Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Mýrin

Það er gaman að segja frá því að þessi mynd er til sölu á flestum DVD verslunum hér á Sri Lanka.  Hér heitir hún Jar City og virðist seljast vel, enda still upp á áberandi stöðum í verslunum.  Ég keypti eintak um daginn og voru gæði myndar og tals (Íslenska) mjög góð.

Ég er hinsvegar ekki viss um að mikið fari fyrir höfundarlaunum á selda mynd hér en verð á nýlegri bíómynd er um hundrað og fimmtíu krónur íslenskar.

En ég hafði gaman af myndinni, þó hún væri ansi þunglyndisleg. 


mbl.is Baltasar: Getur breytt öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nuwara Eliya

Grand HotelEnn og aftur var skroppið til fjalla, nánar tiltekið til Nuwara Eliya til að spila golf.  Við gistum á lúxus hóteli sem byggt er um miðja síðustu öld í nýlendustíl.  Allt minnir á England og maður sér fyrir sér nýlenduherrana njóta veðurblíðunnar í fjöllunum þegar hitinn er kæfandi niður í Colombo.

Við ókum á föstudagskvöldi og náðum síðbúnum kvöldverði á Grand Hotel.  Við komum út skömmu eftir birtingu á laugardagsmorgun og hitastigið var sex gráður.  Maður fann lyktina af kuldanum.  Svona eins og heima og ekki laust við smá heimþrá.  Golfvöllurinn er í nokkurra mínútna göngu við vorum byrjaðir að spila fyrir kl. átta.  Fallegur sólskinsdagur og náttúrufegurðin ólýsanleg.  Við fengum okkur hádegisverð í klúbbnum eftir góðan hring á vellinum.  Það var ekki svitadropi á okkur enda hitastigið rétt um 25° C.  Í golfferðum er bara drukkið límonaði, þó maður leyfi sér rauðvínstár að kvöldi.  Smá Viskí fyrir svefninn, en menn fara í háttinn upp úr klukkan tíu.

Nuwara Eliya er langt fyrir ofan regnskóginn sem umlykur mest alt Sri Lanka.  Teakrar teygja sig yfir hæðótt landslagið ,,Hill Country" og allt er iðagrænt.  Enn er hagstætt að heimsækja svæðið og verðlag ótrúlega  hagstætt fyrir Íslendinga.  Það breytist hinsvegar í apríl þegar vertíðin byrjar upp til fjalla.  Verðlag þrefaldast en þá er reyndar allt í blóma og svæðið skartar sínu fegursta.

Á golfvellinum

 Árni við golfklúbbinn

 

 

 

 

 

 

 

Eftir góðan hring á sunnudagsmorgun og hádegisverð á hótelinu var ekið af stað í bæinn.  Við komum við í teverksmiðju þar sem hægt er að kaupa úrvals te á góðu verði.  Single Estate Fine Te frá Mackwoods verksmiðjunni sem er í nærri 2000 metra hæð.  Bragðmesta og besta teið er ræktað hátt upp í fjöllum.  Ég keypti nóg til að færa vinum mínum heima sem kunna að meta þennan eðaldrykk.  Sjálfur hætti ég að drekka kaffi fyrir þremur mánuðum síðan og nú er drykkurinn te.  Bjórinn settur út á gaddinn og límonaði tekið inn.  Það er ekki pláss fyrir bjór með vinnu, ritgerðarsmíð og golfsveiflu.  Svo hann varð að víkja. 

Baksveifla í golfi

Nuwara Eliya

 

 


Golfsveifla

Golf í Kandy 008

Það er sólskyn og blíða á sjöttu gráðu norður, og skuggarnir frekar stuttir.  Svitinn perlar af berum handleggjum og rennur niður í lófann sem heldur um kylfuna.  Ég gríp um skaftið, fyrst með vinstri hendinni, með svokölluðu sterku lokuðu gripi.  Kylfan liggur í fingrunum þannig að kverkin milli vísifingurs og þumals bendir í átt að hægri öxl.  Ég sé greinilega þrjá hnúa á hendinni þegar ég gríp með þeirri hægri neðan við vinstri höndina.  Þumalinn leggst vinstra megin við skaftið og eins og áður bendir bilið milli vísifingurs og þumals á hægri öxl.  Vinstri höndin lætur aðdráttaraflið ráða og liggur beint niður en kylfan hallar frá að austurhveli kúlunnar.

Hnén láta aðeins eftir og ég halla mér fram með bakið beint.  Ég færi vinstri fótinn aðeins fram fyrir hnöttinn og síðan hægri fótinn jafn langt aftur.  Fæturnir eru í lóð við axlir og fjarlægðin frá höndum að líkama er um þverhandarbreidd.  Það er komið að "take off autapilot" og  aftursveiflan hefst þegar kylfan er dregin af stað í andhverfa stefnu við skotlínu.  Varlega snýst upp á líkamann um mjaðmir og axlir og báðir handleggir beinir þar til kylfan er lárétt í 270° frá skotstefnu.  Þunginn er nú allur kominn á hægri fótinn, sem er örlítið útskeifur til að auðvelda snúninginn upp á líkamann.  Höfuðið stöðugt enda augun á höggpunkti kúlunnar, og passað að rétta ekki úr hægra hné.  Nú fer að myndast brot á vinstri úlnlið og hægri olnbogi fer að gefa eftir.  Aftursveiflan heldur á þar til snúningur á mjöðm og öxlum hefur náð um 90 gráðum og ég horfi yfir öxlina á kúluna.  Kylfu hausinn bendir nú fram og niður fyrir ofan höfuðið á mér.

Hér er komið að hárfínu augnabliki þar sem aðdráttarafl jarðar tekur þátt í ævintýrinu í brot úr sekúndu.  Tilfinningin er að kylfan byrji að falla og hægri olnbogi leggur af stað í átt að líkamanum.  Hér tekur vinstri höndin öll völd og byrjar framsveifluna.  Tilfinningin er að ég sé að berja ryk úr teppi sem hengt hefur verið upp við hliðina á mér. 

Golf í Kandy 027Vinstri höndin dregur kylfuna með auknum hraða þar til augnabliki fyrir árekstur við kúluna, að það réttist úr úlnliðinum.  Þarna tekur hægri höndin völdin og klárar sveifluna.

Það má líkja þessu við þegar nagli er negldur með hamri.  Ef reynt er að negla með beinum úlnlið er mjög erfitt að reka niður tommu nagla.  Með því að sveigja úlnliðinn og rétta úr honum á réttu augnabliki reynist auðvelt að negla niður fimm tommu gaur.

Við vindingin ofan af úlnlið samfara sveiflunni fer kylfuhausinn á um 150 km hraða, akkúrat áður en snertingin á sér stað og kúlan flýgur um 110 metra leið í beinum fögrum boga.  Tregðulögmálið í sveiflunni dregur líkamann upp og þunginn flyst allur yfir á vinstri fótinn en sá hægri er kominn á loft með tána niður.  Tregðan er svo mikil í sveiflunni að kylfan er komin aftur fyrir hnakka þegar búið er að stöðva hana.  Allan tímann hafa mjaðmir ekkert sveiflast til, heldur bara snúist upp á þær.

Þetta var hin fullkomna golfsveifla.  Stundum er talað um að hugur og hönd þurfi að vinna saman en líffræðilega er þetta samstarf á milli litla og stóra heila.  Sá stóri hugsar en litli framkvæmir lærðar endurteknar hreyfingar.  Eins og að stikla á steinum í stórgrýttri fjöru eða hreinlega að aka bíl.

Ánægjan sem fylgir hinu fullkomna höggi er ólýsanleg.  Eins og rauðvínssmökkun er golfsveiflan list.  Þeir sem stunda hið fyrrnefnda hafa fundið alls kyns samlíkingar til að útskýra hið fullkomna bragð og tilfinningu við snertingu víns og skynfæra. 

Hill Club 013


Þorri á Sri Lanka

Golf í Kandy 013

Nú er frost á fróni og búið að vera töluvert kuldakast undanfarið.  Ég hef reyndar bara fréttir af því þar sem hér er sól og blíða upp á hvern dag.  Ég læt nokkrar myndir fylgja með frá Kandy þar sem við félagarnir eyddum helginni í golfi.  Kandy er reyndar í um þúsund metra hæð og því örlítið svalara heldur en hér niður í borginni.

Við gistum tvær nætur, fyrst í Viktoríuklúbbnum þar sem völlurinn er en síðari nóttinni á fimm stjörnu hóteli í Kandy.  Við nutum kvöldverðar á veitingastað hótelsins, sem er sennilega besti matur sem ég hef fengið um ævina.  Sjö réttir og hver með réttu vínglasi til að harmonera við frábæran matinn, sem var Tælenskur að uppruna.

Á næsta borði sat fyrrum forsætisráðherra landsins og núverandi forystumaður stjórnarandstöðunnar landsins.  Hann hafði hinsvegar valið Sri Lanka útgáfu matseðilsins.  Fyrir utan gluggann mátti sjá öryggisverði leita með vasaljósum innan um hitabeltisgróðurinn, að einhverju sem lítið tengdist upplifuninni innandyra.

Golf í Kandy 030En golfið var frábært þó ekki næðist hin einstaka sveifla.  Það verður að bíða betri tíma.  Í dag er þjóðhátíðardagur Sri Lanka en hræðilegir atburðir undanfarna daga skyggja á gleðina.Golf í Kandy 032Golf í Kandy 039


Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 283917

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband