Fílagarðurinn

Munaðarlausir fílar

FílabaðUpp í fjallahéraðinu Kandy er merkilegur garður sem heitir Elephant Orphanage, eða fíla-munaðarleysingjahælið.  Garðurinn var stofnaður um 1950 og þangað hafa Sri Lankanbúar flutt fíla sem hafa einhverra hluta vegna ekki getað séð sjálfir um síg í náttúrunni. Munaðarlausir kálfar eða fílar sem hafa orðið fyrir einhverskonar slysi. Einn fíllinn í garðinum hafði stigið á jarðsprengju og misst framan af öðrum framfætinum. Fórnarlamb stríðsins á Sri Lanka og hefði ekki komist af nema fyrir þennan merkilega garð. Augljóst er þó á þessum fíl að hann hefur ekki jafnað sig og það eru ekki bara erfiðleikar með gang sem hrjá hann heldur líður honum augljóslega illa. Á Íslandi hefðum við aflífað hann án umhugsunar en hér gengur það ekki upp. Sri Lankan búar eru flestir Budda trúar og samkvæmt henni má ekki deyða dýr. Það er í lagi með fiska en alls engin dýr, og eru kjúklingar þar meðtaldir. Það er því ekki mikið af svína- eða kjúklingabúum á Sri Lanka enda kemur 74% af dýrapróteini úr neyslu fisks hér í landi, sem er töluvert mikið. Þeir láta örugglega Múslimana og Tamilana um sláturféð.

Budda

SnákurHversvegna Budda trúar  vilja ekki deyða dýr en hika ekki við að drepa hvorn annan er saga að segja frá. Gott dæmi um grimmd átrúanda Budda er úr seinni heimstyrjöldinni en Japanir þóttu einstaklega grimmir á vígvellinum og hikuðu ekki við að drepa sjálfan sig og aðra. Hinsvegar með dýrin kemur til af praktískum ástæðum.  Þeir trúa því að þegar jarðvist manna lýkur muni þeir endurfæðast í  dýralíkama. Hagi þeir sér illa verða þeir að pöddu en annar gætu þeir endað sem fugl eða fíll. Þannig að ef þeir drepa dýr gætu þeir verið að aflífa ættingja sinn. Það er hinsvegar á hreinu þegar menn eru drepnir hverjir þeir eru.  Slíkt liggur ekki fyrir með dýrin og því vilja þeir ekki taka áhættuna og láta jafnvel flækingshundana í friði.

Ferðin til Kandy

Það voru þeir Ron og Dan sem sóttu mig snemma á laugardagsmorgun til að sýna mér fílagarðinn og svolítið af Sri Lanka. Ég verð að viðurkenna að fjögurra tíma keyrsla hvora leið var töluvert erfið. Eftir fyrstu tvo kílómetrana kom ekkert á óvart. Svona hálfgerður grautur af mannlífi sem  ekki hægt að kalla áhugavert. Mikið af fólki sem býr við erfið kjör og lítið gaman að horfa upp á það.

KókoshneturHinsvegar var hressandi að að drekka úr kókoshnetu sem allstaðar eru til sölu við þjóðveginn. Pálmatré eru merkileg fyrir margar sakir. Úr rótunum eru búin til lif, bolirnir eru frábær smíðaviður og blöðin eru fléttuð í þök ásamt því að vera góður matur fyrir fíla. Kókoshneturnar eru notaðar með margvíslegum hætti. Vökvinn úr þeim er einstaklega svalandi og mjög hollur. Kókósinn er notaður mikið í matar- og sælgætisgerð. Ef kókósinum og safanum er hrært saman i blandara verður til kókosmjólk sem meðal annars er notuð í karrírétti. Skelin utanum kókósinn er notuð sem grillkol og ysta lagið sem er mjög trefjaríkt er notað til að flétta reipi. Strandveiðamenn á Sri Lanka nota einmitt slík reipi við veiðarnar en konurnar sjá um að flétta þau meðan þeir sækja sjóinn.

Í hádeginu fengum við okkur karrírétt  á notalegum veitingastað upp af ánni þar sem fílarnir eru baðaðir. Þar sáum við bændur úr nágreninu koma og baða alla fjölskylduna og húsdýrin líka. Beljurnar voru vandlega skrúbbaðar að framan sem aftan og hundurinn þveginn líka. Ég velti því fyrir mér hvort einhver drykki vatnið neðar í ánni en allt vatn í Colombo er hreinsað og klórblandað.

Þrífættur fíllMér var svolítið brugðið þegar ég upptvötaði að karríréttirnir innihéldu allir mismunandi tegundir af fiski. Við höfðum einmitt séð nokkra fisksala á leiðinni upp eftir en þar liggur fiskurinn til sölu á tréborðum, niður skorin, í 30°C og sólskyni.  Engin ís eða kæling og guð einn veit hversu marga daga hann liggur. Þetta er stórt vandamál hér í landi enda þó að fiskurinn sé eldaður og allar bakteríur drepnar eru próteinin að engu orðin og gagnlaus eftir þessa meðferð. Ég átti svolítið erfitt með mig en sit hér enni heill heilsu og hreystin uppmáluð þrátt fyrir fiskinn.

 

Ávextir á laugardegi 

Á heimleiðinni keyptum við ferskt Rampodin en sá ávöxtur vex á trjánum við þjóðvegin á þessum slóðum. Við keyptum síðan annan ávöxt, sem ég man ekki nafnið á, sem er með hörðum gulum berki með hárbeittum göddum þannig að ekki er hægt að taka á honum Ramputanberhentur. Hann er hvítur að innan með stórum svörtum steinum og bragðast frábærlega. Það fylgir hinsvegar böggull skammrifi þar sem hann lyktar eins og gömul hlandskál. Sú lykt er reyndar af berkinum og hverfur þegar hann er fjarlægður. Á meðan geymi ég ávöxtinn úti  á svölum í plastpoka til fyrramáls þannig að Pam geti verkað hann fyrir mig.

Það var gott að eiga rólegt laugardagskvöld hér heima í íbúð og horfa á sjónvarp. Í morgun fór ég upp á þak, 12 hæð, til að skokka og kláraði 10 kílómetra. Kannski heimsmet í þakhlaupi þó ég efist nú um það. Ég hef séð þetta í Amerískum bíómyndum og  get alveg mælt með því. Hringurinn er svona 100 metrar þannig að fjöldinn er um 100 hringir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Hundrað hringir! Næst þegar við hlaupum á Íslandi munt þú alltaf vilja beygja eftir 25 metra, þótt leiðin verði greið framundan.

Ívar Pálsson, 14.8.2007 kl. 11:56

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Eftir hverjar 15 mínútur sný ég við og hleyp í hina áttina.

Gunnar Þórðarson, 15.8.2007 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 283924

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband