Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Ofbeldisseggir

Það er ömurlegt að horfa upp á þennan skríl vaða upp aftur og aftur og ógna friðsemd í nafni óánægju með stöðu efnahagalsmála þjóðarinnar.  Ekki það að nóg er til af ófriðarseggjum og ofbeldisseggjum sem vilja nota tækifærið og fá útrás fyrir allt aðrar kendir en eðlilega reiði með hvernig komið er.  Hinsvegar er þjónkun ýmissa stjórnmálamanna og fjölmiðla fyrir þessu fyrirbæri fordæmi óþolandi.

Það er ekkert athugavert við að mótmæla og koma skoðunum sínum á framfæri.  Það er nákvæmlega það sem ég er að gera með þessum orðum mínum.  En að beita ofbeldi, stöðva útsendingu frá Kryddsíld og ógna valdstjórninni er allt annað.  Mér dettur i hug hvað Herði Torfasyni, nýlega kosnum manni ársins hjá rás 2, hvað honum finnist.  Hann hefur einmitt orðið uppvís af því að hvetja til ofbeldis. Síðar þegar allt er komið úr böndum er gott að kenna lögreglunni um.

Það er tími komin til að fjölmiðlar fjalli um þetta fyrirbæri eins og það er.  Þetta hefur ekkert með lýðræði að gera og alls ekkert með réttlát mótmæli þar sem fólk tjáir sig um óðánægju sína.  Þetta er OFBELDI.


mbl.is Gas Gas Gas á gamlársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þungu en skemmtilegu fargi af létt

Það var notalegt að ýta á entertakkann áðan þegar ég sendi meistararitgerðina á Bifröst.  Það er rúmt ár síðan vinnan hófst og því lauk i dag.  Þungu en skemmtilegu fargi af mér létt.  Nánast allar helgar og flest kvöld í heilt ár hafa farið í herlegheitin.  Viðfangsefnið er Value Chain of Yellow-fin Tuna in Sri Lanka.  Ég dvaldi þar í landi í rúmt ár og fékk tækifæri til að vinna að ritgerðinni utan vinnutíma.  En það var gott að vinna þetta á Sri Lanka og landsmenn ótrúlega hjálplegir og samvinnuþýðir.golf_i_kandy_027_752653.jpg

Verkið snýst um hugðarefni mitt sem er sjávarútvegur.  Hinsvegar snýst verkið að litlu leiti um umdeildar skoðanir um fiskveiðakerfi þó á það sé drepið, en langt frá því að það sé aðalatriðið.  Þetta snýst meira um alþjóðavæðingu, hvernig heimsmarkaður brýtur sér leið inn á heimamarkað og hvernig heimamenn geta tekið þátt í spennandi hlutum.  Aukið arðsemi og framleiðni í þessari atvinnugrein.  

En það þarf að leita að nýjum verkefnum í þeirri útlegð sem ég hef verið.  Henni líkur reyndar í Júli á næsta ári þegar samningur minn við ÞSSÍ rennur út.  Hann verður ekki endurnýjaður, það er mín ákvörðun og nú er bara að bretta upp ermarnar og ráðast í að byggja upp Ísland.  Ekki að ég ætli að bjarga neinu en ég vil taka þátt í því.

Á laugardaginn hitti ég vinarhópinn í jólagufu í Bolungarvík.  Það verður heldur en ekki gaman.  Takast á um pólitík og ræða landsins gagn og nauðsynjar.

En fyrir utan vinnu og ritgerð hefur golfið fangað hug minn.  Ekki ætla ég að fara mörgum orðum um árangurinn en ánægjan er fölskvalaus.  En vonandi verður snjór heima þannig að hægt verði að skjótast á skíði.

Ég er sem sagt á heimleið í FRÍÍÍÍ


Ömurleg skrílslæti

Það er ömurlegt að horfa upp þennan skríl vaða uppi með ofbeldi gegn yfirvöldum og nú einstakling.  Ekki þekki ég Tryggva neitt en þó honum hafi orðið á í lífinu er þetta allt of langt gengið.  En það þýðir lítið að rökræða við skrílinn því hann skilur slíkt ekki.  Ég hef megnustu fyrirlitningu á svona ofstæki og tel þetta til vansa fyrir alla þá sem nálagt því koma.  Tryggvi og fjölskylda hans eiga alla mína samúð í þessu máli.
mbl.is Tryggvi hættur í Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir Haarde

 

Eitthvað var tæknin að atast í bloggara þegar hann opnaði fréttavefinn M5 í vikunni.  Í stað þess að opna nýja síðu kom upp fréttasíða úr visi.is frá 28 september þar sem birtist viðtal við forsætisráðherra Geri Haarde.  Þar lýsti hann því yfir að gengi íslensku krónunnar væri allt of lágt skráð og væri engu samræmi við stöðu íslensks efnahags þann daginn.  Krónan mynd ekki gera neitt annað en hækka, þrátt fyrir blikur á lofti í efnahagsmálum heimsins.  Geir hafði reyndar áhyggjur af erfiðleikum erlendis, sérstakleg í BNA, en vonaðist til að björgunarpakkinn upp á 700 miljarða dollara myndi komast í gengum öldungadeildina og haf jákvæð áhrif.

Ég þekki fólk sem tók stöðu með íslensku krónunni á þessum tíma og reiknuðu með verulegri styrkingu.  Ekki skal því haldið fram að orð forsætisráðherra hafi haft þar áhrif, en ekki er ólíklegt að mark sé tekið á ráðherra efnahagsmála í slíku sambandi.

Á þessum tíma var gengi krónunnar reyndar allt of hátt þrátt fyrir töluverðar lækkanir vikurnar á undan.  Fölsku gengi var haldið uppi með umdeildri peningamálastjórnun SÍ.

Þá er komið að kjarna þessa greinarkorns.  Það er alveg á hreinu að forsætisráðherra hefur orðið alvarlega á í stjórn efnahagsmála á Íslandi.  Þrátt fyrir miklu meiri upplýsingar en hinn almenni maður, neitaði Geir að horfast í augu við veruleikann, þó svo að alvöruannarbjöllurnar hringdu út um allt.  Seðlabankinn hafði gengið bónleiður til búðar milli seðlabanka heimsins til að fá lán, en var neitað á þeim forsendum að Ísland væri komið að fótum fram í efnahagsmálum.  Bankakerfið væri með miklar skuldir, vafasöm útlán og allt of stórt (12 sinnum hagkerfi landsins) til að SÍ gæti komið til þrautavarar.

Þrátt fyrir þetta kaus Geir Haarde að horfast ekki í augu við raunveruleikann og trúði því að ,,lágt" gengi sem orsakaði verðbólgu væri aðal vandamálið.  Hann hefði betur hlustað á Einar Odd heitinn sem hélt því allan tímann fram að rétt væri að láta krónuna falla í raunvirði sitt og taka verðbólguskotinu sem af því myndi hljótast.  Þetta myndi styrkja útflutningsatvinnuveg og stöðva gegndarlausa eyðslu íslensku þjóðarinnar og slá á hrikalegan ójöfnuð í inn og útflutning.

Mistök forsætisráðherra og andvaraleysi hans er svo hrikalegt að ekki verður fram hjá því horft.  Það má heldur ekki gleyma því að mörg tæki og tól voru tiltæk sem ekki voru notuð, t.d. bindiskylda á IceSave reikninga, sem reyndar var afnumin í sumar sem leið í stað þess að auka hana.  Það er því algerlega nauðsynlegt að Geir Haarde axli þessa ábyrgð og gefi ekki kost á sér til áframhaldandi forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn á komandi landsfundi flokksins.  Skipstjóra sem verður á alvarleg mistök og nærri hvolfir skipi sínu fyrir andvaraleysi á að hætta.  Geir er að mörgu leiti flinkur maður og hefur haldið ágætlega á spöðunum síðan í hruninu, fyrir utan reyndar algjört sambandsleysi hans við þjóð sína.  Þjóðin hefur þurft að lesa eftir erlendum blöðum hvað sé framundan hjá ríkisstjórninni.  Einnig hefur umhald hans á málefnum SÍ vakið upp efasemdir um stjórnkænsku hans.


ESB og fiskveiðar

 

euÞað eru miklir óvissutímar í pólitíkinni framundan.  Eitt er þó alveg vís að fólk fær tækifæri til að kveða upp sinn dóm í kosningum.  Hvort sem það verður á næsta ári eða þar næsta.  Að öllum líkindum mun fólk einnig fá tækifæri til að ákveða hvor Íslendingar gangi í Evrópusambandið eða ekki.  Ég vona bara að sú ákvörðun þjóðarinnar verði upplýst ákvörðun en ekki byggð á tilfinningum og ótta vegna þess sem gerst hefur í fjármálum þjóðarinnar undanfarið.

Bloggari hefur lesið sig töluvert til um Evrópusambandið og heimsótt helstu stofnanir þess í Brussel.  Hlustað á kynningu um starfsemina og fengið tækifæri til að spyrja um það sem forvitni leiddi til.  Hlustað á starfsmenn sendiráðs Íslands i Brussel segja frá samskipum sínum við þetta mikla bákn og hvernig þeir upplifa samstarf við bandalagið í gegnum EFTA.

Engu að síður er bloggari ekki sannfærðrur um hvað eigi að gera.  Það hljómar vel að skríða í skjól sambandsins á viðsjárverðum tímum þar sem allt annað en öryggi ríkir hjá afvegaleiddri smáþjóð í stormasömum heimi.  En það eru sjávarútvegsmálin sem allt hefur strandað á hjá Íslendingum.  Ekki gengur að fórna góðu og hagkvæmu fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir vitleysuna sem ríkir inna ESB.  Þar sem ákvörðun er tekin í desember á hverju ári í Brussel, um veiðimagn á komandi ári.  Þetta eru maraþonfundir þar sem haldið er á þar til örþreyttir pólitíkusar ná samkomulagi að lokum, sem að engu leiti er fengið á viðskiptalegum forsendum.  Ekki er litið til hagkvæmni eða veiðiþols eða ástand stofna í þeirri umræðu sem þar fram fer. 

Allar veiðiþjóðir innan sambandsins vilja fá að veiða meira á kostnað hinna og fyrir rest er málinu lokið með ákvörðun sem skilar engu fram á vegin en gerir stöðu sjávarútvegs í sambandinu enn verri en hún var.  Sjávarútvegstefnan er notuð sem byggðapólitík en er ekki rekin á viðskipalegum forsendum.  En er það kannski allt í lagi og á þá að horfa til ,,réttlætis" en ekki hagkvæmni?  Á að nota sjávarútvegsstefnu til að halda uppi atvinnu á landsbyggðinni?

Alls ekki.  Sjávarútvegsstefna á að vera eins hagkvæm og mögulegt er.  Tilgangur hennar á ekki að vera til að tryggja atvinnu heldur að skapa þjóðarauð. 

Með hagkvæmni fæst þjóðarauður þar sem tekjur fara ekki allar í kostnað.  Slíkt eykur velferð almennings og skapar aukna velmegun.  Með skynsamlegri veiðistjórn er ekki gengið á auðlindina heldur leitast við að tryggja hámars afrakstursgetu stofna (Maximum Sustainable Yield)

En það er nú eitthvað annað að gerast í Brussel.

Þó bloggari beri mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og því sem það stendur fyrir, að halda frið í Evrópu, og eins þeim árangri sem það nær í uppbyggingu landa eins og fyrrum kommúnistaríkjum austur Evrópu, þá er ekki hægt að fórna fiskveiðum Íslendinga á því altari.


Ofbeldisfólk

Mikið óskaplega gera þessi ofbeldisverk mig reiðann.  Ítrekað hafa hópar ofbeldismanna ráðist á þinghúsið, lögreglustöðvar og nú á ráðherrabústaðinn.  Það er eitt að Íslend skyldi lenda svona illa í fjármálakreppunni en sýnu verra ef við missum eitt af því dýrmætasta sem við höfum átt.  Öryggi borgaranna hér í landi hefur verið með besta móti á heimsmælikvarða.  Ég hef upplifað erlendis þar sem nauðsynlegt er að hafa vopnaða verði við allar opinberar byggingar og þurft að aka ráðamönnum um í bílalestum og loka götum á meðan.  Á Íslandi hefur ekki þurft verði við Alþingishúsið og Bessastaðir vekja mikla athygli þar sem engin sýnilegur vörður er um forseta landsins.  En nú upplifum við miklar breytingar vegna aðgerða fámennra ofbeldismanna.  Manna sem ekki kunna að tjá sig með öðrum hætti.  Það er hreins skömm að þessum aðgerðum þeirra.
mbl.is Átök við Ráðherrabústaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á leið heim í kulda og trekk

images_746327.jpg

Það hefur lítill tími gefist til að blogga undan farið enda styttist í ritgerðarskil.  En hér eru þó nokkur atriði sem nauðsynlegt er að koma til skila, meitlað í Google steininn.

Í fyrsta lagi er rétt að benda vini mínum Tryggva Guðmundsyni á að ég hef þegar hafnað Davíð tvisvar.  Þannig að miðað við biblíuna á ég eftir að gera það einu sinni enn.  Best að bæta úr því hér og nú þannig að nógu langt verði um liðið þegar ég hitti félaga mína í jólagufu 20 desember.

Því miður gengur málflutningur Davíðs ekki upp.  Hann virðist vera vonsvikin með hrakfarir sínar í Seðlabankanum  og ekki sáttur við að enda sinn feril á þann hátt sem í stefnir.  Davíð hefur gert margt gott fyrir þessa þjóð og ömurlegt að upplifa að hann virðist tilbúinn að fórna hagsmunum hennar fyrir persónulegan hégóma.  Þetta er farið að minna á þjóðhöfðingja í Afríku, sem oft kunna ekki að sleppa hendinni á stjórnartaumum, enda eru þeir sannfærðir um að enginn annar geti farið í sporin þeirra.  Þeir einir hafi þá „vision" sem þurfi til góðra verka og enda oft með allt í vitleysu eins og sjá má með Mugabe.  

hvalbatur.jpgEn fleiri þarf að gera upp við.  Ívar er enn við sama heygarðshornið og talar Ísland niður.  En nú er dollarinn í 114 krónum og en sjúklingurinn er allur að braggast, þvert á harkspár Ívars.  Haldi þetta á verður hann að blogga um viðreisnina af auðmýkt og þjóðerniskend.  Það skildi þó ekki vera að botninum væri náð og komin viðspyrna í klifrinu upp.  Ef kappinn nennir að sækja mig til Keflavíkur 19. desember þá  er ég til í að taka þessa umræðu við hann.

En flónin hlaupa eins og hauslausar hænur um borgríkið og brjótast inn í Alþingishúsið og mótmæla við lögreglustöðvar og hvaðeina.  Óskiljanlegt hverju er verið að mótmæla!  Ísland er lýðræðisríki og íbúarnir fá sitt tækifæri til að dæma pólitíkusa fyrir meint mistök.  Er ekki rétt að spyrja að leikslokum og fá meiri upplýsingar áður en stóri dómur fellur.  Síðan er það áskorun til Einars K.  Dríðu i að gefa út hvalakvóta.  Það mun stjúrka verstu óvinum okkar í dag, Bretum og Hollendingum öfugt.  Það eitt og sér réttlætir hvaladráp og myndi gefa þjóðinni viðspyrnu.  Það er ekker sem við getum gert betur til að stjúka þeim öfugt.  Ég vona bara að Einar verði í jólagufunni þannig að ég geti talað hann til.

Héðan er allt gott að frétta.  Frí í dag enda stórhátíð múslima.  Bloggari hefur ekki hugmynd út á hvað þessi hátíð gengur út á en er örugglega mikilvægt fyrir Allha.  Það snýst allt um golf og ritgerð þessa dagana en ánægilegasta uppákoma síðustu viku var þegar boðið var upp á djúpsteiktar engisprettur í kaffistofunni.  Kannski ég taki smá með mér heim og bjóði upp á herlegheitin í jólagufunni.  Ég gæti tekið með súkkulaðimaura sem eftirrétt.  En hér kemur ein góð saga í lokin.

Íslenskur félagi minn var að snæða með Afríkumönnum á ágætum veitingastað og boðið var upp á rækjur.  Ekki leist heimamönnum á þessi kvikindi og voru tregir til að smakka.  En eftir áeggjan félaga míns þá prófaði annar og liftis á honum brúnin.  ,,Þetta er alls ekki slæmt félagi.  Bragðast ein og einisprettur"


Davíð Oddsson

Þetta er merkileg hótun hjá Davíð.  Honum er alveg óhætt að fara út í pólitík aftur, en það bíður hans ekkert bakland til þess.  Ég er sennilega einn af þeim sjálfstæðismönnum sem síðast snéri baki við þessum gamla foringja okkar og ekki hitti ég marga talsmenn hans í dag.  Sjálfum var mér ofboðið þegar Davíð hélt ræðu á morgunverðarfundi hjá Viðskiptaráði.  Þar talaði stjórnmálamaður en ekki embættismaður.  Það eina sem gat bjargað honum frá þessari vitleysu var að geta staðið við það sem hann sagði.  Svo reyndist ekki vera og eftir sátu dylgjur mans sem komin er í ógöngur.  Það er nöturlegt að horfa upp á þennan frækna foringja enda á þessum vitlaus ófæra stíg sem hann gengur þessa dagana.

Ég er honum reiður fyrir að setja stjórnarsamstarfið í hættu, en ég trúi því að þeir tveir flokkar séu best til þess fallnir að leiða þjóðina út úr vandræðunum.  Ekki endilega með sömu foringjum, enda þurfa sumir þeirra að bera ábyrgð á ósköpunum og axla hana.

Ég er farinn að sjá það betur og betur hversu vonlaust er að hafa fyrrverandi stjórnmálamann eins og Davíð við stjórnvölin í Seðlabankanum.  Þó við sleppum nú ósköpunum og hvernig Davíð getur ekki hætt í pólitíkinni og þrumar sínar ræður yfir þjóðinni.  Þá er það ómögulegt fyrir trúverðugleika bankans að hafa stjórnmálamann sem talsmann.  Það er allt öðruvísi manngerð sem þarf til þess að skapa og halda trúverðugleika, en það snýst allt um það hjá Seðlabönkum.

Davíð á að sýna þjóðinni að hann skynji sinn vitjunartíma og segi af sér.  Hvort sem hann er blóraböggull eða ekki, en málið snýst ekki um það í dag.  Hans persóna er ekki nógu mikilvæg til að fórna þjóðinni og þeirri mikilvægu verkum sem hún stendur frammi fyirr.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband