Þriggja heimsálfu spjall

_orrablot_10_bekkjar_003.jpgÞað getur verið gaman að tækninni.  Við vorum að enda við klukkutíma spjall, þrír gamlir vinir yfir þrjár heimsálfur í gegnum Skype.  Bloggari í Kampala, Siggi Ásgeirs á Íslandi og Nonni Gríms í Seatle.  Við hlógum ógurlega þegar við rifjuðum upp bernskubrekin og prakkaraskapinn.  Nú er komið að því að skrifa atvinnusögu okkar, sem jafnast nærri því á við útrásarvíkingana.  Málið er að maður á ekki að taka þessa hluti of alvarlega heldur að hafa gaman af og minnast ánægjulegra augnablika sem gera lífið þess virði að lifa því.

Fyrsta sagan mun heita ,,fýrtomma í ská í sigurverkið" og segir frá harðfiskverkun þar sem Þórður Júl var sérlegur ráðgajfi okkar.  Sennilega kom það í veg fyrir að við urðum NonniGunn Group sem hefði gert okkur að milljónerum.  Varlega áætlað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta líst mér á! Allt gott héðan, ég ok mótorhjólinu austur og fjöllin heilla. Það vantar gædinn, hann er í Úganda að bjarga heiminum!

Ívar Pálsson, 29.6.2009 kl. 10:27

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Heill og sæll Ívar. Ég er alveg að deyja úr heimþrá. Sjö mánuðir eru of langur tími í senn. Það fljúga neistarnir undan felgunum þegar dekkin eru horfin. Þannig að ég treysti mér eiginlega ekki í pólitísku átökin og læt því gamminn frekar geysa á léttu nótunum.  Þó er af nógu að taka í pólitíkinni þessa dagana.

Ég hlakka til að koma heim og það verður gaman að hitta þig og þína.

Gunnar Þórðarson, 29.6.2009 kl. 16:20

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Það eru þó nokkur fjöll óklifin og svæði ókönnuð þetta sumarið: Jarlhettur og nágrenni heilla sérstaklega núna. Herðubreið bíður alltaf, en kannski það takist þetta árið. Af nógu að taka til þess að gleyma Icesave- klúðrinu osfrv.

Ég var á borgarafundi í Iðnó áðan. Einar Már rithöfundur fór á kostum. Maður klappaði með eins og salurinn, enda Einar Már rökfastur og skemmtilegur með afbrigðum,þótt að hann sé hinum megin á vegasalti sjórnmálanna við mig. Þetta er allt annað að upplifa svona fjöldafund (standandi, ekkert pláss) heldur en að horfa á þetta í sjónvarpi. Steingrímur J. átti á brattann að sækja, sérstaklega þegar félagar eins og Einar Már gerðu honum erfitt fyrir.

Ívar Pálsson, 30.6.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 283951

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband