Davíð kvaddur

 

Loksins er búið að reka afa gamla út af heimilinu og guð má vita hvar hann drepur niður fæti næst.  Afi (Davíð Oddsson) hefur brotið og bramlað allt á heimilinu (Sjálfstæðiflokknum) undanfarin misseri og hafði einhvernvegin tök á húsbóndanum (Geir Haarde) að ekki var hægt að hrófla við honum.  En svo í fermingaveislunni (Landsfundinum) hélt hann ræðu sem gekk fram af heimilisfólkinu og féll þar með í ónáð.  Loksins er það öllum ljóst að afi er bara orðin ruglaður og tími kominn til að setja þau vandamál sem hann hefur skapað, aftur fyrir sig og takast á við framtíðina.  Það sem fyllti mælinn voru dylgjur í garð vammlauss manns sem ekki hafði til annarra saka unnið en hafa deilt á aðferðir afa, þó á faglegan hátt.

Gamanlaust þá hefur enginn veitt Davíð og mislukkaðri peningamálastefnu meira aðhald en Vilhjálmur Egilsson.  Ítrekað benti hann á þær afleiðingar sem hávaxtastefnan gæti haft og flest það ræst sem hann varaði við.  Það var þó ekki fyrr en hann tók að sér formennsku í endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins og gaf út heiðarlega skýrslu um stjórnarsetu flokksins, sem steininn tók úr. 

Það er virðingarvert af Geir Haarde að taka upp hanskann fyrir Vilhjálmi á landsfundinum og frábært að salurinn hafi tekið undir með lófaklappi og jafnvel risið úr sætum við orð fyrrverandi formanns.  Það eru þung spor hjá fyrrverandi aðdáenda Davíðs sem stjórnmálamanns að setja þessar línur á blað.  Og ömurlegt að farsæll stjórnmálamaður hafi lokið ferli sínum með þeim hætti sem raunin er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Guðmundsson

Sammála þér Gunnar með þessa fjölskyldusamlíkingu. Það vantar þó í myndina að afi var harðstjóri sem hafði þvílíkt ofurvald á fjölskyldunni allri að árum saman hafði enginn þorað að andmæla honum, allra síst húsbóndinn.

Besta dæmið um ofurvald Davíðs kom í ljós á landsfundinum þegar hann byrjaði á því að setja sjálfan sig í fótspor frelsarans og kastaði svo skít í allar áttir í saklaust fólk. Þá stóð allur salurinn upp og klappaði fyrir honum lengi upp á stalinskan máta. Ótrúleg samkoma !

Tryggvi Guðmundsson, 30.3.2009 kl. 15:20

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ja kvur andskotinn Tryggvi.  Var það svo?  Varst þú þarna?

Stína, sem var á staðnum, sagði mér að karl skrattinn hefði verið skemmtilegur og fyndinn.  En var hann þá bara ekki á röngum stað?  Hann hefði átt að vera í Þjóðleikhúsinu!

Gunnar Þórðarson, 30.3.2009 kl. 17:29

3 Smámynd: Tryggvi Guðmundsson

Sá í sjónvarpinu kaflann frá Golgata og svo nokkrar af drulluslettunum. Já, hann getur verið skemmtilegur, en svona menntaskólahúmor hefur varla passað inn í Fjallræðu nr. 2.

Tryggvi Guðmundsson, 30.3.2009 kl. 17:39

4 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Það er alveg rétt hjá þér Tryggvi.  Það verður erfitt hjá mér að takast á við þig í gufunni í haust!  Ég þarf einhverskonar uppörvun fyrir þau átök.  Það er erfitt þegar himnarnir hrynja yfir mann. 

Þessi ræða hjá Davíð var til skammar en mér svíður mest að fundargestir hafi klappað sig auma í lófunum yfir þessu bulli.

Gunnar Þórðarson, 31.3.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 283756

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband