeirri gömlu, sem andstæðingar nýbyggingar tóku að sér að endurbyggja. Gamla kirkjan er byggð 1850 og því verið mikið menningarslys ef hún hefði verið rifin eins og til stóð. Hópurinn söng eitt vers úr sama sálminum í sitt hvorri kirkjunni við undirleik kirkjuorganistans úr Bolungarvík, sem er er einmitt einn af göngufélögunum.

Næst var komið við á Kúvíkum þar sem áður var verslunarstaður. Þarna var m.a.gert út á hákarl þar sem lýsi var brætt og selt til útlanda. Inn var flutt nauðsynjavara í staðin, eins og mjöl og efni. Garðar vinur okkar frá Gjögri er einmitt afkomandi stórkaupmannsins Thorarensen sem höndlaði þarna í sex áratugi.

Hópurinn hafði viðkomu á Hótel Djúpuvík áður en haldið var í sundlaugina að Krossnesi. Eftir notalegt svaml í þessari einstöku laug sem liggur alveg niður við sjávarbakkann áttum við stefnumót í Norðurfirði við þá félaga Reimar og Sigurð, skipverja á Sædísinni, en nú var ferðinni heitið til Bolungarvíkur á Ströndum.

ReimarReimar er öllum hnútum kunnugur á þessum slóðum og þekkir skerin, sem nóg er af, eins og handarbakið á sér. Reimar var aðeins sjö ára þegar faðir hans, Vilmundur Reimarsson tók hann með á sjóinn og kenndi honum að lifa við illskeytt náttúröflin á Hornströndum. Vilmundur var sonur stórbóndans Reimars í Bolungarvík og óhætt að segja að hver kynslóðin taki við af annarri í þeirri sveit. Sonur Reimars skipstjóra á Sædísi, Vilmundur, er aðeins níu ára gamall en tekur þó hraustlega til hendinni við rekstur ferðaþjónustunnar í Bolungarvík. Þegar er farið að segja af honum sögur og sverfur hann sig því í ættina hvað það varðar. Það er dýrmætt fyrir vestfirskt mannlíf að hafa slíka dugnaðarforka og skemmtilega menn eins og þessir feðgar hafa allir verið. Vilmundi eldri kynntist ég ágætlega og hitti hann í 75 ára afmælisveislu hans sem haldin var í Bolungarvík við Ísafjarðardjúp. Hann sagði mér sögu af föður sínum sem þurfti að sækja lambhrút, vel hyrntan, norðan úr bænum í Bolungarvík, að seli við sunnanverða víkina sem var þar sem ferðaþjónustan er í dag. Það var snar vitlaust suðvestan rok og ekki stætt í hviðunum. Reimar hélt þéttingsfast í horn hrútsins en höndin stóð lárétt út í hviðunum. Þegar hann kom að selinu hélt hann enn á hornunum en hrúturinn var fokinn út í veður og vind.

SiggiÞað var norðaustan geljandi þegar við tókum land í Bolungarvík og smábrot á báru þegar siglt var inn fyrir skerin utan við bæinn. Sigfríður húsfreyja tók vel á móti okkur með rjúkandi kaffi sem var vel þegið í súldarfýlu og regni. Það bætti í rigninguna og því var ákveðið að fá inni hjá Sigfríði enda húsið laust. Við höfðum nægan grillmat og góðar beljur til að skola honum niður og endaði kvöldið með söng langt fram eftir kvöldi. Sigfríður hafði laumað gítar í trússið okkar til að hægt væri að ,,halda réttu stemmingunni" eins og hún orðaði það.

Föstudagur 6. júlí

Við höfðum pantað morgunverð hjá Sigfríði áður en haldið yrði gangandi í Reykjafjörð. Eitthvað hefur veðrið verið hryssingslegt þennan morgun þar sem aðeins þrjú gengu af stað í suddanum áleiðis út fyrir Drangsnes með stefnu á Bolungarvíkurófæru á leið til Furufjarðar. Eitt hirðskáld hópsins varð þá að orði:

Hallgríms hróður allur dvín

Hallar ævi aumra skara

Að láta þetta sjást til sín

Að sofa, éta og labbabara

(Viðar Konráðsson)

Áður hafði nýyrðið ,,Labbabara" orðið til en það er hugtak sem þýðir að labba án þess að hafa stefnu eða tilgang. ,,Rabbabara" er þá einskis nýtar samræður um allt og ekkert. Eitt annað nýyrði heyrðum við síðar í Reykjafirði sem er ,,Labb Rabb" sem þýðir að labba og rabba saman.

En hin þrjú fræknu lögðu semsagt af stað í þoku og súld en þegar komið var í Furufjörð var alveg stytt upp. Húsbændur á bænum í Furufirði buðu okkur í hús og gáfu hetjunum kaffi. Við göntuðumst á kostnað samferðamanna okkar og sögðum þeim að ,,gamla fólkið" hefði ekki treyst sér í blautu morgunveðrinu.

Við ákváðum þó að halda yfir Svartaskarð þar sem blautir og sleipir fjörusteinarnir eru erfiðir yfirferðar. Hugmyndin var að ganga Könnuleið en það verður að bíða seinni tíma. Eftir að hafa vaðið Furufjarðarósinn var bærinn horfinn í þokunni og við uppgötuðum eftir korters gang að stefnan var vitlaus upp á einar Vilmundur Reimarsson90°. Þegar við kveiktum á GPS tækinu vorum við komin vel áleiðis upp í Furufjörð.

Stefnan var leiðrétt og í 200 metra hæð fundum við slóðann og fylgdum honum yfir skarðið. Blinda þoka var allan tímann en slíkt skiptir ekki máli þegar menn eru vel tækjum búnir. Í 200 metra hæð í Þaralátursfirði létti þokunni og ágætt skyggni var yfir fjörðinn. Þaralátursós var í minnsta lagi þennan dag og létt verk og löðurmannlegt að vaða hann. Aftur var stefnt upp í þokuna á Þaralátursnesi og fljótlega sáum við bæina í Reykjarfirði. Við ræddum á leiðinni hvort boðið yrði upp á pönnukökur, snúða eða vínarbrauð þegar við kæmum heim á bæ. Þegar komið var heim til Lillu og Ragnars voru það einmitt nýbakaðir snúðar og vínarbrauð sem biðu þreyttra göngumana eftir góða göngu úr Bolungarvík. Það var einn félagi í Hallgrími sem sagði að engin ætti að koma óþreyttur í Reykjafjörð. Þá vantar alla stemmingu til að njóta gestrisni þeirra hjóna og síðan sundlaugarinnar á eftir.

Í SvartaskógiÞegar hin þrjú fræknu höfðu hesthúsað góðgætið hjá Lillu sáum við hvar megin hluti hópsins kom,,hæðandi yfir æðina" til að fara í sund. Það var ekkert annað að gera en skella sér með í laugina. Á eftir beið okkar kvöldmáltíð hjá Lillu og því litlar skyldur á kokkum og uppvöskurum hópsins þetta kvöld. Við vildum auka hagvöxt í Reykjafirði.

 

 

 

Laugardagur 7. júlí
 

ÖllubúðVið höfðum ætlað að ganga á Geirhólm, eða Þorsteinsþúfu eins og nútímamenn kalla það, en þoka og súld voru enn að stríða okkur. Við ákváðum því að halda okkur innan landamæra Reykjafjarðarbænda en ganga yfir Þaralátursnes yfir Meinþröng sem er skarð yfir í Þaralátursfjörð. Ágætt veður var innan til í firðinum og var m.a. keppt í svokölluðu Strandagolfi. Flosi var öruggur sigurvegari enda náði hann hárréttri sveiflu með rótarhnyðjunni sem notuð var sem kylfa.

 

 

Urtan í Reykjafirði

Rigningarsuddi og súldarfýla var út á Þaralátursnesinu þegar við gengum fyrir það. Þetta er svona ,,annes" en þar áttu skúrirnar og þokuloftið að vera þennan daginn ef marka mátti veðurspána. Þegar við komum í Hleinina þar sem höfnin í Reykjafirði er var veðrið mun betra. Selveiðamenn voru að koma að landi eftir að hafa dregið netin. Þeir höfðu fengið sex seli í þetta sinn, fjóra kópa og tvær gamlar urtur. Kóparnir verða étnir en aðeins hirtir hreyflarnir (hreifarnir) af gömlu selunum. Það er gaman að sjá þegar yngri menn viðhalda verkþekkingu frá gamalli tíð og nýta landið og miðin til matar.

Stína og RagnarEnn meira sund og síðan var grilluð stórveisla að hætti Gunnu Magg. Um kvöldið var varðeldur sem Ragnar hafði hlaðið fyrir okkur um morguninn og síðan sungið og trallað fram í nóttina.

Sunnudagur 8. júlí.

Enn var bætt við hagkerfið í Reykjafirði þegar hópurinn mætti í morgunmat hjá Lillu. Þar var meðal annars boðið upp á fíflamauk sem búið var til úr blómum fífla. Minnti svolítið á eplamauk en var firnagott á nýbakaðar skonsur sem komu rjúkandi heitar af grillinu.

Við komum við á Dröngum með Sædísinni á leið í Norðurfjörð þar sem bílarnir biðu okkar. Það var komin sól og blíða í Bjarnafirði og bongóblíða í Ísafjarðardjúpi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband