Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Birtir yfir Bessastöðum

 

guiding lightStórskemmtileg frásögn er af viðtali Bessastaðarbóndans og spúsu hans við Franskt glanstímarit birtist á visi.is í dag.  Þar kemur fram að húsfreyjan á Bessastöðum var fyrir löngu búin að gera sér grein fyrir efnahagaástandi þjóðarinnar.  Sennilega meinti hún ekkert með að ,,Ísland væri stórasta land í heimi"  Hún hefur sennilega ætlað að segja ,,skuldir Íslands eru stórastar í heimi"

Þetta er mjög skemmtileg umfjöllun en reyndar lenda þau hjónin í nokkrum átökum sín á milli í viðtalinu.  Ólafur marg- reynir að fá konu sína til að tala varlega og biðlar til blaðamanns að birta ekki það sem hún er að segja.  Hún segir að svo mikið sé af húsum á Íslandi að engin hætta sé á að einhverjir missi heimili sín.  Færi sig bara yfir i næsta hús, enda sé allt fullt af tómum húsum.  Nú og þeir sem eigi ekki fyrir brauði geti bara borðað kökur.  Það þarf svona lausnir í dag.

Kannski þessi aðalþjóðlega hefðarkona gæti verið svona nokkurskonar ,,Guiding light" okkar Íslendinga.  Hún er greinilega mjög vel að sér í hagfræði og reyndar mjög vel tengt alþjóðlega.  Ef til vill gæti hún tekið yfir í Seðlabankanum.  Ekki bara að hún drekki te með Mrs. Brown í Bretlandi heldur er hún beintengt inn í innsta kerfi Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins.  Hringdi reyndar þegar 2005 til að biðja um hjálp fyrir þessa vesalings þjóð sem ekki kann fótum sínum forráð.

En spurningin sem vaknar er af hverju hún útskýrði ekki málin fyrir bónda sínum sem var fram að hruni haustið 2008, aðal aflvaki útrásarvíkinga og sá um tengslanet þeirra erlendis.  Fremstur meðal jafninga í útrásinni og engin sporgöngumaður í þeim efnum.

Það birtir yfir Íslandi þegar ljósið skín af Bessastöðum (guiding light) og einu áhyggjur bloggara eru vinir hans við Skerjafjörð, að þau fái ofbirtu í augun við ósköpin.


Enn um Davíð konung

Sjálfstæðismenn verða að láta af pólitísku þrasi um Davíð Oddsson.  Þetta er að stór skaða flokkinn og virðast flestir aðrir en forystumenn flokksins koma auga á þá staðreynd.  Sjálfstæðismenn fengu tækifæri í rúma hundrað daga til að láta til sín taka og segja af bankastjórn SÍ sem hafði gert stærri mistök í peningamálastjórnun en hægt var að sætta sig við.  Til viðbótar var formaður bankastjórnar með endalausar pólitískar yfirlýsingar sem hæfði engan vegin hans stöðu og var eitt og sér nægjanlegt til að láta hann fara.  Traust bankans hafði beðið skipsbrot og engin vettlingatök dugðu til að endurreisa það. 

Þess í stað lýsti fyrrverandi forsætisráðherra margoft yfir stuðningi við Davíð, sem því miður er orðin tákngerfingur fyrir bankahrunið.  Það er ein megin ástæðan, ásamt því að vilja ekki bera ábyrgð á hruninu, fyrir því að Sjálfstæðismenn eru nú utan ríkisstjórnar.  Aldrei hefur þjóðin þurft jafn mikið á styrkri stjórn að halda og óskiljanlegt hvernig flokkforystan hefur forgansraðað í þessum málum.

Forysta Sjálfstæðisflokksins ætti að líta vestur yfir haf til BNA og taka Obama sér til fyrirmyndar.  Nýbakaður forseti hikar ekki við að taka ábyrgð á mistökum sem honum og hans mönnum verður á.  Hann tekur af allan vafa og segir hreint út ,,ég klúðraði málunum" 

Þetta leggst vel í Bandaríkjamenn og þeir treysta honum fyrir vikið.

Það er löngu komið nóg af stuðningi forystu Sjálfstæðisflokksins við Davíð Oddsson.  Það sjá allir í gegnum þetta og ekki hægt að slá ryki í augu almennings.  Davíð var góður forsætisráðherra og kom mörgum mikilvægum breytingum á í okkar samfélagi.  En það er algerlega á hans ábyrgð hvernig er komið fyrir honum.  Bréfið frá Jóhönnu Sigurðar er vel orðað og ekkert við það að athuga.  Þetta er ekki pólitískt einelti.


Mein-Baugur á íslenskum hagsmunum

Ef rétt er skilið er engin starfsemi á vegum Bugs á Íslandi.  Einu íslensku hagsmunirnir eru Jós Ásgeirs og Co.  Jón kallaði neitun nýja Landsbanka um þátttöku í fjárhagslegri endurskipulagningu, pungspark.  Hvernig dettur þessum mönnum í hug að ríkisbanki, aðframkominn af fjárskorti og á framfæri skattborgara, fari að leggja mikið undir til að bjarga verslunarveldi í Bretlandi.  Engin ávinningur er sjáanlegur fyrir þjóðina.  Skuldirnar eru inní gömlu bönkunum og lenda því á erlendum kröfuhöfum.
mbl.is Glitnir gjaldfellir lán Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðar

 

Ítarleg umfjöllun var um hvalveiðar Japana í BBC í gærkvöldi.  Umfjöllunin var að sjálfsögðu ekki hlutlaus þar sem BBC hefur markað sér ákveðna stefnu gegn hvalveiðum.  Ekki var leitað sjónarmiða Japana en langt viðtal við forkólf andstæðinga hvalveiða.

hvalur9as4Hann sagði að hvalir suðurhafa séu eign þeirra þjóða sem að þeim liggja og Japanir séu þeir einu sem vilji stunda veiðar.  Aðrar þjóðir kjósi að leyfa dýrunum að synda frjálsum um höfin og alls ekki að veiða þau.  Farið var löngu máli um þá ,,fáránlegu" afstöðu Japana að veiðarnar væru í vísindaskyni, enda vissu menn allt um hvali í dag og engu við þá þekkingu að bæta.  Hvort eða væri fengist engin vitneskja frá dauðum hvölum og því væri um fyrirslátt að ræða.  Japönum var lýst sem villimönnum vegna hvalveiða sem ekki væri hægt að stunda mannúðlega og hefðu ekkert með matvælaöflun að gera.

En þar liggur einmitt hundurinn grafinn.  Mikilvægi hvalkjöts fyrir þjóðina er mikið og snerta grunnhagsmuni.  Japan er tiltölulega lítið land með 200 milljón íbúa og takmarkað ræktunarland fyrir allan þann fjölda.  Þeir líta á hvalveiðar sem mikilvæga þjóðarhagsmuni og þrátt fyrir að matvælaöryggi hafi ekki verið forgangsatriði undanfarin 50 ár, þá geti það breyst.  Miklir óvissutímar eru framundan sem ógni þjóð eins og Japönum sem þurfa að treysta á innflutning matvæla og hvalkjötið gæti því skipt miklu máli. Svona líkt og sumir hafa litið á sauðkindina fyrir Íslendinga.

Íslendingar þurfa að taka saman hugsanlegar hvalveiðar sínar í framtíðinni.  Áætla t.d. hundrað hrefnur og 20 stórhvali sem veidd væru árlega.  Reikna út hvað þessar veiðar legðu til landsframleiðslu þjóðarinnar og núvirðisreikna langt fram í tímann.  Ef horft er nægilega langt til framtíðar gæti þessi upphæð orðið stjarnfræðilega há.

Ef við sækjum síðan um inngöngu í ESB, en bloggari sér enga aðra raunhæfa leið fyrir Íslendinga, og krafa Sambandsins væri að landinn legði niður hvalveiðar,  þá væri hægt að benda á útreikninga á tilleggi hvalveiða til landsframleiðslu.  Síðan að setja fram þau rök að um sameiginleg ákvörðun ESB ríkja sé að ræða og því væri sanngjarnt að aðildarþjóðir skiptu með sér kostnaðinum við hvalveiðibanni.

Fyrir vesalings fólkið í ESB, sérstaklega Bretar og Hollendingar, sem ekki hafa náð góðum nætursvefni í áraraðir út af þeim barbarisma sem hvalveiðar eru, væri greiðsla á 200 til 300 milljörðum króna, smá upphæð.  Enda myndi hún deilast niður á rúmlega 300 milljónir manna.  Lítið réttlæti væri hinsvegar að láta minnstu þjóð ESB bera kostnaðinn af því að skapa vellíðan og góða samvisku fyrir allan fjöldann.  Þá gætum við sagt eins og Churchill forðum:  ,,aldrei hafa jafn fáir gert jafn mikið fyrir jafn marga"


« Fyrri síða

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 283928

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband