Seinni ferð um Uganda

img_0256.jpgAð öllu óbreyttu leggjum við í nýja ferð í fyrramálið til Lake Kyoga til að heimsækja stæðiskrifstofur og löndunarstaði í kringum vatnið.  Ef allt gengur að óskum verðum við komnir til baka á laugardag.  Félagi minn Alfred er að leita að nýjum bílstjóra þar sem ég neita að fara með þeim fyrri aftur.  Það er lágmarkskrafa að maðurinn kunni að keyra en sá sem ók okkur í fyrri ferðinni kunni það alls ekki.  Tók af stað í öðrum gír og var kominn í fimmta á þrjátíu.  Hann kveikti ekki ljósin þegar dimmdi fyrr en ég skipaði honum að gera það.  Hann notaði ekki vinnukonur nema samkvæmt skipun og vildi helst vera á 170 km hraða. 

Nei lífið er of gott til að hætta því með kunnáttulitlum bílstjóra á miklu meiri hraða en hann ræður við.

Í þessari ferð munum við aka í gegnum stærsta þjóðgarð Uganda, Murchison Falls.  þar eru miklir fossar þar sem Níl steypist niður í þrönga gilskorninga með miklum drunum og látum.  Ef ég man rétt var það Samuel Kaker sem fyrstur uppgötvaði fossana árið 1866.  Þjóðgarðurinn er frægur fyrir dýralíf en þar eru fílar, flóðhestar, ljón, apar, gíraffar o.s.f.  

Reyndar er ég búinn að bóka lúxustjald í Murchison Falls, með svölum yfir Níl, fyrir Stínu þegar hún kemur í heimsókn seinna í mánuðinum.  Meiningin er síðan að ganga upp með fossunum og horfa yfir herlegheitin uppi á toppnum.  Vonandi rekumst við ekki á ljón á leiðinni en lítil hætta er á fílum í fjallgöngu.  Flóðhestarnir eru víst hættulegastir en þeir eru varla heldur í fjallgöngu um hábjartan daginn.

Toyota skiltið á UGCEn hér er lífið golf fyrir utan vinnu og yfirleitt rennir maður sér við í klúbbnum, Uganda Golf Club, á leið úr vinnu og fer hálfan hring eða slær nokkrar kúlur á æfingasvæðinu.  Bjórinn er ódýr í klúbbnum og ekki spillir grillað spjót af svínakjöti með djúpsteiktum matar-bönunum.  Yfir átjándu holunni er risastórt auglýsingaskilti frá Toyota og í hvert skipti þegar skiltið kemur í ljós, svona við sextándu holu, dettur manni Beggi Óla í hug og jafnframt þyrstir mann í einn Tusker (góður Úganda bjór.  

Sem sagt bankakreppan utan seilingar og áhyggjur víðs fjarri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 283907

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband