Þorri á Sri Lanka

Golf í Kandy 013

Nú er frost á fróni og búið að vera töluvert kuldakast undanfarið.  Ég hef reyndar bara fréttir af því þar sem hér er sól og blíða upp á hvern dag.  Ég læt nokkrar myndir fylgja með frá Kandy þar sem við félagarnir eyddum helginni í golfi.  Kandy er reyndar í um þúsund metra hæð og því örlítið svalara heldur en hér niður í borginni.

Við gistum tvær nætur, fyrst í Viktoríuklúbbnum þar sem völlurinn er en síðari nóttinni á fimm stjörnu hóteli í Kandy.  Við nutum kvöldverðar á veitingastað hótelsins, sem er sennilega besti matur sem ég hef fengið um ævina.  Sjö réttir og hver með réttu vínglasi til að harmonera við frábæran matinn, sem var Tælenskur að uppruna.

Á næsta borði sat fyrrum forsætisráðherra landsins og núverandi forystumaður stjórnarandstöðunnar landsins.  Hann hafði hinsvegar valið Sri Lanka útgáfu matseðilsins.  Fyrir utan gluggann mátti sjá öryggisverði leita með vasaljósum innan um hitabeltisgróðurinn, að einhverju sem lítið tengdist upplifuninni innandyra.

Golf í Kandy 030En golfið var frábært þó ekki næðist hin einstaka sveifla.  Það verður að bíða betri tíma.  Í dag er þjóðhátíðardagur Sri Lanka en hræðilegir atburðir undanfarna daga skyggja á gleðina.Golf í Kandy 032Golf í Kandy 039


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 283964

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband