12.6.2013 | 10:30
Forustygrein í Vesturlandi - Sjómannablað
Framleiðni í íslenskum sjávarútveg
Í nýlegri skýrslu Mckinsey & Company um íslenskt atvinnulíf kemur fram að
framleiðni er 20% minni hér en í nágrannalöndum. Íslendingar hafa haldið uppi lífskjörum með
mikilli vinnu og lántökum til að vega upp á móti lélegri framleiðni, sem er
svipuð og í Grikklandi. Undirritaður er hálfdrættingur í kaupmætti við kollega
sína á hinum norðurlöndunum, og engin von að bæta þar um nema með aukinni
framleiðni á Íslandi. Ekki bara í atvinnulífinu, heldur hjá hinu opinbera, eins
og skýrt kemur fram í skýrslu Mckinsey.
Svíum hefur tekist vel upp í efnahagsmálum og óháð
flokkspólitík hafa menn tekið sig saman um frá árinu 2001 að vera sammála um
meginþætti, eins og framleiðni og verðmætasköpun sem meðal annars byggir á
stöðugleika. Fjáraukalög eru óþekkt fyrirbrigði, enda venja að fylgja fjárlögum
þar í landi. Verkalýðsfélög í Svíþjóð hafa áttað sig á að atvinnurekendur eru
ekki óvinir heldur er samvinna nauðsynleg til að bæta samkeppnishæfni fyrirtækja.
Hjá Scania vinna verkalýðsfélögin með eigendum að sameiginlegum hagsmunum til
langs tíma, og báðir aðilar uppskera svo ríflega þegar vel gengur og fyrirtækið
blómstrar. Verkalýðsfélög í Svíþjóð starfa
því með öðrum hætti en áður áður var og hafa skilgreint hlutverk sitt
upp á nýtt.
Í skýrslu Mckinsey kemur fram að á Íslandi skili sjávarútvegur þó góðri framleiðni. Hlutaskiptakerfi og
dugandi sjómenn eiga örugglega sinn þátt í því sem er grundvöllur fyrir góðum
launum. Íslendingar verða að gera vel við sína sjómenn til að laða að hæfa
einstaklinga til starfa í grundvallar atvinnugrein þjóðarinnar. Bæta þarf
hinsvegar kjör fiskvinnslufólks í landi og rétt að benda á að hærri laun til þeirra
dregur ekki úr framleiðni, en eru kjörin leið til að dreifa fiskveiðiarði út til
samfélagsins.
Það eru tækifæri til að bæta framleiðni enn frekar í íslenskum
sjávarútvegi og þar með verðmætasköpun. Ýmsir hvatar eru í kerfinu sem draga úr
framleiðni og gæðum landaðs afla. Útgerðarmenn, sjómenn og fiskvinnslufólk ættu
að taka höndum saman um að bæta þar úr. Með samtakamætti að byggja upp
eftirsótta starfsgrein sem skilar mikilli arðsemi til framtíðar. Ef til vill
væri rétt að kalla sjómannadaginn sjávarútvegsdaginn" sem vörðu um slíkt
samstarf. Sjávarútvegur er 52% af hagkerfi Vestfirðinga og því skiptir afkoma
hans öllu máli fyrir íbúana. Vestfirskir sjómenn; takk fyrir okkur og til
hamingju með daginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.