Ávarp formanns í jólablaði Vesturlands

Fyrir nokkru átti ég leið um norður Úganda þar sem nýlega hafði komist á friður eftir langvinn átök.  Margir íbúa höfðu flúið svæðið og snéru nú heim eftir áratuga dvöl í flóttamannabúðum og komu að veraldlegum eigum sínum í rúst, en öllu verra var ástvinamissir sem fylgdi þessum tilgangslausa hernaði.

Ólýsanlegir atburðir höfðu gerst þar sem meðal annars ungir drengir voru þjálfaðir til hermennsku og notaðir til illvirkja.  Langþráður friður var kominn á en íbúar þurftu að takast á við afleiðingar stríðsins, helteknir af harmi og hatri.  Aðstæður sem kalla fram verstu kenndir mannsins eins og þeir væru andsettir.  Hvernig átti fólk að losa sig úr slíkum viðjum hugans, hætta að horfa um öxl og takast á við verkefni morgundagsins? 

USAID, bandríska þróunarstofnunin, styrkti meðal annars særingamenn sem ferðuðust um þessi héruð og söfnuðu saman þolendum og gerendum þessara voðalegu atburða.  Særingarmennirnir notuðu fórnarathafnir til að reka út illa anda, fá fólk til að sættast við örlög sín og horfa til framtíðar.  Í raun og veru snérist þetta um fyrirgefninguna þannig að fólk gæti notað krafta sína til að takast á við lífið í stað þess að hefna harma sinna.

Fyrirgefningin er greypt inn í menningu vesturlanda sem eru undir sterkum áhrifum frá kristinni trú.  Þegar Jesús Kristur boðaði guð fyrirgefningarinnar voru ekki allir ánægðir á þeim tíma.  Margir töldu að umburðarlyndur guð myndi spilla samfélaginu og hugnaðsist ekki boðskapur Nýja testamentisins.  En það er einmitt boðskapur Jesú um fyrirgefningu og umburðarlyndi sem hefur mótað gildismat Vesturlanda; hvað sé fallegt eða ljótt, gott eða vont, rétt og rangt o.s.frv.   Þegar við erum í vafa um slíkt sækjum við í siðvöndun kristinnar kirkju og þó við fylgjum ekki alltaf siðaboðskap hennar þá erum við nokkuð sammála um gildismatið.

Hér er lýst tveimur ólíkum menningarheimum með ólíkt gildismat og aðferðir.  Það er ekki rétt að tala um að annað sé betra eða verra, en menningararfleifð okkar og íbúa norður Úganda er mjög ólík.  Hvort sem menn trúa bókstaflega á guð eða ekki verður því ekki neitað að menning og gildismat þjappar okkur saman sem þjóð, og tengir okkur sterkum böndum við önnur vestræn ríki sem deila því með okkur.  Við eigum að varðveita menningararfleifð okkar og þau megingildi sem við eigum sameiginleg.  Umburðarlyndið hvetur okkur til að virða önnur trúarbrögð og viðhafa trúfrelsi á Íslandi, en ríkið á að vernda þjóðkirkjuna sem er hornsteinn siðvöndunar og sameiginlegs gildismats þjóðarinnar.  Það gerir okkur að þjóð en sprettur ekki af sjálfu sér, heldur á sér rætur í trúnni.

Eins og Úgandabúinn þurfum við að fyrirgefa og losa okkur við þann illa anda sem hatrinu fylgir.  Horfa fram á veginn og takast á við framtíðina. 

Jólin eru góður tími til að hugleiða þetta.  Gleðileg Jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnar þú færð ***** fimm stjörnur af fimm fyrir þetta innlegg þitt.

Við fyrirgefum Sjálfstæðisflokknum fyrir mistök á árunum fyrir hrun. Við fyrirgefum Framsóknarflokknum fyrir sinn þátt. Svo fyrirgefum við Sjálfstæðisflokknum fyrir að að menga hugarfar Samfylkingarinnar í síðustu ríkisstjórninni, að plata þá að gera það sem þeir vildu alls ekki gera. Nú svo þurfum við að fara að fyrirgefa VG og Samfylkingunni fyrir Icesave og aðgerðarleysið í þessari ríkisstjórn. Listinn er miklu lengri. Í millitíðinni gleðileg jól. 

Sigurður Þorsteinsson, 23.12.2010 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband