Áhrifamikið fólk

Það er ótrúlegt hvað þessi skötuhjú hafa mikinn kynngikraft.  Hversu oft eru þau búin að gefa út yfirlýsingar sem hækka hlutabréfaverð um allan heim?  Eftir hrun í kauphöllum i nokkra daga koma þau með yfirlýsingu, reynda alltaf þá sömu aftur og aftur, og viti menn bréfin hækka!

Stundum dettur manni helst í hug að fjárfestar séu alger fífl!  Að minnsta kosti ef litið er til virkni markaða.  Þessar yfirlýsingar skötuhjúanna breyta auðvitað engu um eðli málsins og leysa alls ekki vandan.  Grikkir eru áfram latir og spilltir og eru ekki tilbúnir til að taka til hjá sér.  Þeir trúa því að þetta leysist allt af sjálfu sér.  Kannski trúa þeir því að yfirlýsingar töfradúettsins dugi til að gera allt gott aftur. 

Vandinn er skuldsetning ríkja og að þjóðir vesturlanda hafa lifað um efni fram.  Eins og Íslendingar gerðu fyrir hrun, þá hafa Grikkir, og fleiri, tekið lán til neyslu.  Lán sem þeir geta aldrei greitt til baka og bankarnir sem hafa lánað eru í raun allir gjaldþrota.  Yfirlýsingar forystumanna Frakka og Þjóðverja breyta engu um þessa bláköldu staðreynd.


mbl.is Reiðubúin að samþykkja stækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 283920

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband