Grein í Fiskifréttum

Hamfarastjórnun Ólínu í sjávarútvegsmálum

Tvö erfið verkefni bíða þjóðar og þings sem hafa klofið samfélagið í margar fylkingar.  Annars vegar umsóknin um aðild að ESB og hins vegar sjávarútvegsmálin. Báðir þessir málaflokkar eru flóknir og hafa þarf talsvert fyrir því að setja sig vel inn í þá. Fyrir vikið mótast umræðan af rangfærslum og upphrópunum.  Þegar þannig háttar eiga lýðskrumarar auðvelt með að ná eyrum fólks og láta því gamminn geysa og oftar en ekki af hávaða meir en viti.  Það er því sérlega erfitt þegar þessum tveimur mikilvægu en flóknu málum er hrært saman og sú blanda notuð til að rugla fólk enn meira í ríminu.

 Í sjónvarpsfréttum RÚV þann 24. nóvember sl. kom varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðanefndar Alþingis í fréttatíma með „stórkostlega" yfirlýsingu.  Nú þyrfti að innkalla allar veiðiheimildir þannig að þær væru á forræði ríkisins áður en við gengjum í ESB.  Þjóðnýting á aflaheimildum væri nú forgangsmál og ekki mætti nokkurn tíma missa.

 Hamfarastjórnun

Á slíkri ögurstundu þarf ekki að nota samráð eða lýðræðisleg vinnubrögð.  Hér þarf að nota hamfarastjórnun eins og við snjóflóð, jarðskjálfta eða eldsvoða.  Slík stjórnun er reyndar einnig notuð í hernaði, þar sem ekki er tími til að taka lýðræðislegar ákvarðanir, hvað þá að velta fyrir sér sanngirni og langtímahugsun. Vinna þarf orustuna en huga síðar að afleiðingum stríðsins.

 Ég hef reyndar áður kynnst fólki sem notar slíkar stjórnunaraðferðir, hamfarastjórnun, en hún gagnast sjaldast við venjulegar aðstæður. En hvað skyldi nú búa undir hjá þingmanninum, annað en fjandskapur hennar í garð þess fólks sem starfar við sjávarútveg?  Gengur röksemdarfærsla hennar upp og eru mál hér svo aðkallandi að grípa þurfi til slíkra örþrifaráða við ákvarðanatöku?

 Gefum okkur að Íslendingar gengju í ESB við næstu áramót og stæðu frammi fyrir því að afnema þröngt eignarhald þjóðarinnar á sjávarútvegsfyrirtækjum þar sem jafnræðis yrði gætt innan EES svæðisins.  Það hefur reyndar komið í ljós að erlendir aðilar hafa hingað til mátt eiga 49.99% í slíkum fyrirtækjum án þess að himnarnir hryndu.  En gefum okkur þetta og ríkið þjóðnýtti kvótann í einum grænum áður en ósköpin dyndu yfir.  En hvað svo?  Hvernig myndu yfirvöld deila þessum gæðum út eftir inngöngu í ESB? 

 Samkeppnisyfirburðum fórnað

Ekki mætti mismuna þjóðum innan EES þannig að Norðmenn eða Spánverjar myndu sitja við sama borð og íslenskir aðilar við leigu á kvótum af ríkinu.  Þetta liggur morgunljóst fyrir og þetta fyrirkomulag mun því ekki halda útlendingum frá auðlindinni.  Við hefðum hinsvegar vængstýft íslenska sjómenn og grafið undan samkeppnishæfni þeirra gagnvart útlendingum.  Samkeppnisyfirburðum sem þeir hafa haft undanfarna áratugi.  Nú þyrftu þeir að keppa í uppboðum við útlendinga, með töluverðar skuldir en án þeirrar eignar sem gerði þá öfluga í samkeppni, sjálfum nýtingarréttinum.

 Í dag er íslenskur útvegur sá öflugasti í heimi. Við trónum á toppnum með þjóðum sem nota svipaðar aðferðir við fiskveiðastjórnun . Engin þeirra þjóða er í ESB.  Samkeppnisyfirburðir okkar gagnvart þjóðum evrópska efnahagssvæðisins eru slíkir að fátt er að óttast, svo framarlega að fólk eins og Ólína Þorvarðardóttir nái sínum stefnumálum ekki fram.

 Heift eða heimska?

Ekki veit ég hvort varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndarnefndar er svo blinduð af heift út í íslenska sjómannastétt eða hvort hún er svona illa að sér í þessum tveimur mikilvægu málaflokkum, sjávarútvegi og ESB, að henni sést ekki fyrir.  Heilræði mín til Ólínu er að hún ræði af sanngirni við fólk í sjávarútvegi og lesi sig betur til um fjórfrelsið sem útilokar mismunun borgara innan EES svæðisins í viðskiptum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta atriði með fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi með tilliti til ESB hefur einnig valdið mér hugarbrotum um hvernig menn ætla að leysa þetta með jafnræði í huga. 

Mér dettur í hug tvö atriði í fljótu bragði. Lögheimilisskylda samanber eignakaup í danmörk og Möltu.Síðan styrkja vingil, þannig að sú útgerð sem þegið hefur styrki hefur ekki rétt á fjárfestingum á Íslandi. En mér þætti gaman að sjá eða heyra um samningsmarkmiðinn þegar kemur að sjávarútvegi.  

Eins og ég skil Ólínu þá er breytingin með fyrningarleiðinni (fyrning=amortization) sú að útgerðin verði með "leasing" eða langtíma rekstrarleigurétt á auðlindinni. Þá með föstu leiguverði út leigutíman.

Þetta ætti þá að gera útgerðarfélögum óhætt að skrá sig aftur á markað þ.s. verðmætið liggur í starfseminni og verðmæta aukningu starfsfólks. En ekki óefnislegum eignum sem hægt er að braska með og skapa óvissu með eignir og lífsviðurværis fólks. Skráning á markaði gætti stykt stöðu félaganna, sérstaklega nú þegar vextir eru lágir.

En þ.s. ósanngjarnt er að gera svo breytingu í einu skrefi þ.e. að hreinsa eignir úr bókhaldi útgerðarfélaga og stórskaða efnahagsreikninga þeirra (þótt reksturinn væri í föstum skorðum). Því er farinn leið amortization eða fyrningar á náttúruauðlindum.

Reiðinn út í núverandi kerfi kemur til vegna þeirrar óvissu sem það skapar lífsviðurværis fólks. Að braskarar geti gert lífssparnað fólks að engu, sem gerist þegar atvinnulífi byggðarlags er rústað er skelfilegt. Nokkuð sem vestfirðingar hafa fundið fyrir á eigin beini og landsmenn flestir finna nú fyrir, hversu sárt það er þegar braskarar gera eignir fólks verðlausar. 

Þakka fyrir efnis góða pistla.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 21:38

2 Smámynd: Reynir Þorsteinsson

Þakka mjög góða og uppbyggilega grein. Þessi herferð Ólínu á hendur útgerðum í landinu er með öllu óskiljanleg og dettur manni helst í hug, eins og þú bendir á, að þarna sé um einhverja persónulega heift að ræða. Það er lítið mál að koma inn í byggðalögin þar sem útgerðin/fiskvinnslan hefur lagt upp laupana og fólk jafnvel með glóðvolg uppsagnarbréf í vasanum, æða þar um eins og naut í flagi og öskra: -Þetta er allt kvótakerfinu að kenna. Eitt sem þarf að hafa í huga þegar þessi mál eru rædd er að þegar kvótakerfið var sett á, á sínum tíma, þá var heildarúthlutun 400.000 tonn en er nú ekki nema 160.000 tonn. Ef úthlutunin væri enn sú sama ídag, þá væri enginn að tala um sjávarútveg, það væri frystihús og togari í hverju plássi og kvótinn myndi ekki kosta nema svona 150-200 kr./kg.  Þar sem að þeir er ræða mest óréttmæti kvótakerfisins er að stofni til Latte-lepjandi lið úr 101 Reykjavík, sem aldrei hefur komið nálægt fiski, þá má draga þá ályktun að hvatinn á bak við óvild þeirra byggir á öfund og meinfýsni. Annað að lokum: Hvernig stendur á því að ef fyrirtækjaeigandi í sjávarútvegi selur fyrirtæki sitt þá er það kallað brask en hlutafjársala ef það er einhver annar?

Reynir Þorsteinsson, 16.12.2010 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband