Heim í heiðadalinn

IMG_0747Það er engin smá tilhlökkun að koma heim eftir rúma sjö mánaða fjarrveru frá heimaslóðum.  Fjarri fjölskyldu og vinum og þessu venjulega skemmtilega basli innan um fólk sem manni þykir vænt um.  Það sem hæst stendur er að hitta í fyrsta skiptið nýjan afkomenda, Þorgeir, sem kom í heiminn í nóvember og afi hans hefur aldrei séð hann.  Það er heldur ekki lítil tilhlökkun að hitta grallarann og fjörkálfinn hann Jón Gunnar og rifja upp skemmtileg kynni úr Tungudal frá síðasta sumri.  

Fyrir nú utan allt hitt.  Konu og börn, kuldann og vinina.  Ég mæti að sjálfsögðu í gufu á laugardaginn og allt verður eins og áður.  Síðan er það kvöldverður með matarklúbbnum.  Gönguklúbburinn mun hittast um páskana og ræða óðráðna framíð og nýjar áskorannir.

Það er með ólíkindum hvað ég sakna kuldans.  Ég varð alveg ær að lesa bloggið hans Ívars vinar míns um ferð þeirra félaga, Ívars og Stebba, á Tindfjöll við Þórsmörk s.l. laugardag.  Frost, púðursnjór og endalaust útsýni yfir fegursta land heimsins.

Ég lauk þessum degi vel í Colombo.  Við fórum hálfan hring á Royal eftir vinnu á þessum frábæra golfvelli.  Þó sveiflan hafi verið fjær en vonast var til var stutta spilið og púttin hvetjandi til afreka í framtíðinni.

En framundan eru skíðin og svallið um páskana.  Verið viðbúin áhlaupinu.  Það mun fara verulega fyrir mér um páskana á Ísafirði.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Guðmundsson

Ég var einn í Sandfellsbrekkunni í fyrradag í dúndrandi púðri. Það eina sem vantaði var góður félagsskapur.

Tryggvi Guðmundsson, 12.3.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283961

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband