Geir Haarde

 

Eitthvað var tæknin að atast í bloggara þegar hann opnaði fréttavefinn M5 í vikunni.  Í stað þess að opna nýja síðu kom upp fréttasíða úr visi.is frá 28 september þar sem birtist viðtal við forsætisráðherra Geri Haarde.  Þar lýsti hann því yfir að gengi íslensku krónunnar væri allt of lágt skráð og væri engu samræmi við stöðu íslensks efnahags þann daginn.  Krónan mynd ekki gera neitt annað en hækka, þrátt fyrir blikur á lofti í efnahagsmálum heimsins.  Geir hafði reyndar áhyggjur af erfiðleikum erlendis, sérstakleg í BNA, en vonaðist til að björgunarpakkinn upp á 700 miljarða dollara myndi komast í gengum öldungadeildina og haf jákvæð áhrif.

Ég þekki fólk sem tók stöðu með íslensku krónunni á þessum tíma og reiknuðu með verulegri styrkingu.  Ekki skal því haldið fram að orð forsætisráðherra hafi haft þar áhrif, en ekki er ólíklegt að mark sé tekið á ráðherra efnahagsmála í slíku sambandi.

Á þessum tíma var gengi krónunnar reyndar allt of hátt þrátt fyrir töluverðar lækkanir vikurnar á undan.  Fölsku gengi var haldið uppi með umdeildri peningamálastjórnun SÍ.

Þá er komið að kjarna þessa greinarkorns.  Það er alveg á hreinu að forsætisráðherra hefur orðið alvarlega á í stjórn efnahagsmála á Íslandi.  Þrátt fyrir miklu meiri upplýsingar en hinn almenni maður, neitaði Geir að horfast í augu við veruleikann, þó svo að alvöruannarbjöllurnar hringdu út um allt.  Seðlabankinn hafði gengið bónleiður til búðar milli seðlabanka heimsins til að fá lán, en var neitað á þeim forsendum að Ísland væri komið að fótum fram í efnahagsmálum.  Bankakerfið væri með miklar skuldir, vafasöm útlán og allt of stórt (12 sinnum hagkerfi landsins) til að SÍ gæti komið til þrautavarar.

Þrátt fyrir þetta kaus Geir Haarde að horfast ekki í augu við raunveruleikann og trúði því að ,,lágt" gengi sem orsakaði verðbólgu væri aðal vandamálið.  Hann hefði betur hlustað á Einar Odd heitinn sem hélt því allan tímann fram að rétt væri að láta krónuna falla í raunvirði sitt og taka verðbólguskotinu sem af því myndi hljótast.  Þetta myndi styrkja útflutningsatvinnuveg og stöðva gegndarlausa eyðslu íslensku þjóðarinnar og slá á hrikalegan ójöfnuð í inn og útflutning.

Mistök forsætisráðherra og andvaraleysi hans er svo hrikalegt að ekki verður fram hjá því horft.  Það má heldur ekki gleyma því að mörg tæki og tól voru tiltæk sem ekki voru notuð, t.d. bindiskylda á IceSave reikninga, sem reyndar var afnumin í sumar sem leið í stað þess að auka hana.  Það er því algerlega nauðsynlegt að Geir Haarde axli þessa ábyrgð og gefi ekki kost á sér til áframhaldandi forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn á komandi landsfundi flokksins.  Skipstjóra sem verður á alvarleg mistök og nærri hvolfir skipi sínu fyrir andvaraleysi á að hætta.  Geir er að mörgu leiti flinkur maður og hefur haldið ágætlega á spöðunum síðan í hruninu, fyrir utan reyndar algjört sambandsleysi hans við þjóð sína.  Þjóðin hefur þurft að lesa eftir erlendum blöðum hvað sé framundan hjá ríkisstjórninni.  Einnig hefur umhald hans á málefnum SÍ vakið upp efasemdir um stjórnkænsku hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Guðmundsson

Sæll Gunnar. Þú verður seint sakaður um kjarkleysi. Það þarf mikinn kjark hjá hörðum sjálfstæðismanni að viðurkenna opinberlega að tveir áhrifamestu forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi gert afdrifarík mistök og þurfi því að láta af starfi sínu. Betur væri að þingmenn flokksins hefðu sama dug til að viðurkenna þessar staðreyndir sem reyndar allur þorri landsmanna er búinn að átta sig á. Sjálfblekkingin er ekki bara bundin við Geir. Fagráðherrar peningamálanna telja af og frá að þeir eigi að segja af sér þrátt fyrir að hafa í meira en hálft ár horft aðgerðarlausir á þjóðfélagið fara fjárhagslega á hliðina. Það er vonandi aðeins spurning um stuttan tíma hversu lengi ríkisstjórnin getur haldið úti framhaldsleikriti sínu um nýju fötin keisarans þar til litla stúlkan gerir bæði leikendum og öðrum áhorfendum ljóst að keisarinn er nakinn.

Tryggvi Guðmundsson, 17.12.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég er sammála þér í því Tryggvi að þessir tveir fagráðherrar verða að segja af sér.  Ég er svo sem ekki að skipta mér af innri málum Samfylkingaunnar en það er með ólíkindum að þeir tveir skuli telja sér stætt í ríkisstjórn.  Um daginn við þá hörmulegu atburði sem áttu sér stað í Indlandi þegar hryðjuverkamenn myrtu 180 mans, sagði innanríkisráðherrann af sér umsvifalaust.  Þetta snýst um að taka ábyrgð og fara með skömmina út.

Björgvin bankamálaráðherra hefur sagt að hann hafi hitt seðlabankastjóra einu sinn í rúmt ár.  Þetta sýnir ef til vill betur en margt annað hver hæfni hans er.  Á viðsjárverðum tímum meðan aðvaranir dundu á þessum mönnum.  Það er einmitt málið að þeir voru mun betur upplýstir en við almenningur.

Gunnar Þórðarson, 18.12.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 283944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband