Á skjálftavaktinni

Ráðherra og ráðuneytisstjórinnRáðstefnan sem ég sótti í dag í NARA hét ,,Workshop on the Ocean Observation Center at NARA and its Contributions Towards Ocean Research and Environmental Security". Hún var haldin í tilefni opnunar nýrrar deildar hjá stofnunni, sem heitir snarað yfir á ylhýra málið okkar, vöktunarstöð sjávarins.  Stofnunin fylgist með jarðskjálftum í Indlandshafi, stormum, skýstrókum ásamt hugsanlegum meiriháttar mengunarslysum.  Markmiðið er að lágmarka tjón af náttúrhamförum með upplýsingaöflun og gefa út viðvaranir. Það er því merkileg tilviljun að jarðskjálftar hristu Indónesíu í gær og dag og setti reyndar ráðstefnuna á annan endann.

Háverðugur sjávarútvegsráðherra átti að ávarpa samkunduna klukkan hálf tíu í morgun en var kallaður á neyðarfund hjá forsetanum vegna atburða síðasta hálfan sólarhringinn. En skyndilega komu boð um að ráðherra myndi mæta og ákveðið að bíða með prógrammið á meðan.  Við fengum að horfa á skemmtilega bíómynd með Al Gore í aðalhlutverki á meðan við biðum.  Fyrir framan okkur hafði neyðarstöðin verið sett upp til að sýna ráðstefnugestum herlegheitin, fjórar tölvur með alls kyns línuritum og súlum.  Allt í einu hvað við viðvörunarhljóð  og rautt ljós blikkaði.  Það hafði orðið jarðskjálfti útaf Indónesíu upp á 7.8 á Rikter.  Reyndar fór neyðarbúnaður af stað tvisvar eftir þetta, áður en dagurinn var allur, en hann lætur vita af öllum jarðskjálftum sem eru 6 eða meira á Rikter skala.

Á skrifstofu ráðuneytisstjóraNú var ráðherra mættur og byrjaði á að heilsa Árna með virktum og tók hann síðan með sér til sætis við háborðið. Þar voru þeir í góðum félagsskap með ráðuneytisstjóranum og stjórnarformanni NARA. Ráðherrann hélt langa langa ræðu á Singalee.  Það eina sem ég skildi var að hann nefndi Árna reglulega þannig að Íslendingar eru honum ofarlega í huga.  Reyndar snúa öll okkar þróunarverkefni hjá ICEIDA að sjávarútveg og við erum þeir einu sem sinnum þeim málaflokki á Sri Lanka.  Það kom því ekki á óvart að við vorum einu útlendingarnir á ráðstefnunni og óhætt að segja að einkar gott samband hefur myndast milli Íslendinga og Sri Lankana á þessu sviði.

Mikil umræða hefur verið um viðvörun sem gefin var út í gærkvöldi með rýmingu á landsvæðum á suður odda landsins.  Á blaðamannafundi eftir ávarp ráðherra þar sem hann ásamt forsvarsmönnum NARA sátu fyrir svörum var talað um úlfur úlfur viðbrögðum hjá fólki.  Ráðherra og stjórnendur NARA vörðust þó og töldu betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.  Betra væri að gefa óþarfa viðvörun en skella skolleyrum við hættu sem gæti valdið óskaplegu tjóni.  Ef viðvörunarkerfi og áætlun hefði verið til í desember 2004 hefði manntjón orðið verulega minna en raunin varð.

höfuðstöðvar NARAEftir hádegið var tæknilegur hluti ráðstefnunnar og gaman að sjá hvernig vísindamenn stofnunarinnar afla gagna sem breyta má í upplýsingar sem síðar verða að þekkingu.  Gervihnattaverkefnið okkar bar margoft á góma, enda félagar mínir Raul og Rajapaksa innstu koppar í búri á ráðstefnunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 284026

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband