Að kúga löggjafavaldið

Það er þyngra en tárum tekur að fylgjast með Icesave umræðunni á Alþingi þessa dagana.  Ríkisstjórnin berst um á hæla og hnakka að koma í gegn samningum sem getur kostað þjóðina fjárhagslegt sjálfstæði hennar.

Fyrir liggur að þegar þessi ríkisstjórn tók við ýtti hún fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks út úr samninganefndinni.  Það stóð sem sé aldrei til að ná breiðri samstöðu um málið. Fjármálaráðherra setur síðan tvo vini sína yfir nefndinnii, hvorugan með nægilega reynslu eða bakgrunn til að ráða við verkefnið.  Þannig var niðurstaðan dæmd til verða persónuleg, en honum láðist að hafa þingflokk sinn með í ráðum á sama tíma.  Þannig er niðurstaðan sú að frumvarp um ríkisábyrgð á samninginn er ekki stjórnarfrumvarp, heldur frumvarp Samfylkingar og persónulegt frumvarp fjármálaráðherra.  Fjölmiðlar taka silkihönskum á aðiljum sem þó eru að höndla stærsta hagsmunamál Íslandssögunnar, fyrr og síðar.  

Þingmönnum VG er vorkunn þar sem þeir þurfa að velja á milli ríkisstjórnarsamstarfs og hagsmuna þjóðarinnar.  Fjórir þeirra hafa verið í vafa um hvort sé mikilvægara.  Það ríður á sýna að hægt er að starfrækja vinstristjórn, en slíkt hefur aldrei tekist fyrr í sögu lýðveldisins.  

En um hvað snýst þetta allt saman?  Hér kemur lítil saga til að útskýra sýn bloggara á það sem er að gerast í málinu:

Húsbóndi á heimili ákveður án samráðs við eiginkonu að kaupa mjög dýra húseign og skrifar undir kaupsamning með fyrirvara um samþykki eiginkonunnar.  Hún sér hinsvegar í hendi sér að verðið er miklu hærra en þau geta staðið við og neitar undirskrift.  Hjónin byrja þá að karpa um málin og eiginmaðurinn reynir að setja fyrirvara um kaupin til að fá konuna til að skrifa undir.  Fyrirvara um að ef greiðslur af fasteigninni fara yfir x hlutfall af tekjum heimilisins þá þurfi þau ekki að borga.  Konan vill hreinlega athuga hvort kaupin hafi verið lögleg og heimtar að nýr samningur verði gerður en eiginmaðurinn er fastur í vitleysunni og berst um á hæla og hnakka að verja upphæðina sem hann bauð í upphafi.  Þannig fer öll hans orka i að gæta hagsmuna seljenda, á kostnað heimilisins.  Það er meira atriði að halda andlitinu en jafnvel fjárhagslegu sjálfstæði heimilisins.  Einnig liggur fyrir að þó hjónin geti komið sér saman um einhverja fyrirvara að seljandi mun varla taka mark á slíku, enda samningurinn frágengin í hans huga.

En áfram heldur vitleysan og ríkisstjórnin heldur á að þrýsta hagsmunum Hollendinga og Breta í gegnum þingið.  Hvergi má halla á þeirra hlut og reynt að setja fyrirvara sem séu þannig að þeir hafi ekkert að segja.  Ljóst er að samningurinn er undirritaður af ríkinu og þingið getur ekki fengið því breytt.  En þingið getur þó neitað að viðurkenna ríkisábyrgðina.  En allan tíman er ekki rætt við Hollendinga og Breta til að svegja þá að niðurstöðu þingsins.

En hvernig datt þessu fólki í hug að ganga frá slíkum risa samning á þess að tryggja stuðnings þingsins fyrir honum.  Allavega stjórnarmeirihlutans og hafa hann með í ráðum, þó auðvitað hefði verið betra að hafa eins breiða samstöðu og mögulegt var í slíku ögurmáli.  Ekki má gleyma því að fjármálaráðherra sagði 2. júní að ekkert væri að frétta af samningnum og ekkert lægi á.  5. júní var hann undirritataður og við það tækifæri sagði formaður nefndarinnar, Svavar Gestsson, að hann hefði viljað rumpa þessu af svo hann hefði það ekki hangandi yfir sér í sumarfríinu.  

Hvar eru ofbeldissinnarnir sem börðu potta og pönnur í þágu lýðræðis í vetur sem leið, nú þegar slíkt og þvílíkt er að gerast?  Hvar eru þeir sem töluðu um að framkvæmdavaldið væri að kúga löggjafavaldið?  Skyldi bóndinn á Bessastöðum undirrita þessi lög eftir að þingið hefur samþykkt það með naumum meirihluta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dante

Við eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna.

Sad and simple fyrir Hollendinga og Breta.

Grísinn á Bessastöðum mun auðvitað undirrita þennan ófögnuð. Þ.e.a.s. um leið og hann hefur troðið upp í óæðri endann á sér ummælum sínum um gjá á milli þings og þjóðar sem hann viðhafði fyrir nokkrum árum í öðru máli.

Hann fer ekki að gera vinum sínum og félögum þann óskunda að neita skrifa undir.

Dante, 14.8.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 283945

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband