Gervi vísindi

 

stjörnumerkiGervivísindi hafa nokkuð komið upp í huga bloggara undanfarnar vikur.  Gott dæmi um slíkt er stjörnuspeki.  Engin vísindi liggja að baki stjörnuspeki en einhvernvegin hefur þetta orðið til og margir trúa því afstaða stjörnumerkja hafi áhrif á fólk og fénað.  Ekkert fer fyrir rökræðum eða vísindalegri umræðu um málefnið, enda tel ég að slíkt fari ekki saman við eðli málsins.

Ekki er minnst á að í raun eru stjörnumerkin 13, en aðeins tólf notuð til að aðlaga kerfið júlianska tímatalinu.  Það er heldur ekki talað um að núverandi stjörnumerki litu allt öðruvísi út fyrir 10.000 árum og munu verða óþekkjanleg eftir önnur 10.000 ár.  Það er vegna þess að í hverju stjörnumerki eru stjörnur sem eru mislangt frá jörðu, og munurinn er gríðarlegur.  Í mörgum tilfellum eru skærustu stjörnunnar í merkjunum samsettar af mörgum stjörnum, sem renna saman í eina, séð frá jörðu þar sem hún er stödd í augnablikinu.  Sólkerfi okkar er á fleygiferð miðað við þær stjörnur sem eru í fyrrnefndum merkjum og mun nægilega langur tími valda því að afstaðan breytist og útlit stjörnumerkjanna með.

En þetta er allt í góðu þar sem um dægradvöl er að ræða, og þó margir trúi á áhrifamátt stjörnumerkja, gerir það ekkert til.  Sem dæmi eru buddatrúar mjög trúaðir á stjörnuspeki og tímasetja atburði í samræmi við stöðu stjarnanna, t.d. hjónabönd.

Það er öllu verra þegar slík bábilja er notuð í hagnýtum fræðum eins og hagfræði og lífræði.  Menn halla sér afturábak og komast að allskyns niðurstöðum, án þess að þurfa til þess rannsóknir eða gögn.  Menn fullyrða t.d. um að Íslandsmið séu full af þorski og óhætt sé að veiða mun meira en sjávarútvegsráðherra hefur heimilað án þess að setja stofninn i hættu.  Ekkert mark sé takandi á Hafró enda sé allt tómt bull sem gert sé á þeim bænum. 

Þessir menn skilja ekki eðli vísinda og skilja ekki mun á vísindum og gervivísindum.  Það að einhver sjómaður reki í góða veiði og telji þar með að allt sé fullt af þorski, á ekkert skylt við vísindi.  Lítil umræða fer síðan fram með röklegum hætti, eins og með stjörnuspekina, enda eru þessir aðilar áfærir til þess.  Ekki veit ég hvort þessir menn eru pólitískir loddarar og nota þessi mikilvægu málefni til að vekja athygli á sér, eða hvort þér séu í raunveruleikanum svona illa að sér.  Það verður að gera þá kröfu til þeirra sem gefa kost á sér í pólitík að þeir vinni heimavinnuna sína og setji sig inn í málin og skilji um hvað þau snúast.

Annað dæmi um gervivísindi er fyrirhuguð jarðgangnagerð í Arnarfjörð.  Menn sneiða alveg frá faglegri umræðu um málið og slá um sig rómatík.  Stjörnumerki eru svolítið rómantísk líka.  Aldrei minnst á hvað þessi göng muni raunverulega gera fyrir íbúa svæðisins, miðað við aðra möguleika sem við stöndum frammi fyrir, eins og gangnagerð milli Engidals og Álftafjarðar.  Setja fram ávinninginn á hlutlægan hátt og taka tilfinningarnar útfyrir rétt á meðan.

Það er grátbroslegt að sjá sömu mennina tala fyrir háskóla á Vestfjörðum.  Til hvers viljum við háskóla?  Til að auka þekkingu eða vantar okkur bara atvinnutækifæri?  Getum við ekki bara notað stjörnuspeki við þetta allt saman?  Sennilega dygði það betur þegar spáð er í hagkerfið og gengi krónunnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Gunnar.

Þú hefur víst aldrei heyrt það að menn í glerhúsi skuli ekki kasta grjóti.  Af þessari færslu þinni er það amk. ekki að sjá.

Það er svoldið skemmtilegt að þú skulir taka stjörnuspeki sem viðmið.  Stjörnuspeki er vísindagrein sem byggir á samanburði á stöðu himintunglanna og eiginleika manna.  Þessi vísindagrein hefur verið stunduð í þúsundir ára, en til samanburðar er Homo sapiens, nútímamaðurinn, talinn vera um 150.000 ára gamall og ritmálið milli 5 og 6000 ára eða svo.  Nútíma fiskifræði Íslendinga er nálægt því 30 ára gömul.

Sólkerfin breitast vissulega og á nokkuð fyrirsjánlegann hátt.  Það á einnig við um lífríki sjávar.  Það er til dæmis mjög vafasög aðferð hjá Hafró að ákvarða stofnstærð á þorski út frá togararalli, þar sem teknar eru alltaf sömu togslóðirnar.  Fiskur kann að synda og það er ekkert sem segir að hann sé alltaf á sömu slóðunum, frekar en loðna eða síld.  Jafnframt má benda á það að “mæling” á þorskstofninum er reiknuð út frá togfleti sem er á bilinu 1-2% af sjávarbotni Íslensku fiskveiðilögsögunnar.

Það er einnig rétt að benda á það að engin rök fylgja aflareglu Hafró sem gerir kröfu um hámark 18-22% veiði úr þorskstofninum.  Reynslan sýnir okkur hinsvegar að meiri veiði, 25 – 30% er líklegri til að hámarka nýtingu úr stofninum.  Minni veiði á sama tíma og fæðuskortur er í hafinu dregur úr vaxtahraða.  Fiskar verða langlífari en ekkert stærri.  Þá er líklegast að stofninn fari að éta afkvæmi sín, eins og mörg dæmi eru um.  

Varðandi gangnagerð milli norður og suðursvæða Vestfjarða, þá hefur þú Gunnar hvorki sýnt fram á að þau göng séu óhagkvæm og enn síður sýnt fram á að göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur séu hagkvæm.  Það er tiltölulega auðvelt að bera saman augljósann mismun.  Göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar stytta leiðina frá Ísafirði og til Reykjavíkur og Patreksfjarðar um 27 km.  Þau leysa af hólmi 54-59 ára gamlann veg sem er talinn ónýtur.  Áætlanir gera ráð fyrir að umferðamagn um þessa leið muni margfaldast við göngin og reynslan hér fyrir vestan hefur sýnt að slíkar áætlanir hafa alltaf reynst varfærnar.

Göng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar munu stytta leiðina til Reykjavíkur og Hólmavíkur um 6 km.  Þau leysa af hólmi veg sem er nýlegur, með bundnu slitlagi og í hæsta þjónustuflokki.  Ekki er gert ráð fyrir nema lítilsháttar aukningu umferðar á leiðinni.  Á báðum þessum leiðum er snóflóðahætta við ákveðinn skilyrði.

Ekki hafa verið gerðir arðsemisútreikningar á Súðavíkurgöngum af opinberum aðilum.  Hins vegar hafa verið gerðar nokkrar skýrslur um arðsemi Dýrafjarðarganga og sýna þær allar góða arðsemi af framkvæmdinni.  Ein slík skýrsla ætti að vera þér aðgengileg, enda skyldst mér að systir þín hafi unnið slíkt verkefni.  Afstaða þín til hennar vinnu vekur upp spurningar.

Afstaða þín til háskóla á Vestfjörðum vekur einnig upp spurningar.  Hver sá sem gengið hefur í háskóla og upplifað þann sköpunarkraft sem þar býr og bíður eftir að springa út, á að vita að fyrir okkar samfélag er slík viðbót eins og innspíting á adrenalíni, fyrir mannslíkamann.  Háskóli er ekki bara spurning um nám.  Ekki bara spurning um vinnu.  Háskóli er dæmi um kraft, frumkvæði, hugmyndaflug, þor, hæfni og margt, margt fleira.  Háskóli er lífsnauðsyn fyrir okkar samfélag.

Þegar maður les margar af þínum greinum Gunnar, dettur mér helst í hug að þú gerir þér far um að vera á öðru máli en flestir aðrir.  Það er svosem ekkert við því að segja og svosem þykjir mér bara gaman að reka mikið af þínum rangfærslum til föðurhúsanna.

Við lestur þessarar færslu þinnar kom upp í hugann minn tvö orð sem má telja viðeigandi útfrá fyrirsögninni:  Gervi hagfræðingur og gervi Vestfirðingur.

Maður spyr sig….

Sigurður Jón Hreinsson, 11.9.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég ætla ekki að taka slaginn við þig Sigurður um stjörnuspeki en stend þó við mínar skoðanir á þeim "fræðum"  Hinsvegar er það gott dæmi um gervivísindi þegar menn slá um sig fiskihagfræði, án þess að geta vitnað í nokkrar rannsóknir eða tölfræði.  Hinsvegar er miskunnlaust notað, "reynslan hefur sýnt okkur" o.s.f.  Ég vísa þessu öllu til föðurhúnana.  Það er greinilegt á skrifum þínum að þú skilur ekki tölfræði.  Sú aðferð sem Hafró notar í togarralli er notuð við allskyns vísindi og meðal annars notuð til að telja fjölda þjóða.  Ég skal í örstuttu málir reyna að útskýra þetta fyrir þér og málið er einmitt að nauðsynlegt er að fara alltaf nákvæmlega á sömu staðina.  Þegar Indverjar, eða Bandaríkjamenn eru taldir er sömu aðferðum beitt, og einmitt farið nákvæmlega á sömu staðina, og ég get fullvissað þig um að langt innan við eitt prósent heimila eru skoðuð.  Þar liggja dásemdir tölfræðinnar, enda er hún mikið notuð, ekki síst af hagfræðingum og líffræðingum.

Gefum okkur að við séum staddir um borð í skipi sem veltur og við missum krukku með þúsund mislitum kúlum á gólf sem er 10 sinnum 10 metrar.  Kúlurnar velta um gólfið og nú þurfum við að vita hversu margar þær eru af hverjum lit.  Við tökum ramma sem er 5x5 sentímetrar á kant og hendum honum á tiltekna staði gólfinu.  Sé þetta gert nógu oft, og það er hægt að reikna út hversu oft þarf að gera það til að ná, segjum 95% öryggi, þá getum við sagt til um fjölda kúlna af hverjum lit fyrir sig.

Varðandi Dýrafjarðargöngin er ég að deila á skort á hlutlægri umræðu um málið.  Ef svona margar skýrslur eru til ætti að vera auðvelt að ræða málin á þeim nótum.  Mér hefur fundist lítið fara fyrir því.  Málið er að ég er ekki í þessu af tilfinningum heldur er ég að hugsa um hagsmuni Vestfirðinga.  Að menn tryggi það við svona ákvarðanir að besta lausn sé valin og notað til þessi þau verkfæri sem fyrir hendi eru, t.d. hagfræði.

Það einkennir málflutning þinn allan Sigurður að þú berð ekki virðingu fyrir skoðunum annarra.  Þú ferð út í skítkast og persónulega hluti, sem ekkert erindi eiga inn í umræðu af þessu tagi.  Gefa í skyn með aðferðum Gróu á Leiti og vera með aðdróttanir vagnvar þeim sem eru á  öðru máli en þú.  Ég er ekki tilbúinn að fara niður á það plan sem þú ert í skrifum þínum.  En síðustu fullyrðingar þínar eru nokkurn vegin í rökréttu samhengi við annað sem þú lætur frá þér fara.

Gunnar Þórðarson, 12.9.2008 kl. 07:04

3 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Gunnar.  Þú verður nú að fara að herða þig upp, þú ert svo fjandi móðgunargjarn.  Það gengur ekki upp þegar menn skrifa eins og þú.Ég hef svosem lítinn áhuga á að rökræða um stjörnuspeki, en hinsvegar verður þú að átta þig á þeirri staðreynd að sú speki er mörg þúsund ára gömul og byggir að verulegu leiti á tölfræði, þe.meðaltals dreifing á eiginleikum fólks.  Ekki ósvipað og “vísindin” fiskifræði sem byggir á nokkurra áratuga reynslu.Það kann vel að vera að ég sé lélegur í tölfræði og vonandi hefurðu náð einhverjum hefndum með því að benda alheiminum á það.  Það breitir hinsvegar ekki þeirri staðreynd að verulegir gallar eru í vinnubrögðum Hafró.  Skýrslur áranna 1975-1980 sanna það vel.  Þar var veitt mun meira en ráðgjöfin gerði ráð fyrir, en samt stækkaði stofninn verulega.  Þorskstofninn stækkaði það mikið að loðnustofninn hvarf og árin á eftir hrundi þorskstofninn, þvert á spár fiskifræðinga og árin 1982 og 1983 var landaður afli af Íslandsmiðum minni en tillögur Hafró.  Það hafa menn kallað ofveiði, sem er eins fjarri sannleikanum og framast er unnt.Án fæðu er tilgangslaust að ala fisk, það er vísindalega sannað.  Að ætla sér að stækka þorskstofninn án þess að vita á hverju hann á að lifa á, er ekki bara rangt, heldur beinlínis hættulegt.  Tökum dæmi:  Bóndi á hey fyrir 100 kindur en setur 200 kindur á að hausti.  Það fer að bera á heyskorti þegar líður á janúar.  Þá fer hann að spara heyið og treina það.  Allar kindurnar hans horast.  Meirihluti þeirra missir fóstur og stór partur drepst að lokum.  Um vorið bera 60 kindur, aðrar 100 eru geldar og 40 eru dauðar.  Að hausti endurtekur bóndinn leikinn setur 200 kindur á hús, en til að geta það þarf hann að ala rúmlega 40 lömb.  Afraksturinn af 200 kinda búi með fóður fyrir 100 eru 20 lömb, eða jafn mikið og 20 ær gætu auðveldlega gert.Stærsti munurinn á þessu dæmi og “fiski-næringarfræði” er sá að kindurnar fara út í haga að vori í nýsprottið grasið.  Þorskurinn er áfram að éta sama fæðið eða eigin afkvæmi.  Einnig er fjölgunargeta fiska er margföld á við spendýr.  Þannig geta fiskistofnar vaxið mun hraðar en stofnar spendýra og þar af leiðandi er minni áhætta af því að veiða meira en minna, þe. ef stofninn fær að hrygna (loðnustofninn yfirleitt mest veiddur rétt fyrir hrygningu).Fiskifræði í núverandi mynd er ekki vísnidagrein.  Það er tilraunastarf.  Og á meðan að menn eru enn á þeim stalli og ná ekki að sýna fram á kosti sinna aðferða, er fyllilega réttlætanlegt að gera þær kröfur að aðrar leiðir séu prófaðar.  Fiskifræði er ekki “hinn endanlegi sannleikur”.Varðandi Dýrafjarðargöng þá hefur þú ALDREI sýnt fram á óhagkvæmni þeirra og þess síður getað sýnt fram á að Súðavíkurgöng séu hagkvæmari á nokkurn hátt.  Þú sjálfur Gunnar gengur fremstur í flokki í því að fjalla um málið á ófaglegann hátt.  Gott dæmi um það eru fullyrðingar þínar á öðrum vettvangi, að göng undir Kollafjarðarheiði stytti leiðina gríðarlega mikið til Reykjavíkur.  Það er ekki bara rangt, það er hauga lygi og ekki sæmandi jafn fróðum manni og þér að halda slíku fram.Ég hef svosem ekkert staðfest frá þér, hvaða augum þú lítur byggðamál.  Hinsvegar get ég lesið það úr þínum skrifum að hagfræðin á hug þinn allann.  Einnig sést það vel að skilningur þinn á þörfinni á að gera Vestfirði að einu svæði er enginn.  Það má finna býsna margar skýrslur um stöðu byggðamála á Vestfjörðum og allar benda þær á þörfina á að tengja Vestfirði saman og mynda þannig eitt öflugt samfélag.  Eins er það með háskóla á Vestfjörðum.  Það er fyrst og fremst byggðamál að fá slíka starfsemi hingað, ekki endilega menntamál, eða atvinnumál.  Margfeldisáhrifin útfrá háskólastarfi út í samfélagið eru slík.  Það ættir þú að gera þér grein fyrir.Ég er fyrst og fremst Vestfirðingur.  Hér vil ég vera og það vilja líka margir aðrir.  Ég veit hvað þarf til að efla okkar samfélag.  Einhverjir eru að berjast á móti því, þar á meðal þú.Ég skammast mín því ekkert fyrir það að kalla þá heimamenn sem er sama um byggð á Vestfjörðum; gervi Vestfirðinga.Komdu með alvöru tillögur, sem hafa einhvern annann tilgang en að rífa niður það sem aðrir gera vel.  Komdu með hugmyndir sem hafa einhvern jákvæðann tilgang.Og hættu sífellt að tuða um hvað aðrir eru ómálefnalegir.  Lestu hér að lokum þín eigin skrif og sjáðu sjálfann þig  í þessum orðum: “Lítil umræða fer síðan fram með röklegum hætti, eins og með stjörnuspekina, enda eru þessir aðilar ófærir til þess. Ekki veit ég hvort þessir menn eru pólitískir loddarar og nota þessi mikilvægu málefni til að vekja athygli á sér, eða hvort þér séu í raunveruleikanum svona illa að sér.” 

Sigurður Jón Hreinsson, 12.9.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283925

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband