Mannauður og frelsi

Samkeppnishæfni snýst um mannauð og frelsi.  Það er erfitt að ímynda sér að VG séu tilbúnir að feta veg þess síðarnefnda.  Í því sambandi vil ég benda á viðtal við heilbrigðisráðherra í Viðskiptablaðinu fyrir viku síðan og ótrúlegum ummælum landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra að samkeppni í atvinnulífi eigi bara við á þenslutímum. 

Hér er enginn að tala um óheft frelsi því nauðsynlegt er að setja leikreglur og eins frelsi má ekki bitna á öðrum.  Það er því ekki verið að tala um stjórnleysi, en takmarka áhrif stjórnmálamanna og einskorða þau við lagasetningu og framkvæmdavald.  Að stjórnmálamenn séu ekki að vasast í fyrirtækjarekstri né hafa óþarfa áhrif á framleiðslu og eftirspurn í hagkerfinu.

Þetta eru flókin mál en eitt af lykilatriðum er þó að allir fá tækifæri til að spreyta sig.  Íslendingar hafa ekki efni á að fara á mis við hæfileika og framtak þeirra sem minni efni hafa og því er nauðsynlegt að tryggja nám fyrir alla, og að sjálfsögðu heilsugæslu þar sem það kemur hagkerfinu til góða að hafa fríska og vel hrausta þjóð.

En virkjum einstaklingsframtakið og tryggjum frelsi til athafna.  Bloggari getur síðan alveg bætt við ,,Stétt með stétt" til að ná þessu frábæra markmiði að þjóðin verði sú samkeppnishæfasta í heimi 2200.


mbl.is Ísland verði eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband