,,Réttlæti"

Hvaða réttlæti er í því að velta þessu yfir á skattgreiðendur?  Þegar hefur ríkið sett 280 miljarða til að greiða niður peningamarkaðsjóði, án þess að útskýra það fyrir þjóðin og hvað réttlæti slíka greiðslu.

Málið er einfalt.  Þetta snýst um viðskipti þeirra sem lögðu peningana sína inn á þessa sjóði og Landsbankans.  Þarna var fólki lofað ávöxtun sem engin fótur var fyrir og það sama fólk tók mikla áhættu í þeim viðskiptum.  Þetta fólk verður að bera ábyrgðina en ekki velta henni yfir á skattgreiðendur sem eru þegar beygðir undan ofurbyrðum.

Það er ljóst að bankarnir, Landsbankinn sérstaklega, fóru offari í að bjóða þessa peningamarkaðssjóði sem ávöxtun.  Það gat hinsvegar verið augljóst að engin fyrirtæki gætu greitt þessa vexti í framtíðinni og sögulega séð eru slíki vextir ekki raunhæfir.  Þeir viðskiptavinir bankana sem lentu í þessu eiga alla samúð bloggara, en verða að bera ábyrgðina sjálfir.  Undirritaður mun áfram spyrja stjórnmálamenn hvers vegna ríkisstjórnin ákvað að greiða niður tap þessara sjóða.  Ekkert réttlæti er í því.


mbl.is Réttlæti.is fundar með saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Án þess að hafa kynnt mér sérstaklega málstða þessara samtaka þá get ég ýmindað mér að þeim fynnist óréttlát að tryggja hefðbundna bankareikninga ótakamrkað (kostaði ríkið að öllum líkindum margfalda þá upphæð sem sett hefur verið í peningamarkaðsjóði) en ekki innistæður í peningamarkaðsjóðum.

Sigurður Ingi Kjartansson, 10.8.2009 kl. 10:17

2 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Réttlæti??

Venjulegir bankareikningar áttu ekki að vera tryggðir af fullu, sú aukatrygging (sem jú var líka ákveðin af sjálfstæismönnum og samfylkingunni eins og þetta með sjóðinna) var og er enn borguð af okkur skattgreiðendum auk þess sem þetta allt samann þvælist fyrir okkur í Icesave viðræðum þar sem Bretar og Hollendingar höfðu það í bakhöndinni að krefjast fullrar ábyrgðar á Icesave.

Hvar er sanngirnin fyrir skttgreiðendur??

Sigurður Ingi Kjartansson, 10.8.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 283945

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband