Suðrænir fiskar

St. Johns Market 024Pennaleti mín á rætur sínar að rekja til athafna í vinnu og vísindum.  Við höfum verið að ljúka mikilvægum verkefnum hér á Sri Lanka og svo er það meistararitgerðin.  Hana skrifa ég í samstarfi við góða félaga frá Háskólanum á Akureyri.  Tveimur síðustu nóttum hef ég síðan eytt á vettvangi, ekki í gleðihúsum Colombo heldur með fingurinn á slagæð fiskimála eyjarinnar.  Það á vel við fyrir verkefnastjóra fiskimála og ritgerð um virðiskeðju túnfisks á Sri Lanka.

Fyrri nóttinni eyddi ég á Beruwala höfn sem er hér suður af borginni.  Ein mikilvægasta fiskihöfn landsins og að hluta til hönnuð af félaga mínum Saraht.  Það var ótrúlega gaman að virða fyrir sér löndun úr útilegubátum og uppboði á afla.  Þessir bátar eru úti í mánuð eða meira og aflinn er að mestu túnfiskur og marlin (sverð- og seglfiskar) sem er ísaður um borð.  Einnig er töluvert af hákarli sem þykir mikið hnossgæti hér í landi.  Það var gaman að fylgjast með því þegar dagur reis og birti við lok uppboðsmarkaðarins, og fiskurinn flæddi á hina ýmsu markaði í gegnum virðiskeðju til neytanda.

Síðustu nótt eyddi ég á heilsölumarkaðinum í Colombo, St. Johns Fishmarket, þar sem heldur betur er handagangur í öskjunni.  Á milli fimm og sex þúsund manns koma þarna um fjögur leitið til að höndla með fisk frá öllum landsins hornum.  Um 60% af lönduðum afla á markað rennur þarna í gegn, fyrst í gengum heildsala, og síðan yfir í annan hluta markaðarins sem er smásala.  Fyrir hádegi er allt búið fyrir utan þrif og undirbúning fyrir næstu nótt, en markaðurinn er rekinn sjö daga vikunnar.  Þrengslin eru þvílík að eina leiðin til að flytja fiskin frá trukkum sem flytja hann úr höfnum, í mótorhjól eða reiðhjól sem sjá um dreifingu út til neytenda, er að bera hann á höfðinu.  Karlarnir bera rúm 50 kg í körfum og hlaupa með fiskin úr einum hluta markaðarins til annars á hausnum.  Þeir taka tíu krónur fyrir flutning innanhúss en 15 krónur ef hlaupa þarf með hann út á plan til smásala sem þar bíða með faratæki sín.

Gæðin eru misjöfn, allt frá úldnum fiski til lifandi humars.  St. Johns Market 084Ég keypti rækjur sem enn voru spriklandi.  Ég set mynd af þeim hér með en þær eru í ísskápnum og bíða þess að verða steiktar í ólívuolíu og hvítlauk og rennt niður með köldu hvítvíni.  Humarinn bíður betri tíma en hann er seldur hér lifandi.

Ég á von á syni mínum Jóni hingað um jólin en hann er orðin þreklaus af næringarskorti í Skotlandi.  Þeir kunna hvorki að elda mat né bera hann fram, hvort sem horft er til suður eða norður hluta Stóra Bretlands.  Ætli ég prufi ekki humarinn á honum og eldi að hætti gufuklúbbsins á Ísafirði.  Sá klúbbur stendur fyrir humarveislu á miðvikudegi fyrir páska á hverju ári.

 Hafi sonur minn tapað vigt í Skotlandi verður mér ekki skotaskuld úr því að bæta á hann nokkrum kílóum hér á Sri Lanka.  Í skotfæri héðan að heiman er veitingastaðurinn ,,Mango Tree" sem býður upp á Indverska karrý og tanturi rétti með nanbrauði.  Þetta byrjar með tanduri rækjum, síðan kemur karrý kjúklingur og að lokum skál með suðrænum ávöxtum.  Verðið með drykk getur þó nálgast ískyggilega þriggja stafa tölu í Íslenskum krónum.

Síðan eru það Japönsku veitingarhúsin með sushi og sasami, sem er sennilega besti matur í heimi.  Nóg er af steikhúsunum en valið stendur á milli nautakjöts frá Englandi eða Ástralíu.  Steikurnar bráðna í munni manns og síðan skolað niður með úrvals víni frá bestu framleiðendum heims úr öllum heimsálfum jarðar.  Á Galle Face er boðið upp á djúpsteiktar rækjur með köldum bjór á meðan horft er á sólarlag við miðbaug.

En þeir klikka á fiskmetinu hérna.  Steikja það of mikið og setja karrý út á humarinn.  Við leysum úr því með eigin eldamennsku eftir kaupin á nokkrum lifandi humrum á St. Johns markaðinum í Colombo.  Ætli við splæsum ekki á kampavín með herlegheitunum.  Síðan þegar Stína kemur í janúar prufum við krabbana en ég læt myndir af þeim fylgja hér með sem teknar voru snemma í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Gaman að þú skulir líta við Inga Bára.  Ertu ekki með skype?  Mitt heitir Vinaminni.

Gunnar Þórðarson, 16.12.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband