Frí á Ísafirði

Páskar 2008 025Það er gaman að vera í fríi heima á Ísafirði um páska.  Að þessu sinni með nægum snjó  og frábæru skíðaveðri.  Og fyrir utan að hitta fjölskylduna eru allir vinirnir sem maður hefur vanrækt síðustu átta mánuðina.

Það er gaman að velta fyrir sér þeim hópum sem maður tilheyrir.  Fyrrum Rótarýmenn  hitti ég daginn eftir komuna til Ísafjarðar, þar sem ég sá um erindi kvöldsins á fundi hjá þeim.  Næsta laugardag hittist matarklúbburinn sem ég hef verið í um áraraðir þar sem boðið var upp á hrefnu og svartfugl.

Síðan var kvöldverður á miðvikudag í dymbilviku með Hallgrími Bláskó, heimsfrægum gönguklúbbi sem ég tilheyri.  Klúbburinn hefur gengið Hornstrandir þverar og endilangar og hefur lagt að baki tvær ferðir til útlanda.  Hann hefur það fyrir mottó að ef hægt er að velja um tvær leiðir, er sú erfiðari farin.

SumarhúsBáða laugardagana hitti ég félaga mína í gufuklúbbnum í Bolungarvík.  Okkur tókst ekki að gera út um kvótamálin frekar en endranær, þrátt fyrir að ráðherrann væri mættur seinni laugardaginn.  En félagar í gufuklúbbnum eru sammála um olíuhreinsistöð í Dýrafirði en erfiðari mál,eins og kvótaumræðan, verður að bíða eftir frekari eftirgjöf hormóna þessara vösku manna.

Okkur hjónum var boðið til veislu á Kúabúið sem er svona nokkurskonar Valhöll Tungudals, þar  eigum við sumarhús og eyðum venjulega öllum stundum frá vori til hausts innan um birkigróður og góða nágranna.

Ég tilheyri einnig hópi mikkilla skíðamanna er haldið hafa uppi skíðamenningu í fjöllum Tungudals, eftir að Seljalandsdalur var og hét.  Á milli ferða ræðum við heimsmálin og sögur fljúga milli manna, sannar og lognar.  Einstaka sinnum er dreypt á tappa af eðal viskí eða rommi laumað í súkkulaði drykk.  Allt fyrir stílinn og góða skapið.

Þá eru ónefndir vinir sem eiga svo bágt að búa í Reykjavík, og sækja mann á Keflavíkurflugvöll og annar sem skýtur yfir manni skjólshúsi milli flugvéla.

VeislurFramundan er áframhaldandi vinna á Sri Lanka fram eftir sumri.  Ég reikna með því að skreppa til Uganda í apríl til að skoða aðstæður þar en eftir sumarfrí í ágúst geri ég ráð fyrir að halda þangað til vinnu við svipuð verkefni og áður á Sri Lanka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283961

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband