Að lífið sé lítil skjálfandi ,,golfsveifla"

Ég er í tíu þúsund fetum þessa stundina.  Ég leið heim af golfvellinum eins og á hörpuskipi álfa, sem sigldu tíu metrum yfir hæstu öldutoppum, í gegnum hrikalega umferð Kampala.  Ég var að klára minn besta hálfhring, níu holur, og golfið allt á uppleið.  Búinn að finna sveifluna og driverinn á fullri leið inn.  Lífið gæti ekki verið betra.  Slær út blíðveðrið og hálfsigrinum í Eurovision sem þjóðin mín gekk í gegnum í viku.  Fyrningarleið, V.G. Samfylking og ömurleg ríkisstjórn geta ekki skyggt á persónulegan sigurinn á golfvellinum í dag.  Og ég sem hélt að ég væri fastur í skurðinum og kæmist aldrei upp til að sjá til sólar.

Það flaug í gegnum hugann góð saga af tveimur góðum vinum mínum af Tungudalsvelli í Skutulsfirði.  Addi Geir var í golfmóti og hafði gengið illa.  Við holu sjö stundi missti hann út úr sér stundarhátt,  ,,ég er alveg búinn að týna sveiflunni"  Biggi Vald sem var þarna nærstaddur sagði þá að bragði; ,,ég ætla rétt að vona að ég finni hana ekki"  Þetta er golfbrandari og ekki fyrir alla að skilja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég skildi hann fullkomlega. Það er svo sannarlega ekki allra að sveifla eins og Addi Geir og hitta samt boltann. Á ekki að upplýsa hvað höggin voru mörg. Tungudalsvöllur kemur vel undan vetri. Fór 9 holur í gær á 50 höggum. Hjá mér telst það gott eftir vetrarfrí.

Ingólfur H Þorleifsson, 22.5.2009 kl. 19:00

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

 Ég fór á 45 höggum sem er minn besti árangur. En það góða við þetta er að ég er í framför. 

Gunnar Þórðarson, 27.5.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 283959

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband