Erotic og kvenréttindi

eroticerotic

Klámaldan ríður yfir okkur Íslendinga þessa daganna.  Ég er fullur iðrunar yfir þeim kvöldstundum á Hótel Sögu þegar maður kveikti á bláu myndinni sem boðið hefur verið upp á síðan 1986 á herbergjum þess.  Ég áttaði mig ekki á þeim hryllilega glæp sem ég var að fremja.  En ég væri reyndar ekki hissa þó hægt væri að sjá fólkið, sem Bændasamtökin (eigendur Hótels Sögu) meinuðu aðgangi að hótelinu á dögunum, með því að kveikja á bláu rásinni í sjónvarpinu.  Góð hugmynd fyrir blygðunarlausa Íslendinga sem vilja sá hvernig þessar hræðilegu klámstjörnur líta út.

Í fullri alvöru þá var þessi uppákoma ein af þeim sem fær mig til að skammast mín fyrir land og þjóð.  Að málið skyldi ná til Alþingis og vera rætt þar á þeim nótum að alþingismenn teldu sig þurfa að verja svartan almúgann fyrir þessu ,,hræðilega" fólki.

Á svipstundu var blandað saman erótík, klámi, barnaníðingum, nauðgurum og öllu því sem mögulegt er að tengja við kynlíf.  Þetta er auðvitað fáránlegur málflutningur og eins hægt að blanda tísku, snyrtivörum og ástarsögum inn í málið, sem tengjast kynlífi sterkum böndum.  Nú er farið að blanda jafnréttisbaráttu kynjanna inn í umræðu um klám, sem ég skil ekki því þær myndir sem ég haf séð voru bæði með karla og konur.

Ég vil taka því fram að ég er einharður jafnréttissinni.  Ég get ekki verið annað trúandi á frelsið.  Það samrýmist ekki hugsjónum frjálshyggjumanna að karlmenn undiroki konur, sem þeir hafa vissulega gert í gegnum tíðina.  Hinsvegar hef ég enga trú á boðum og bönnum með lagasetningum í málinu.  Setja kynjakvóta sem geta aldrei annað en valdið miklum vandamálum og gert fólk afhuga því sem raunverulega skiptir máli.  Að það takist að breyta hugafarinu í samfélaginu þannig að konur hafi sömu tækifæri og karlar.

Fæðingarorlof okkar Íslendinga er einstakt í veröldinni og mun verða öðrum þjóðum til eftirbreytni.  Megin markmiðin með lögum um feðraorlof er að jafna aðstöðu kynja til starfsframa og styrkja fjölskylduna í samfélaginu.  Ef karlar taka sér fæðingarorlof munu vinnuveitendur hætta að líta á vandamálið í tengslu við konur.  Að það verði ekki bundið við konur að þurfa að hætta vinnu tímabundið til að eiga börn.  Karlarnir munu gera það líka þannig að þessi aðstöðumunur, sem er ein af megin orsökum þess að konur eiga undir högg að sækja á vinnumarkaði, mun hverfa.  Hinsvegar er mikilvægt að karlmenn nýti sér þennan rétt og á réttan hátt.  Noti þann tíma sem þeir eru í fæðingarorlofi til að vera með börnum sínum.  Gefa barninu tækifæri til að alast upp með báðum foreldrum og sinna þessu mikilvægasta hlutverki mannsins, að koma erfðarefninu áfram.

Ég hafna þeirri fyrirhyggju sem kristallast í umræðu sumra femínista um þessi mál.  Ég hafna því að nauðsynlegt sé að setja fleiri lög um þessi mál og tel viðhorfsbreytingu hjá almenningi vera réttu lausnina.  Þó hún sé hægfara hefur það gefið góða raun hingað til en miklar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum.

Ég hafna fyrirhyggju þeirra stjórnmálamanna sem vilja setja lög um alla skapaða hluti.  Ég hafna því að lögjafarsamkunda þjóðarinnar sé notuð til siðvenda þjóðina.  Það er algjör óþarfi.  Við setjum lög um það sem nauðsynlegt er til að halda uppi lögum og reglum og treystum síðan gildismati þjóðarinnar fyrir siðferðilegar ákvörðunartökur. Þjóðin þarf ekki leiðbeiningar um það frá Austurvelli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283957

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband